Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég þáði verkefnið um hæl og fyrir
því eru nokkrar ástæður,“ segir
danska leikkonan Sofie Gråbøl þegar
hún er spurð um aðkomu sína að
kynningu á Íslendinga- og fornalda-
sögunum. Í tengslum við 100 ára
fullveldisafmæli Íslands hefur Gråbøl
tekið þátt í dagskrám víðs vegar um
Danmörku, m.a. í Kaupmannahöfn,
Óðinsvéum, Álaborg og Árósum með
Annette Lassen, ritstjóra átta binda
útgáfu Íslendingasagnanna sem út
komu 2014 í danskri, sænskri og
norskri þýðingu. Þar hefur Lassen
flutt fyrirlestra um Íslendinga-
sögurnar og Gråbøl lesið upp. Sam-
starfið heldur áfram á næstunni þar
sem Gråbøl mun lesa upp úr Njáls
sögu í heimalandi sínu. Blaðamaður
Morgunblaðsins hitti Gråbøl á föstu-
daginn var, en þann dag bauð
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið til ráðstefnu í tilefni af því að
Ísland gegnir formennsku í Norrænu
ráðherranefndinni 2019. Frummæl-
endur og þátttakendur í pallborðs-
umræðum frá Íslandi, Danmörku,
Svíþjóð og Noregi veltu þar upp nýj-
um og hugmyndaríkum leiðum til
þess að koma Íslendingasögunum á
framfæri við nýjar kynslóðir og halda
þeim á lofti sem hluta af sameigin-
legum norrænum menningararfi.
Undir lok dags lásu Gråbøl og Hall-
dóra Geirharðsdóttir upp úr völdum
Íslendingasögum og -þáttum.
Spennandi miðlunarform
„Mér finnst einstaklega gaman að
lesa upp og hef á síðustu árum tekið
æ fleiri slík verkefni að mér. Mér
finnst ég ná að gefa áheyrendum
jafnmikið af mér þó ég sé ekki að tak-
ast á við tiltekið leikhlutverk. Í stað
þess að túlka textann er ég að miðla
honum til áheyrenda. Þegar ég tekst
á við hlutverk á leiksviði eða hvíta
tjaldinu þarf ég að ýta sjálfri mér til
hliðar þar sem markmiðið er að
áhorfendur trúi því að ég sé persón-
an sem ég leik. Upplesturinn krefst
þessa ekki. Þar get ég komið fram
sem ég sjálf og þarf aðeins að gæta
þess að skyggja ekki á textann, enda
snýst upplesturinn ekki um mína
túlkun. Af þeim sökum finnst mér
þetta spennandi miðlunarform –
enda snýst þetta í grunninn um að
segja sögu,“ segir Gråbøl og tekur
fram að þegar henni bauðst upplestr-
arverkefnið sá hún það sem kær-
komið tækifæri til að lesa loks Ís-
lendinga- og fornaldarsögurnar.
„Þótt skömm sé frá að segja hafði
ég aldrei lesið neina Íslendingasagn-
anna þegar Annette hringdi í mig og
bauð mér að lesa upp úr þeim. Ég bý
við þann lúxus í mínu fagi að fá tæki-
færi til að kynna mér nýja hluti. Sem
dæmi tók ég fyrir nokkrum árum að
mér að lesa inn á hljóðbók stóran
hluta Nýja testamentisins, sem gaf
mér einstakt tækifæri til að sökkva
mér ofan í þennan ríkulega menn-
ingararf á faglegum forsendum,“
segir Gråbøl og bætir við að þegar
komi að vinnunni með tungumálið sé
hún í raun algjör nörd. „Ég er alltaf
jafn hugfangin af öllum þeim blæ-
brigðum sem tungumálið býr yfir.
Það er hægt að nálgast upplestur á
svo margvíslegan hátt og miðla text-
um með ólíkum hætti. Í því samhengi
eru Íslendingasögurnar svo áhuga-
verðar því mér finnst ég skynja svo
sterklega í textanum að þær byggj-
ast á munnlegri frásagnarhefð. Það
birtist til dæmis í því hversu oft og
fimlega stokkið er fram og til baka í
tíðum, jafnvel innan sömu setningar.
Á sama tíma er textinn svo hrein-
skiptinn og uppfullur af húmor. Svo
spillir ekki fyrir hversu kröftugar
sögurnar eru, framvindan dramatísk
„Þið leggið rækt við ræturnar“
Sofie Gråbøl kemur reglulega fram og les upp úr Íslendingasögunum Kærkomið að heimsækja
Ísland aftur Segir fornsögurnar í senn fyndnar, litríkar, djúpvitrar og sálfræðilega trúverðugar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stolt „Eitt af því sem heillaði mig
þegar ég kynntist Íslendingum bet-
ur í vinnu minni hérlendis er hvað
þið eruð gestrisin, elskuleg og stolt
sem þjóð,“ segir Sofie Gråbøl.
„Ég nýt þess að geta jöfnum hönd-
um unnið á leiksviði, hvíta tjaldinu
og sjónvarpsskjánum,“ segir Sofie
Gråbøl, sem flestir landsmenn
þekkja úr sjónvarpsþáttaröðum á
borð við Forbrydelsen (2007-2012)
og Fortitude (2015-2018). Meðal ný-
legra kvikmynda sem hún hefur
leikið í eru The House That Jack
Built (2018) í leikstjórn Lars von
Trier og Den tid på året (2018) í
leikstjórn Papriku Steen. Gråbøl
hefur átt langan og farsælan leik-
feril. Hún var aðeins á táningsaldri
þegar hún landaði hlutverki í Oviri
(1986) í leikstjórn Hennings Carlsen
þar sem hún lék á móti stór-
stjörnum á borð við Donald Suther-
land og Max von Sydow. Í framhald-
inu fylgdu myndir á borð við
Barndommens gade (1986) í leik-
stjórn Astrid Henning-Jensen, þar
sem Gråbøl lék dönsku skáldkonuna
Tove Ditlevsen, og Pelle erobreren
(1988) í leikstjórn Bille August.
„Ég lék síðast á sviði fyrir tveim-
ur árum,“ segir Gråbøl og vísar þar
til Brota úr hjónabandi eftir Ingmar
Bergman sem sett var upp í Kon-
unglega leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn. „Þar var farin sú leið að skipta
um kyn persóna. Fyrirfram hafði ég
ákveðnar efasemdir hvort þetta
myndi ganga upp, en þegar á reyndi
fann ég að þessi nálgun opnaði text-
ann og færði hann nær samtímanum
með áhrifaríkum hætti.“
Lífið of stutt fyr-
ir vond hlutverk
Sofie Gråbøl lætur sig dreyma um
að spreyta sig á handritaskrifum
Ljósmynd/Det kongelige teater
Ástúð Sofie Gråbøl ásamt Morten
Kirkskov í Brotum úr hjónabandi
eftir Ingmar Bergman sem Konung-
lega leikhúsið í Kaupmannahöfn
frumsýndi fyrir tveimur árum.