Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Buxur frá
NÝ SENDING
mikið úrval
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
PIPISTRELLO
Borðlampi
Verð frá 199.000,-
Fólk sem stundar
verslun og viðskipti á
Íslandi kveinkar sér
stundum undan ís-
lensku krónunni og
kennir henni jafnvel
um þegar illa gengur.
Eins hefur ekki verið
skortur á þeim sem
tala krónuna hreint og
beint niður. Enn
stærri er sá hópur sem
dásamar evruna og vill
helst taka hana upp einhliða hér á
Íslandi, eflaust í þeirri von að slík
aðgerð liðki til fyrir inngöngu Ís-
lands inn í Evrópusambandið. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft er þó ekk-
ert athugavert við krónuna en hún
er í reynd sniðugt hagstjórnartæki
og veldur sá er á heldur. Að þessu
sögðu langar mig því að varpa fram
hugmyndum um hvernig hægt væri
að bæta peningastefnu þjóðarinnar
með krónuna að vopni.
Lítið hagkerfi
Það hefur sýnt sig að sjálfstæð
peningastefna í litlu hagkerfi eins
og á Íslandi leiðir oft af sér vanda-
mál við hagstjórn án þess í raun að
leysa nokkur vandamál. Þegar horft
er yfir söguna sjáum við að mesti
stöðugleiki íslensku krónunnar var
á tíunda áratugnum þegar Seðla-
bankinn fylgdi fastgengisstefnu. Í
kjölfarið á henni var ákveðið að
setja krónuna á flot og gekk það
ágætlega fyrstu tvö árin. Á þessum
tíma, 2001-2003, tókst Seðlabank-
anum að standa við verðbólgumark-
miðin sín og halda verðbólgunni í
um 2,5% svo krónan þjónaði hér
hlutverki sínu ágætlega.
Miklar sveiflur
Þegar tekin var svo ákvörðun um
að einkavæða bankana þá fóru af
stað miklar sveiflur sem reyndist
Seðlabankanum erfitt að ráða við.
Mikil útlánaþensla hófst í banka-
kerfinu sem jókst til muna árið 2004
með breytingum á húsæðislána-
markaðnum og jafnframt myndaðist
aukinn þrýstingur á verðlag. Þar
sem fyrirtæki og einstaklingar gátu
á þessum tíma fengið lán í erlendri
mynt fuku allar hefð-
bundnar peninga-
markaðsaðgerðir
Seðlabankans út í veð-
ur og vind og hann
þurfti að finna nýjar
leiðir til að sporna við
þessari öfgakenndu
verðlagsþróun sem
fyrirséð var að hefði
bein áhrif á verðbólg-
una. Þar sem Seðla-
bankinn gat ekki haft
áhrif á verðtrygging-
una með vaxtahækk-
unum þá greip hann til
þess ráðs að halda niðri innflutn-
ingsverðlagi og verðbólgu með því
að setja allt púður í að halda krón-
unni eins sterkri og unnt var. Þetta
gerði bankinn m.a. með því að laða
að erlenda fjárfesta með svoköll-
uðum jöklabréfaviðskipti og tókst
með þessu móti að sporna við þeim
sveiflum sem annars hefðu orðið á
þessum tíma.
Verðbólgan er óvinurinn
Verðbólgan á Íslandi veldur því
að verðstöðugleiki er mjög lítill og
getur það reynst íbúum landsins
mjög erfitt að búa við slíkar að-
stæður, sérstaklega þegar um ræðir
stórar fjárfestingar eins og húsnæð-
iskaup. Ástæðan fyrir því að verð-
bólgan reynist svo erfið viðureignar
er að hún er innbyggð í fjár-
málakerfið og bæði íslensku bank-
arnir sem og fjármagnseigendur
eins og lífeyrissjóðir hafa hagsmuni
af því að halda henni frekar hærri
en lægri. Af verðbólgu og geng-
isflökti geta stafað mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir samfélagið svo sem
atvinnuleysi og rýrnun kaupmáttar.
Það er því nauðsynlegt fyrir Ísland
og Íslendinga að fá úr því leyst
hvernig eigi að breyta fjármálakerf-
inu svo sveiflurnar verði minni.
Gengi fest við bandaríkjadollar
Lykilatriðin í að því að leysa þessi
vandamál eru tvö. Fyrir það fyrsta
vil ég tengja krónuna við banda-
ríkjadollar því dollarinn er sá gjald-
miðill sem er notaður í 90% allra
heimsviðskipta. Auk þess skulda ís-
lensk stórfyrirtæki mest í dollurum
sem og gera upp í honum. Yfir 40%
af heildarútflutningi á Íslandi notast
við gjaldmiðilinn og erlendar skuld-
ir ríkisins eru töluverðar í honum.
Að lokum má nefna að öll hrávara,
s.s. olía, bensín, bauxite, gull, silfur,
korn o.s.frv. er flutt inn í dollurum.
Það er því ekkert nýnæmi fyrir við-
skiptaheiminn að vera bundinn við
þennan gjaldmiðil og mynd það
frekar liðka til en skemma fyrir.
Samningur nauðsynlegur
Gengisfesting við bandaríkjadoll-
ar hefur nú þegar gefist mjög vel
hjá yfir 20 þjóðríkjum og er vara-
gjaldeyrisforði flestra ríkja heims-
ins geymdur í honum. Slík geng-
isfesting er þjóðhagslega hagkvæm
og auðveldar áætlanagerð og upp-
gjör fyrirtækja. Ef gengisfesting
við bandaríkjadollar á hins vegar að
geta orðið að veruleika þá þurfum
við nauðsynlega að gera fríverslun-
arsamning við Bandaríkin og gjald-
miðlaskiptasamninga við Seðla-
banka Bandaríkjanna. Seðlabanki
Bandaríkjanna yrði þá okkar seðla-
banki til þrautavara, okkar öryggis-
ventill.
Verðtryggingin burt
Seinna lykilatriðið í þessari
breytingu á fjármálakerfinu er af-
nám verðtryggingarinnar eins og
við þekkjum hana og allra þeirra
verðbólguviðmiða sem fjár-
málakerfið okkar er nú beintengt
við. Með þessu móti hættum við að
slást við verðbólgu og förum að hafa
mun betri stjórn á hagkerfinu. Með
fasttengingu við bandaríkjadollar
gætum við jafnvel haft saman
vaxtastig og í Bandaríkjunum. Við
yrðum því mun betur stödd hvað
sveiflur varðar og vexti og Íslend-
ingar fengju loks fjármálakerfi sem
er auðskiljanlegt og miklu betra að
eiga við.
Peningarnir og þjóðin
Eftir Guðmund F.
Jónsson »Með þessu móti
hættum við að slást
við verðbólgu og förum
að hafa mun betri stjórn
á hagkerfinu.
Guðmundur F.
Jónsson
Höfundur er viðskipta-
og hagfræðingur.
gundi.jonsson@gmail.com
Á dögunum skrifaði
alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins í NV
kjördæmi, Haraldur
Benediktsson í blaðið
skilgóða og ágæta
grein um orkumál,
enda þekkir hann
manna best til málefna
landsbyggðarinnar og
þó einkum bænda. Það
var eins og með þessu
væri alþingismaðurinn að reka af sér
og öðrum sjálfstæðismönnum slyðru-
orðin eftir allt málþófið sem þriðji
orkupakkinn leiddi af sér. Ekki verða
þessi skrif hans öðruvísi skilin en svo
að nú sé upp runninn sá tími, að ekki
verði undan því vikist að selja öllum
landsmönnum orku á sama verði hvar
sem þeir búa. Reyndar nefndi hann,
sér og öðrum þingmönnum flokksins
til friðþægingar, að það hefðu verið
greiddar úr ríkissjóði verulega hærri
upphæðir á síðustu árum til að greiða
niður orkuverð úti á landi. Þessi af-
staða minnir óneitanlega svolítið á
fyrrum bónda á Rein, Jón Hregg-
viðsson, sem sagði um yfirvöldin að
gefnu tilefni „Vont er ykkar ranglæti
en verra er ykkar réttlæti.“ Hér dug-
ar ekkert sjóðakerfi, millifærslur og
sporslur hér og þar, heldur á að binda
það í lög að eitt skuli yfir alla ganga,
enda er það eina færa leiðin til þess að
tryggja jafnvægi í byggð landsins.
Sigurður Ágústsson, alþingismaður
Snæfellinga 1949-1959 og Vesturlands
1959-1967, var mikill athafnamaður og
í senn næmur á hagi samborgara
sinna, enda fylgið traust og sagði Guð-
mundur jaki um þau undur að það
stappaði nærri að vera óguðlegt.
Sigurður flutti svohljóðandi tillögu
til þingsályktunar árið 1951 um jöfn-
unarverð á olíum og bensíni.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að hlutast til um að útsöluverð á
gasolíu og brennsluolíu verði ákveðið
hið sama á öllum stöðum
á landinu, þar sem olíu-
flutningaskip, sem ann-
ast flutninga á milli
hafna, geta losað á
birgðageyma olíufélaga
og olíusamlaga. Einnig
að útsöluverð á bensíni
verði hið sama um allt
land, þar sem það er selt
frá bensíndælum.
Sigurður kveður hér
skýrt að og enginn
mélkisubragur á þess-
um málatilbúnaði, enda er hann full-
viss um að mikill hluti þjóðarinnar
telji um réttlætismál að ræða og var
það rétt metið því Sigurður naut mik-
illa vinsælda fyrir.
Annar dugandismaður í Stykkis-
hólmi á Alþingi, Sturla Böðvarsson,
undirritaði í sinni ráðherratíð samn-
ing árið 2005 við Póst- og fjarskipta-
stofnun, sem tryggði jöfn fjarskipti
fyrir alla landsmenn. Um var að ræða
miklar kjarabætur fyrir alla, þótt
mest hafi þessi gjörningur komið
landsbyggðinni til góða.
Allt er þegar þrennt er og eru þau
Haraldur Benediktsson og Þórdís
Kolbrún ráðherra í góðum færum til
þess að feta í spor forvera sinna og
fara fyrir öðrum til þess að hrinda í
framkvæmd þessum nauðsynjum,
sem hér hafa verið gerð að umtals-
efni. Til þess hafa þau alla burði og
heiti ég á þau að láta muna um sig á
hinu háa Alþingi.
Allt er þegar
þrennt er
Eftir Árna M.
Emilsson
Árni M. Emilsson
»Hér dugar ekkert
sjóðakerfi, milli-
færslur og sporslur hér
og þar, heldur á að
binda það í lög að eitt
skuli yfir alla ganga.
Höfundur er fyrrverandi
sveitarstjóri í Grundarfirði.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningar-
ferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá
inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda grein-
ar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.