Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Geðheilbrigðiskerfið hefuroft á tíðum þótt þungt ívöfum og flókið. Mörgumfundist skorta úrræði, fjölbreytileika og samvinnu. Einstaklingurinn sem málið varðar veit oft á tíðum ekki hvert á að leita en óumdeilt er að mikilvægt sé að ræða vand- ann við sína nán- ustu. Jafnframt vera upplýstur um þær leiðir sem eru í boði. Reyndar eru til mörg úrræði sem sinna geðheil- brigðisþjónustu þó að oft sé erfitt fyrir almenning að átta sig á hver gerir hvað. Vægari vanda er hægt að leysa inni á heilsugæslu í viðtali við heim- ilislækni eða sálfræðing. Aðrir kjósa að fara til sálfræðinga eða geðlækna á stofu. Enn aðrir þurfa meiri aðstoð og leita þá til geðsviðs Landspít- alans. Fyrir utan þessa þjónustu eru ýmis félagasamtök og endurhæfing- arstofnanir sem hægt er að leita til fyrir utan félagsþjónustuna. Oft er heilbrigðisþjónustunni skipt í stig eftir því hve vandinn er alvarlegur. Fyrsta stigið á við heilsugæsluna, annað stig á við þegar vandinn er orðinn langvinnur og fólkinn og þriðja stigið er sjúkrahúsþjónusta. Þrjú geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu Innan Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins munu starfa þrjú geð- heilsuteymi sem eru svæðisskipt. Geðheilsuteymi austur sem þjón- ustar austur hluta Reykjavíkur, geð- heilsuteymi vestur sem þjónustar íbúa vestan Elliðaáa, geðheilsuteymi suður mun sinna Kragasvæðinu en verið er að undirbúa starfsemi teym- isins. Geðheilsuteymin eru þverfag- leg 2. stigs geðheilbrigðisþjónusta. Í þeim starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sjúkraliði, íþróttafræð- ingur, fjölskyldufræðingar, iðju- þjálfi, þjónustufulltrúar ásamt not- endafulltrúum sem eru einstaklingar með persónulega reynslu af geðrösk- unum. Þétt samstarf er við þjónustu- miðstöðvar með aðkomu félags- ráðgjafa í teymin. Atvinnulífs- ráðgjafi frá Virk hefur haft aðkomu að þjónustu teymanna. Hver velji sína leið Lykilþættir þjónustunnar eru að hún er veitt í nærumhverfi fólks, stuðst er við batahugmyndafræði og gagnreyndar aðferðir. Einstaklingur er því aðstoðaður með þeim leiðum og stuðningi sem henta honum hverju sinni. Því sé haft í huga að hver og einn velji sína leið, að bati sé einstaklingsbundinn og geti tekið mislangan tíma. Í teymunum er ein- staklings- og fjölskylduvinna ásamt fræðslu en námskeið eru stór hluti af starfseminni. Geðheilsuteymin styðjast einnig við hugmyndafræði FACT þar sem sveigjanleiki þjón- ustunnar er í fyrirrúmi, einstak- lingsbundin málastjórn og samvinna þvert á ólík svið. Reynsla og rannsóknir sýna óum- deilanlega að góður lífsstíll er frum- forsenda góðrar geðheilsu. Því er áhersla á gott mataræði, hreyfingu og svefn samhliða vinnu með tilfinn- ingalega líðan, ásamt því að efla von, bæta sjálfsmynd, bjargráð, virkni og tengslanet. Stefna í stöðugri þróun Starfsemi geðheilsuteymanna fer fram með viðtölum á starfsstöð og/ eða heimavitjunum eftir því sem þörf er á hverju sinni. Til að tryggja sam- fellda þjónustu með hagsmuni ein- staklingsins að leiðarljósi eiga geð- heilsuteymin gott samstarf við aðrar stofnanir ásamt félaga- og notenda- samtökum. En stefna geðheilsu- teymanna er að vera í stöðugri þróun og horfa til þarfa þjónustuþega hverju sinni. Þeir einstaklingar sem þiggja þjónustu teymanna eru á breiðu aldursbili (18 ára og upp úr) því er mikilvægt að sníða þjónustuna að hverjum og einum. Óumdeilt er að notendur hafa mikilvæg áhrif á þjón- ustuna en samvinna þeirra innan þverfaglegs teymis við fagfólk úr ólíkum stéttum er mikilvægur hlekk- ur þjónustunnar. Á vefnum heilsuvera.is má lesa um ýmsar leiðir til að bæta andlega líðan. Morgunblaðið/Hari Mannlíf Hreyfing er mikilvæg fyrir geðheilsu og sálina, en jafnframt áminn- ing til fólks um að halda alltaf áfram þó að stöku sinnum komi mótbyr. Geðheilsa og heilbrigðisþjónustan Heilsuráð Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geðhjúkr- unarfræðingur MS og teymisstjóri geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðsisins – austurhluta. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Að fólk lofi sjálfu sér og öðrum að gera einfaldar breytingar á lífsstíl sínum heilsunni til heilla er áherslu- mál á alþjóðlega hjartadeginum, 29. september næstkomandi. Alþjóða- hjartasambandið (World Heart Feder- ation) hvetur aðildarfélög sín um all- an heim til að halda upp á hjarta- daginn og á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda upp á daginn. Á föstudaginn 27. september kl. 18 hefst hjartadagsgangan í Elliðaárdal. Lagt verður af stað frá brúnni sem er á milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvarinnar. Genginn verður hringur sem er rétt um 4 km. Á laugardag, 28. september, kl. 10 verður hjartadagshlaupið svo ræst á Kópavogsvelli. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir um Kársnesið. Þátt- taka er ókeypis svo og í sund í Kópa- vogi eftir hlaup. Í tilkynningu frá Hjartaheillum er minnt á mikilvægi hreyfingar og skynsamlegrar næringar fyrir hjarta- heilsu. Hreyfing þurfi ekki að vera bundin við íþróttir eða líkamsrækt og getur verið margs konar, eins og við heimilisstörf, garðvinnu eða einfald- lega að fara út og leika við börnin. Mikilvægt sé að setja raunhæf mark- mið og þrekið komi smám saman. Hjartadagur 29. september Morgunblaðið/Golli Gleði Látum hjartað ráða förinni. Heilsu til heilla Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunar, býður til opins kynningarfundar föstudaginn 27. september næstkomandi þar sem kynntar verða niðurstöður tveggja verk- efna; Framtíðarsýn og leiðar- ljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála. Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Jafnvægisásinn myndar ásamt Framtíðarsýn og leiðarljósi ný stjórntæki í ferða- málum sem hugsuð eru sem undirstaða og afmörkun fyrir aðgerðabundna stefnumótun- arvinnu sem er framundan. Dagskrá: 13:00 – 13:20 Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 13:20 – 14:15 Jafnvægisás ferðamála – EFLA Verkfræðistofa Þjóðhagslegar stærðir Innviðir – vegir, flugvellir og hafnir Veitur og úrgangsmál 14:15 – 14:30 Kaffihlé 14:30 – 15:30 Jafnvægisás ferðamála frh. Umhverfi Náttúrustaðir og loftslagsmál Samfélagsáhrif, stoðþjónusta, lögregla, heilsugæsla, húsnæðismál Sýnishorn af nýju Stjórnborði Jafnvægisáss ferðamála 15:30 – 16:00 Pallborðsumræður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins Fundarstjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13.00 til 16.00 Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar á www.anr.is Fundinum verður streymt. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.