Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 74

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Fimm rússneskar kvikmyndir verða á dagskrá rússneskra kvik- myndadaga á Íslandi sem hefjast í Bíó Paradís í kvöld og standa yfir til og með 15. september. Er þetta í sjöunda sinn sem dagarnir eru haldnir í kvikmyndahúsinu. Kvikmyndadagarnir eru haldnir af sendiráði rússneska sambands- ríkisins á Íslandi í samstarfi við Kvikmyndaframleiðslumiðstöðina NORFEST, með fjárstuðningi frá menningarmálaráðuneyti Rússlands og iCan ehf., að því er segir í til- kynningu. 75 ára afmæli sambands Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands og á dag- skránni er það besta úr rússneskri kvikmyndagerð, að því er fram kemur í tilkynningu frá kvik- myndahúsinu. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta og er aðgangur að sýningum ókeypis. Myndirnar fimm eru Slony mo- gut igrat v futbol eða Fílar geta leikið fótbolta, Voyna Anny eða Stríð Önnu, The Book of the Sea eða Bók hafsins, Schaste - eto … eða Hamingjan er … og loks heim- ildarmyndin Íslandsferðin. Allar eru myndirnar nýlegar. Frekari upplýsingar um kvik- myndahátíðina og kvikmyndirnar á dagskrá hennar má finna á vef Bíós Paradísar, bioparadis.is og einnig Facebook-síðu bíósins og kvik- myndasíðunni IMDb. Þá má finna stiklur á vef kvikmyndahússins úr myndunum og einnig á mynd- bandavefnum YouTube. Í rúminu Úr kvikmynd Mikhail Segal, Fílar geta líka spilað fótbolta. Rússneskir kvikmynda- dagar í Bíó Paradís Hamingja Úr Hamingjan er … safni sjö stuttmynda um hamingjuna. Nýr verðlaunaflokkur helgaður leiknum sjónvarpsþáttaröðum hef- ur verið kynntur til sögunnar hjá Evrópsku kvikmyndaverðlaun- unum, EFA, sem afhent verða í Berlín 10. desember. Fyrsta röðin sem hlýtur verðlaunin verður hin þýska Babylon Berlin sem er jafn- framt dýrasta sjónvarpssería í sögu Þýskalands. Höfundar og leikstjórar þáttanna, Achim von Borries, Henk Handloegten og Tom Tykwer, munu taka við verð- laununum þremur dögum fyrir verðlaunahátíðina, 7. desember. Í tilkynningu frá EFA segir að með verðlaununum sé verið að veita þessum merkilegu þáttum viðurkenningu þar sem þeir séu unnir af mikilli ástríðu og ná- kvæmni, m.a. þegar kemur að tíðaranda og stjórnmálaástandinu í Weimar-lýðveldinu á þriðja áratug síðustu aldar. Hin nýju verðlaun eiga líka að endurspegla breytt landslag kvikmyndagerðar og þá staðreynd að sjónvarpsþættir verða sífellt vinsælli og framleiðsla þeirra hefur aukist með tilkomu streymisveitna. Babylon Berlín fær ný verðlaun Úr þáttunum Babylon Berlín-þættirnir þykja stórvirki. Töluverð gróska er í útgáfuglæpasagna og nýir höf-undar koma reglulegafram á sjónarsviðið. Eírík- ur P. Jörundsson er einn þeirra, en Hefndarenglar, frumraun hans á þessu sviði hlaut glæpasagnaverð- launin „Svartfuglinn“. Sagan hverfist um Súðavík, íbúa þar og atvinnulíf. Eiríkur er sagn- fræðingur að mennt, er frá þorpinu, hefur skrifað bók um hreppinn og því er nærtækt fyrir hann að skrifa skáldsögu út frá þekkingu á stað- háttum. Þessi grunnur skilar sér vel í trúverðugleika frásagnarinnar. Efnistök eru kunnugleg og hafa verið yrkisefni margra: Fámennt þorp, þar sem íbúar lífa fyrst og fremst á sjávarútvegi, þar sem sjór- inn gefur og sjórinn tekur. Valda- mikill maður, sem ræður í raun öllu sem hann vill ráða. Fólkið undir hælnum á honum og þorir ekki að gera neitt sem getur ruggað bátn- um. En svo kemur snjóflóð, sem veldur miklum mannskaða. Þar kemur tenging við höfuðborgina og Sölva blaðamann, sem er frá Súða- vík, en þess má geta að Eiríkur var blaðamaður á Morgunblaðinu og þekkir því til vinnubragða á fjöl- miðlum. Sölvi og Ísold, óreynd starfssystir hans á blaðinu, hafa reyndar mun meira frjálsræði og tíma til að kafa ofan í málin en geng- ur og gerist á eyrinni, en það er ekki nýtt í skáldsögu. Ferðalagið með Sölva í frásögn- inni er skemmtilegt og spennandi. Hann rifjar upp liðna tíð og deilir um leið staðreyndum og öðru með lesandanum. Höfundur gerir þetta vel og nær ekki aðeins lesandanum heldur heldur honum til loka. Mál Ísoldar er ekki eins fast í hendi, en vekur engu að síður spurn- ingar og nær þar með tilgangi sínum að einhverju leyti. Eiríkur fer vel af stað með Hefndarenglum og gaman verður að sjá hvernig hann fylgir bókinni eftir. Morgunblaðið/Hari Verðlaunahafi Eiríkur hlaut glæpa- sagnaverðlaunin Svartfuglinn í ár. Eiríkur lofar góðu Hefndarenglar bbbmn Glæpasaga Eftir Eirík P. Jörundsson. Veröld, 2019. Kilja, 423 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.