Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 „Sjávarútvegssýningin hefur gríðar- lega mikla þýðingu fyrir okkur Ís- lendinga. Hér mætist á sameigin- legu gólfi fremsta fólk okkar á sviði sjávarútvegs, ekki bara veiða og vinnslu heldur líka tæknifyrirtækja. Markaðsaðilar bera sig saman og um leið koma hingað erlendir gestir og almenningur og sjá í raun og veru fyrir hvað íslenskur sjávar- útvegur stendur. Það er til fyrir- myndar að koma þessu ekki bara á framfæri við Íslendinga , heldur líka keppinauta okkar erlendis,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra. Ráðherrann opnaði sýninguna í gær og mun hún standa fram á föstudag. Skipuleggjendur sýningarinnar búast við því að aðsókn verði meiri nú en fyrir þremur árum, eða yfir 15 þúsund. Þá eru um 120 sýnendur á sýningunni að þessu sinni. Haft var eftir Ólafi M. Jóhannessyni, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegssýn- ingarinnar, í Sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins, 200 mílum, í gær að sýningin hefði vaxið mikið. Spurður hvað svona sýning sé til marks um segir sjávarútvegs- ráðherra þetta varpa ljósi á árangur íslensks sjávarútvegs. „[Sýningin] segir okkur það að við erum að standa okkur afburðavel í því að auka virði sjávarfangs og í rauninni að gera sem mest verðmæti á grundvelli mestu gæða, af því hrá- efni sem við drögum úr sjó. Við stöndum okkur mjög vel í því. Og hún sýnir sömuleiðis að tæknigeta okkar í þessum atvinnurekstri er gríðarlega mikil á heimsvísu.“ Viðurkenningar veittar Við opnun sýningarinnar voru veittar þrjár viðurkenningar. Gunnar Tómasson tók við viður- kenningu fyrir hönd Þorbjarnar í Grindavík frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hlaut fyrirtækið viðurkenninguna fyrir áherslu á ör- yggis- og heilbrigðismál starfs- manna. Íslenski sjávarklasinn ákvað að veita fyrirtækinu Greenvolt viður- kenninguna Frumkvöðull ársins. Fyrirtækið hefur unnið að nýjum orkutengdum lausnum fyrir línu- báta. Jón Ármann Steinsson veitti þeirri viðurkenningu viðtöku. Þá hlaut Jón Ingvar Hilmarsson titilinn trillukarl ársins, en viður- kenningin var frá Landssambandi smábátaeigenda. gso@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjávarútvegur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sló á létta strengi við opnun sýningarinnar í gær. „Sýnir fyrir hvað íslenskur sjávarútvegur stendur“  Sjávarútvegssýningin opnuð í gær  120 sýnendur Verðlaunaðir Gunnar Tómasson frá Þorbirni, Jón Ármann Steinsson frá Greenvolt og Jón Ingvar Hilmarsson, trillukarl ársins, með viðurkenningar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar á Norður- og Austurlandi hafa notið sumaraukans sem þeir fengu um helgina og í þessari viku. Lifnað hefur yfir sundlaugum og útivist- arsvæðum. Nú er hins vegar útlit fyr- ir umskipti í veðrinu. Það þykknar upp fyrir norðan og austan en léttir til syðra og næstu daga verður svalt í veðri fyrir norðan. „Hér eru allir glaðir og kátir. Að- sóknin eykst alltaf þegar sólin skín og fólk situr lengur en vanalega,“ segir Kristín Kjartansdóttir, vaktstjóri í Sundlaug Akureyrar, um áhrif hlý- indanna á aðsókn. Hún segir áber- andi hve margt fjölskyldufólk komi í sund eftir vinnu og skóla hjá börn- unum. Þá sé enn talsvert af útlend- ingum, meðal annars úr skemmti- ferðaskipunum sem enn eru að koma við á Akureyri. Sömuleiðis hefur verið ágætis að- sókn að tjaldsvæðinu á Hömrum í Kjarnaskógi. Jóhann Malmquist, starfsmaður Hamra, segir að einnig sé fólk að sækja í útivistarsvæðið, í tjarn- irnar, frisbígolf og gönguferðir um svæðið. Tjaldsvæðið er opið allt árið. Þykknar upp í lok vikunnar Sumaraukinn á Norður- og Austur- landi stendur ekki lengi því veturinn er að taka við. Á næstu dögum hallar hann sér meira í norðaustanátt og þá má búast við úrkomu á norðaustur- horninu og að það létti til sunnanlands og vestan, samkvæmt upplýsingum Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Með kaldara lofti úr norðri munu hitatölur lækka. Svalt verður fyrir norðan um helgina og fram í næstu viku. Enn verður breyt- ing seinni hluta næstu viku þegar bú- ist er við haustlægð með tilheyrandi rigningu. Norðlendingar njóta sumaraukans  Aukin aðsókn að sundlaugum og útivistarsvæðum í hausthitabylgjunni sem gengið hefur yfir norðausturhorn landsins  Veðurfræðingar spá umskiptum og lækkandi tölum á hitamælum Morgunblaðið/Margrét Þóra Sólbað Gestir Sundlaugar Akureyrar hafa sleikt sólina á bökkum laugarinnar þegar hún hefur sýnt sig í haust. Heildarlaun opinberra starfsmanna voru að jafnaði mun hærri á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á síðasta ári samkvæmt útreikn- ingum sem Samtök atvinnulífsins hafa birt. Grunnlaun og regluleg laun voru hins vegar svipuð á Ís- landi og í Danmörku og Noregi en um 40% hærri en í Svíþjóð. Byggt er á launaupplýsingum hagstofa Norðurlandaríkjanna og meðalmánaðarlaun opinberra starfsmanna borin saman eins og þau voru í fyrra. Launin voru um- reiknuð í íslenskar krónur á með- algengi krónunnar gagnvart gjald- miðlum annarra Norðurlandaríkja á árinu 2018. ,,Heildarlaunin voru um 20% hærri á Íslandi en í Danmörku og Noregi og tæplega 70% hærri en í Svíþjóð,“ segir í umfjöllun SA. Hærri heildarlaun á almenna en á opinbera markaðinum Þar kemur einnig fram að meðal- heildarlaun háskólamenntaðra sér- fræðinga hjá hinu opinbera voru um 15% hærri á Íslandi en í Dan- mörku og Noregi og rúmlega 50% hærri en í Svíþjóð. Þegar borin eru saman heildarlaun á almenna og opinbera vinnumarkaðinum kemur m.a. fram að hér voru heildarlaun 3% hærri á almennum markaði en hjá hinu opinbera, en 5% hærri í Noregi og 9-10% hærri í Svíþjóð og Danmörku. Heildarlaunin hærri hér á landi  Laun á Norðurlöndum borin saman Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Við bjóðum upp á glæsilega aðventuferð til Austurríkis og hefjum ferðina í borg barokksins, hinni stórkostlegu Salzburg. Borgin er einstök á aðventunni og jólamarkaður hennar einn sá fallegasti í heimi. Virkisbærinn Kufstein í Tíról tekur því næst á móti okkur og minnir helst á myndskreytt ævintýri. Upplifðu allt það stórkostlega sem aðventan í Austurríki hefur upp á að bjóða! Aðventusveifla íSalzburg&Tíról 1. - 8. desember Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.