Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
„Sjávarútvegssýningin hefur gríðar-
lega mikla þýðingu fyrir okkur Ís-
lendinga. Hér mætist á sameigin-
legu gólfi fremsta fólk okkar á sviði
sjávarútvegs, ekki bara veiða og
vinnslu heldur líka tæknifyrirtækja.
Markaðsaðilar bera sig saman og
um leið koma hingað erlendir gestir
og almenningur og sjá í raun og
veru fyrir hvað íslenskur sjávar-
útvegur stendur. Það er til fyrir-
myndar að koma þessu ekki bara á
framfæri við Íslendinga , heldur líka
keppinauta okkar erlendis,“ segir
Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegsráðherra. Ráðherrann opnaði
sýninguna í gær og mun hún standa
fram á föstudag.
Skipuleggjendur sýningarinnar
búast við því að aðsókn verði meiri
nú en fyrir þremur árum, eða yfir 15
þúsund. Þá eru um 120 sýnendur á
sýningunni að þessu sinni. Haft var
eftir Ólafi M. Jóhannessyni, fram-
kvæmdastjóra sjávarútvegssýn-
ingarinnar, í Sjávarútvegsblaði
Morgunblaðsins, 200 mílum, í gær
að sýningin hefði vaxið mikið.
Spurður hvað svona sýning sé til
marks um segir sjávarútvegs-
ráðherra þetta varpa ljósi á árangur
íslensks sjávarútvegs. „[Sýningin]
segir okkur það að við erum að
standa okkur afburðavel í því að
auka virði sjávarfangs og í rauninni
að gera sem mest verðmæti á
grundvelli mestu gæða, af því hrá-
efni sem við drögum úr sjó. Við
stöndum okkur mjög vel í því. Og
hún sýnir sömuleiðis að tæknigeta
okkar í þessum atvinnurekstri er
gríðarlega mikil á heimsvísu.“
Viðurkenningar veittar
Við opnun sýningarinnar voru
veittar þrjár viðurkenningar.
Gunnar Tómasson tók við viður-
kenningu fyrir hönd Þorbjarnar í
Grindavík frá Samtökum fyrirtækja
í sjávarútvegi. Hlaut fyrirtækið
viðurkenninguna fyrir áherslu á ör-
yggis- og heilbrigðismál starfs-
manna.
Íslenski sjávarklasinn ákvað að
veita fyrirtækinu Greenvolt viður-
kenninguna Frumkvöðull ársins.
Fyrirtækið hefur unnið að nýjum
orkutengdum lausnum fyrir línu-
báta. Jón Ármann Steinsson veitti
þeirri viðurkenningu viðtöku.
Þá hlaut Jón Ingvar Hilmarsson
titilinn trillukarl ársins, en viður-
kenningin var frá Landssambandi
smábátaeigenda. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjávarútvegur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sló á létta strengi við opnun sýningarinnar í gær.
„Sýnir fyrir hvað íslenskur
sjávarútvegur stendur“
Sjávarútvegssýningin opnuð í gær 120 sýnendur
Verðlaunaðir Gunnar Tómasson frá Þorbirni, Jón Ármann Steinsson frá
Greenvolt og Jón Ingvar Hilmarsson, trillukarl ársins, með viðurkenningar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúar á Norður- og Austurlandi hafa
notið sumaraukans sem þeir fengu
um helgina og í þessari viku. Lifnað
hefur yfir sundlaugum og útivist-
arsvæðum. Nú er hins vegar útlit fyr-
ir umskipti í veðrinu. Það þykknar
upp fyrir norðan og austan en léttir
til syðra og næstu daga verður svalt í
veðri fyrir norðan.
„Hér eru allir glaðir og kátir. Að-
sóknin eykst alltaf þegar sólin skín og
fólk situr lengur en vanalega,“ segir
Kristín Kjartansdóttir, vaktstjóri í
Sundlaug Akureyrar, um áhrif hlý-
indanna á aðsókn. Hún segir áber-
andi hve margt fjölskyldufólk komi í
sund eftir vinnu og skóla hjá börn-
unum. Þá sé enn talsvert af útlend-
ingum, meðal annars úr skemmti-
ferðaskipunum sem enn eru að koma
við á Akureyri.
Sömuleiðis hefur verið ágætis að-
sókn að tjaldsvæðinu á Hömrum í
Kjarnaskógi. Jóhann Malmquist,
starfsmaður Hamra, segir að einnig sé
fólk að sækja í útivistarsvæðið, í tjarn-
irnar, frisbígolf og gönguferðir um
svæðið. Tjaldsvæðið er opið allt árið.
Þykknar upp í lok vikunnar
Sumaraukinn á Norður- og Austur-
landi stendur ekki lengi því veturinn
er að taka við. Á næstu dögum hallar
hann sér meira í norðaustanátt og þá
má búast við úrkomu á norðaustur-
horninu og að það létti til sunnanlands
og vestan, samkvæmt upplýsingum
Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á
Veðurstofu Íslands. Með kaldara lofti
úr norðri munu hitatölur lækka. Svalt
verður fyrir norðan um helgina og
fram í næstu viku. Enn verður breyt-
ing seinni hluta næstu viku þegar bú-
ist er við haustlægð með tilheyrandi
rigningu.
Norðlendingar njóta sumaraukans
Aukin aðsókn að sundlaugum og útivistarsvæðum í hausthitabylgjunni sem gengið hefur
yfir norðausturhorn landsins Veðurfræðingar spá umskiptum og lækkandi tölum á hitamælum
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Sólbað Gestir Sundlaugar Akureyrar hafa sleikt sólina á bökkum laugarinnar þegar hún hefur sýnt sig í haust.
Heildarlaun opinberra starfsmanna
voru að jafnaði mun hærri á Íslandi
en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð
á síðasta ári samkvæmt útreikn-
ingum sem Samtök atvinnulífsins
hafa birt. Grunnlaun og regluleg
laun voru hins vegar svipuð á Ís-
landi og í Danmörku og Noregi en
um 40% hærri en í Svíþjóð.
Byggt er á launaupplýsingum
hagstofa Norðurlandaríkjanna og
meðalmánaðarlaun opinberra
starfsmanna borin saman eins og
þau voru í fyrra. Launin voru um-
reiknuð í íslenskar krónur á með-
algengi krónunnar gagnvart gjald-
miðlum annarra Norðurlandaríkja á
árinu 2018.
,,Heildarlaunin voru um 20%
hærri á Íslandi en í Danmörku og
Noregi og tæplega 70% hærri en í
Svíþjóð,“ segir í umfjöllun SA.
Hærri heildarlaun á almenna
en á opinbera markaðinum
Þar kemur einnig fram að meðal-
heildarlaun háskólamenntaðra sér-
fræðinga hjá hinu opinbera voru
um 15% hærri á Íslandi en í Dan-
mörku og Noregi og rúmlega 50%
hærri en í Svíþjóð. Þegar borin eru
saman heildarlaun á almenna og
opinbera vinnumarkaðinum kemur
m.a. fram að hér voru heildarlaun
3% hærri á almennum markaði en
hjá hinu opinbera, en 5% hærri í
Noregi og 9-10% hærri í Svíþjóð og
Danmörku.
Heildarlaunin
hærri hér á landi
Laun á Norðurlöndum borin saman
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Við bjóðum upp á glæsilega aðventuferð til Austurríkis
og hefjum ferðina í borg barokksins, hinni stórkostlegu
Salzburg. Borgin er einstök á aðventunni og jólamarkaður
hennar einn sá fallegasti í heimi. Virkisbærinn Kufstein
í Tíról tekur því næst á móti okkur og minnir helst á
myndskreytt ævintýri. Upplifðu allt það stórkostlega sem
aðventan í Austurríki hefur upp á að bjóða!
Aðventusveifla íSalzburg&Tíról
1. - 8. desember
Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir