Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Töfrum slungin nefnist ljósmynda-
sýning Söru G. Amo sem opnuð var
í gær í Borgarbókasafninu í Gróf-
inni. Á henni má sjá myndir sem
lýsa upplifun Söru af Íslandi og
hennar innra ferðalagi þar sem hún
uppgötvaði eigin dulrænu hliðar
með tengingu sinni við orku og
yfirþyrmandi náttúru landsins, eins
og segir í tilkynningu.
Amo skrifar m.a. að töfra sé alls
staðar að finna og að hún hafi upp-
lifað þá, m.a. í vindinum sem hvísli í
trjánum og mosa sem vaxi á steini.
Umfram allt búi töfrarnir innra
með manninum. Þessu hafi hún
gert sér grein fyrir eftir að hún
kom til Íslands þar sem sérstök
orka landsins hafi vakið eitthvað
innra með henni. Myndirnar endur-
spegli innra ferðalag hennar á Ís-
landi og konurnar sem sátu fyrir
séu spegill sálar hennar.
Amo er ljósmyndari og kvik-
myndagerðarkona, fædd í Barce-
lona á Spáni. Hún hefur búið á Ís-
landi síðastliðin tvö ár. Ljósmyndir
hennar einkennast af töfraraunsæi,
blöndu list- og heimildaljósmynd-
unar, að því er fram kemur í til-
kynningu. „Flóknar mannlegar til-
finningar og náið samband manns
og náttúru eru hennar helstu við-
fangsefni. Í verkum hennar endur-
speglast sterk tilfinning fyrir því
sem marar undir yfirborði raun-
veruleikans,“ segir þar.
Sýningunni lýkur 9. október og
er hún opin á afgreiðslutíma safns-
ins.
Töfrar Ein af ljósmyndum Söru G. Amo á sýningunni Töfrum slungin.
Uppgötvaði sínar eigin
dulrænu hliðar á Íslandi
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Einstök
minning
Barna- og
fjölskyldu
myndatökur
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
og persónur áhugaverðar,“ segir
Gråbøl og nefnir í því samhengi mey-
kónga fornsagnanna.
Óttaleysi og uppreisn
„Mér finnst svo áhugavert að
heimsmynd þess tíma sem sögurnar
greina frá skuli hafa getað rúmað
þessar sjálfstæðu konur sem neita að
undirgangast hefðbundin kynhlut-
verk samfélagsins og taka sér valda-
stöðu sem alla jafna tilheyrði körlum.
Það vekur þó óneitanlega kátínu að
þessar sterku konur, sem stjórna
óhikað konungsríkinu og leiða her-
deildir sínar til sigurs í bardögum,
skuli í sögulok samt allar gifta sig og
snúa sér að hannyrðum í stað stríðs-
átaka,“ segir Gråbøl og tekur fram að
óttaleysi meykonunganna og upp-
reisn þeirra gegn hefðbundnum kyn-
hlutverkum geti veitt nútímales-
endum mikilvægan innblástur.
Spurð hvort hún eigi sér einhverja
uppáhaldsfornsögu tekur Gråbøl
fram að þó hún eigi öll bindin átta
sem gefin voru út 2014 og rúma 29
fornsögur þá hafi hún enn ekki lesið
þær allar þó hún stefni auðvitað að
því. „Ég er ótrúlega heilluð af sögu
Helgu sem sögð er í Bárðar sögu
Snæfellsáss. Hún er gott dæmi um
enn eina sterku konuna sem fornsög-
urnar geyma. Hin undurfagra Helga
er aðeins unglingsstúlka að leik með
frændum sínum þegar ísjaki sem hún
er stödd á losnar og rekur til Græn-
lands þar sem hún þiggur veturvist í
Brattahlíð hjá Eiríki rauða. Á Græn-
landi kynnist hún Miðfjarðar-
Skeggja, sem þá er giftur maður, og
takast með þeim ástir. Hún fylgir
honum fyrst til Noregs og síðan Ís-
lands þar sem faðir hennar sækir
hana. Lýsingarnar á sorg og depurð
Helgu þegar hún glatar Skeggja eru
magnaðar. Ástleysið rænir hana lífs-
gleðinni með þeim afleiðingum að
hún getur ekki lengur búið innan um
annað fólk og leggst í sjálfskipaða út-
legð. Við fyrstu sýn er sagan húm-
orísk hetjufrásögn, en samtímis nær
hún að fanga hjarta lesenda þegar
miðlað er sterkum sammannlegum
tilfinningum. Mér finnst í raun
magnað hversu víðfeðmar þessar
sögur eru, fyndnar, litríkar, djúp-
vitrar og sálfræðilega trúverðugar,“
segir Gråbøl og tekur fram að sökum
þessa beri hún mikla virðingu fyrir
sögunum.
Aðspurð segir hún fólk á öllum
aldri mæta á fyrirlestra- og upp-
lestrarkvöld þeirra Annette Lassen í
Danmörku þar sem Íslendingasög-
urnar eru í forgrunni. „Kvikmyndir
og sjónvarpsþættir síðustu ára, sem
eru undir sterkum áhrifum frá forn-
sögunum, virðast vera að vekja
áhuga, ekki síst ungs fólks á þessum
flotta menningararfi,“ segir Gråbøl
og nefnir í því samhengi Krúnuleik-
ana og Hringadróttinssögu. „Sú yfir-
náttúrulega frásagnaraðferð sem
notuð er í Krúnuleikunum hefði þótt
óhugsandi og jafnvel hallærisleg í
sjónvarpi fyrir tuttugu árum.
Kosturinn við þessa aðferð er að með
því að stækka frásögnina má jafnvel
komast nær kjarnanum og mann-
eskjunni,“ segir Gråbøl og fagnar
breytingunni. „Um langt árabil áttu
allar kvikmyndir og sjónvarpsþátt-
araðir að vera raunsæjar og fjalla um
hversdagsleg málefni. Þetta hefur
hins vegar breyst og það er gaman að
sjá að frásagnaraðferð fornsagnanna
er enn lifandi.“
Hafði þörf fyrir nýtt umhverfi
Í samtali við Sofie Gråbøl leynir
það sér ekki hvað hún er hrifin af
Íslandi, bæði landi og þjóð. Hún rifj-
ar upp að þegar hún kom hingað
fyrst árið 2014 til að leika í sjónvarps-
þáttaröðinni Fortitude hafi hún verið
nýbúin að ljúka erfiðri meðferð við
brjóstakrabbameini. „Ég hafði því
mikla þörf fyrir að skipta um um-
hverfi. Þegar líf manns tekur stakka-
skiptum vegna til dæmis erfiðra veik-
inda neyðist maður til að horfa á
stóru myndina í stað þess að gleyma
sér í amstri hversdagsleikans. Þegar
ég veiktist hafði ég nýlokið við að
leika í Forbrydelsen í sjö ár, sem var
mjög krefjandi verkefni. Ég hafði líkt
og hlaupið í spretti um lengri tíma og
féll skyndilega niður í hyldýpi svart-
nættis,“ segir Gråbøl og bætir við:
„Ég fór um daginn að hugsa um veik-
indin út frá Tanngrisni og Tann-
gnjósti, höfrum Þórs, sem hann gat
slátrað að kvöldi og reist upp frá
dauðum að nýju næsta dag svo lengi
sem húð þeirra og bein voru
óskemmd. Þegar Þjálfi brýtur einn
legginn og sýgur merginn varð annar
hafurinn haltur upp frá því.
Meðan ég var yngri fannst mér ég
geta notað og jafnvel misnotað sjálfa
mig í vinnunni á hverjum degi, því ég
reis ávallt heil upp næsta dag. Þegar
ég veiktist af brjóstakrabbameininu
upplifði ég að eitthvað hefði brotnað.
Þó veikindin sjálf séu nú að baki þá
hvarf hluti mergsins og kemur aldrei
aftur. Í þeim skilningi skiptist líf mitt
í fyrir og eftir veikindin,“ segir Grå-
bøl og rifjar upp að fjöldi göngutúra í
íslenskri náttúru hafi gert sér ótrú-
lega gott.
Dáist að Íslendingum sem þjóð
„Það er skemmtilega táknrænt að
Forbrydelsen lauk með því að Sarah
Lund flaug til Íslands inn í svart-
nættið og fyrsta verkefnið eftir
veikindin, þar sem mér fannst ég
dvelja heilt ár í myrkri, færði mig til
Íslands þar sem ég gat byrjað að
fóta mig að nýju. Á þeim tíma var ég
bæði líkamlega og andlega slegin og
fannst það mjög erfið tilhugsun að
stilla mér upp fyrir framan kvik-
myndavélina til að leika. Mér fannst
mikill léttir að vera ekki í aðal-
hlutverki í seríunni og þurfa þannig
ekki að bera hana uppi, heldur að fá
einfaldlega að vera hluti af heild-
inni. Það þýddi líka að ég átti mikinn
tíma aflögu á milli upptakna sem ég
notaði til að fara í langar gönguferð-
ir í íslenskri náttúru sem veitti mér
endurnýjaða orku og jarðsamband
sem var mér gríðarlega mikilvægt.
Náttúran hér á landi færði mér þá
ró sem ég þurfti til að jafna mig, en
þá ró hafði ég ekki getað fundið
heima í Danmörku,“ segir Gråbøl og
tekur fram að hana hafi langað til að
deila jákvæðri upplifun sinni af
náttúru Íslands með 15 ára dóttur
sinni, Guðrúnu, sem var með í för
núna og því hafi þriggja daga heim-
sóknin verið nýtt vel í ferðalög út á
land.
Blaðamaður getur ekki annað en
forvitnast hvernig Gråbøl valdi
dóttur sinni nafn, enda Guðrún ekki
algengt nafn í Danmörku. „Þegar ég
var ólétt og vissi að ég ætti von á
stelpu fórum við strax að velta ýms-
um nöfnum fyrir okkur,“ segir Grå-
bøl og nefnir í því samhengi nafnið
Geirþrúði. „Þá hitti ég vinkonu
mína, sem einnig hefur verið sam-
starfskona mín síðasta aldarfjórð-
unginn, sem sagði mér að hún væri
nýbúin að kaupa sér hús sem stæði
við Guðrúnarveg. Um leið vissi ég
hvað dóttir mín ætti að heita,“ segir
Gråbøl og bætir við:
„Eitt af því sem heillaði mig þeg-
ar ég kynntist Íslendingum betur í
vinnu minni hérlendis er hvað þið
eruð gestrisin, elskuleg og stolt sem
þjóð. Þið hampið hetjum ykkar með
stolti, sem veitir mér sem Dana inn-
blástur. Danmörk er flatt land og
kannski af þeim sökum heillumst við
Danir af flötum strúktúr í öllum
skilningi. Þannig má heldur enginn
skara framúr. Ég dáist að ykkur
sem þjóð og er innblásin af stórhug
ykkar og óttaleysi við að takast á við
nýjungar á sama tíma og þið leggið
rækt við ræturnar,“ segir Gråbøl.
Spurð hvað ráði verkefnavalinu
segist Gråbøl aldrei hafa átt sér
nein draumahlutverk. „Ég leyfi inn-
sæinu að ráða. Þegar mér eru boðin
hlutverk finn ég um leið og ég les
handritið hvort umrætt hlutverk
kveikir í mér,“ segir Gråbøl og rifjar
upp að þegar börnin hennar tvö
voru yngri hafi hún í auknum mæli
einbeitt sér að sjónvarpsþáttaserí-
um fremur en kvikmynda- og sviðs-
leik til þess að eiga góðan tíma með
þeim. „Eftir því sem þau eldast
verður sífellt auðveldara fyrir mig
að dvelja við tökur erlendis í nokkr-
ar vikur án þess að mín sé alltof sárt
saknað,“ segir Gråbøl og rifjar upp
að þegar hún kom til Íslands 2014 til
að taka upp fyrstu þáttaröðina af
Fortitude hafi hún í fyrsta sinn
dvalist langdvölum fjarri börnum
sínum. Innt eftir því hvort veikindi
hennar 2013 hafi áhrif á hlutverka-
val hennar svarar Gråbøl um-
svifalaust neitandi en bætir síðan
við: „Það sem helst hefur breyst er
að ég er orðin mér meðvitaðri um að
lífið er of stutt til að vinna að hlutum
sem ég hef ekki sannfæringu fyrir.
Þannig er ég orðin færari í því að
hafna verkefnum sem ég brenn ekki
fyrir,“ segir Gråbøl og tekur fram
að hún sé afar þakklát fyrir öll þau
spennandi tækifæri sem henni hafi
hlotnast á löngum og farsælum ferli.
„Ég er auðvitað háð því að mér
bjóðist góð hlutverk. Og það er ekki
sjálfgefið. Það er heldur ekki sjálf-
gefið að leikurum bjóðist hlutverk
sem hjálpa þeim að þroskast í list-
inni,“ segir Gråbøl og tekur fram að
það sé ótti flestra leikara að vera
settir í tiltekinn bás og neyddir til
að endurtaka sig sífellt. „Ég hef
notið þeirrar gæfu að hafa fengið að
spreyta mig á ólíkum og spennandi
verkefnum sem spanna allt frá
drama til gamanleiks, ýmist á leik-
sviði, hvíta tjaldinu eða á sjónvarps-
skjánum. Ég er mér engu að síður
meðvituð um að hlutverkunum
fækkar með aldrinum – ekki síst hjá
leikkonum,“ segir Gråbøl og tekur
fram að samtímis finnist sér áhuga-
vert að upplifa að hlutverkin sem
henni bjóðast séu meira spennandi
og krefjandi en áður. „Ég vona að
ég hafi möguleika á því að leika þar
til ég dey. Og að hlutverkin ögri
mér. Ég vil helst takast á við erfið
hlutverk sem reyna þannig á mig að
ég er í vafa um hvort mér takist
ætlunarverkið, en í því felst mestur
þroski. Ég læt mig síðan dreyma um
að spreyta mig á handritaskrifum í
framtíðinni.“ silja@mbl.is
Töff Sofie Gråbøl er sennilega þekktust fyrir túlkun sína
á Söruh Lund í Forbrydelsen. Meðal mótleikara hennar
voru Lars Mikkelsen (t.v.) og Søren Malling (t.h.).
Kuldi Sofie Gråbøl ásamt Stanley Tucci (t.v.) og Rich-
ard Dormer (t.h.), mótleikurum sínum í sjónvarpsþátta-
röðinni Fortitude sem var að hluta tekin upp á Íslandi.