Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 60 ára Jóna Kristín er Fáskrúðsfirðingur, er búsett þar og er Cand. theol. frá Háskóla Ís- lands. Hún er sóknar- prestur Austfjarða- prestakalls, en fimm prestaköll eru runnin saman í eitt prestakall á Austfjörðum. Dætur: Sigríður, f. 1981, Berta Dröfn, f. 1984, Selma Rut, f. 1998, og tvíburarnir Marín Ösp og Bríet Irma, f. 2000, allar Ómarsdætur. Barnabörnin eru Rakel Sif, Ómar Andri, Stormur Logi og Óskar Snær, börn Sigríðar. Foreldrar: Þorvaldur Jónsson, f. 1908, d. 1995, afgreiðslumaður Eimskips og Ríkis- skipa, og Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 1923, d. 2005, afgreiðslukona og hús- móðir. Þau voru síðast búsett í Reykjavík. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Himintunglin gefa í skyn að ást og peningar séu innan seilingar. Gerðu áætlanir og byrjaðu að safna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að leggja höfuðið í bleytið og finna fleiri fjáröflunarleiðir. Leggðu þitt af mörkum til góðgerðar- starfsemi, stofnana eða fólks sem er hjálpar þurfi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gamall vinur hefur samband og það mun gleðja þig að sjá hversu samband ykkar er ennþá sterkt. Makinn kemur á óvart. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsynleg þessa dagana. Trúnaðarmál þarf að geyma á öruggum stað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gullið tækifæri gæti beðið þín sem þú mátt ekki láta renna þér úr greipum. Þú eignast nýjan trúnaðarvin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugarró og jafnvægi er það sem þú þráir og munt ná ef þú æfir þig. Skelltu þér á dansnámskeið því þú hefur alltaf haft gaman af því að dansa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að taka sem minnsta áhættu í dag. Treystu hugmyndum þín- um því þú ert í raun snillingur í fjár- málum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst þú geta sigrað allan heiminn og það er sjálfsagt að halda í þá tilfinningu. Þú hefur allt til að bera til að slá í gegn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það hefur ekkert upp á sig að fresta málum sem verður að vinna. Einhver reynir að ganga í augun á þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn í dag hentar vel til að rækta kroppinn. Göngutúr eða sundsprettur er málið. Það er glatt á hjalla heima hjá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þiggðu heimboð og spjall- aðu við vini. Þér finnst þú vera að kafna í vinnu, forgangsraðaðu og taktu frá tíma í einhverju á hverjum degi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur virkað þreytandi að hlusta stöðugt á kvartanir annarra. Best er að umgangast fólk sem er bjartsýnt og glatt. í tvö kjörtímabil. Hún sat í bæjarráði, var forseti bæjarstjórnar og formað- ur skipulagsnefndar í 8 ár. Var auk þess í ýmsum nefndum á vegum Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Hún var formaður stjórnar Námsgagnastofnunar í 4 ár og starf- aði í fjölmörgum nefndum á vegum menntamálaráðuneytis sem vörðuðu m.a. námsefni grunnskóla, var í ytri matshóp um mat á kennaramenntun á Íslandi og í kjaranefnd félags skóla- stjóra og yfirkennara. Í janúar 1999 var Sigrún sæmd riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að málefnum grunnskóla. Þegar Guðjón var skipaður fram- kvæmdastjóri við WHO, Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina í Kaupmanna- höfn sagði hún draumastarfinu lausu og flutti út eftir 8 ára langa fjarbúð þeirra hjóna. Kaupmannahafnarárin urðu fimm. Hún var skipuð af forseta Alþingis í stjórn Jónshúss sem hún gegndi í 10 ár. Hún söng með íslenska kvennakórnum og tók að sér leiðsögn fyrir íslenska ferðamenn um mið- borgina og söguslóðir Íslendinga. „Eftir heimkomuna hélt ég áfram að vera leiðsögumaður um okkar fornu höfuðborg, tók sæti í stjórn Fjölbrautaskóla Garðabæjar, hóf að læra golf og varð virkur meðlimur í Rótarýklúbbi Garðabæjar. En lífið tók kúvendingu þegar eiginmaður sér móðurmálskennslu íslenskra barna, kenndi Svíum ensku í náms- flokkum og lærði ensku við Stokk- hólmsháskóla til BA-prófs. Þá kynnt- ist hún vel fyrirmyndar sænsku skólakerfi, einsettum grunnskólum, með lengri og samfelldum skóladegi. Hún skrifaði margar greinar um upp- eldis- og skólamál sem birtust í Morgunblaðinu og varð síðar frétta- ritari blaðsins þegar Svíar greiddu atkvæði um framtíð kjarnorkuver- anna og notkun kjarnorkunnar. Fjölskyldan flutti aftur heim 1980 og þá lauk Sigrún BA-prófgráðunni með sænskunámi við HÍ og tók við starfi námsstjóra á Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Haustið 1984 varð hún skólastjóri við Flataskóla í Garðabæ, sem þá var fjölmennur skóli með á sjötta hundrað nem- endum. „Þá þótti það tíðindum sæta að kona væri skipuð í slíkt starf.“ Sigrún hefur alltaf verið mjög virk í félagsmálum og tekið að sér marg- vísleg verkefni. Hún er mikil jafnrétt- iskona, var í ritstjórn 19. júní ársrits KRFÍ, Kvenréttindafélags Íslands og í námskeiðsnefnd. „Mér fannst óá- sættanlegt hve mikið áhuga- og vilja- leysi ríkti varðandi aðstæður kvenna og barna.“ Hún var og er virk í mál- efnum Garðabæjar. Tók sæti á lista sjálfstæðismanna 1984 og var fyrst varabæjarfulltrúi síðan í bæjarstjórn S igrún Gísladóttir er fædd 26. september 1944 í Reykjavík. Fjölskylda hennar bjó fyrst í Hafnar- firði en 1954 fluttu þau í Garðahrepp. Hún gekk í grunnskóla í Hafnarfirði en þá var enginn skóli í hreppnum, lauk stúdentsprófi frá MR 1964 og kennaraprófi ári síðar frá Kennaraskólanum. Sigrún byrjaði ung í ballettnámi í Hafnarfirði og fór síðan í Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins. Hún var dansari í sýningarflokki leikhússins og tók þátt í fjölmörgum sýningum til tvítugs. „Á yngri árum naut ég þess á sumrin að fara í sveit móður minnar, sem var ein 16 systkina í Byggðar- horni í Flóa. Naut heyskaparvinnu, í hópi glaðværra frændsystkina. Þá var ósjaldan sungið og dansað, eftir kvöldhressingu í rúmgóðu eldhúsinu, undir nikkuspili Lóu bústýru.“ Sig- rún var barnfóstra í sveit 11 og 12 ára gömul, í Hraungerðishreppi og á Borgarfirði eystra og vann síðar einn- ig í frystihúsi. Fjórtán ára fékk hún að dvelja sumarlangt, með hálf- danskri frænku sinni, á bóndabæ í Vejle á Jótlandi. Á leiðinni heim fékk ég að gista nokkra daga í Kaup- mannahöfn hjá föðurbróður mínum, prófessor Jóni Helgasyni, forstöðu- manni Árnasafns. Ég var au pair bæði í Englandi og Þýskalandi á menntaskólaárunum, og er enn þann dag í dag í sambandi við það góða fólk.“ Sigrún var flugfreyja hjá Loftleið- um einn vetur og sex sumur. Hún hóf kennslu við Öldutúnsskóla í Hfj. 1966 samhliða fluginu á sumrin. „Árið 1966 giftist ég æskuástinni úr MR, lækna- nemanum Guðjóni Magnússyni. Þetta var fyrir tilkomu námslána og því má segja að hann hafi verið nokk- uð „vel giftur“. Héraðsskylda ungra lækna var enn við lýði og bjó fjölskyldan eitt ár á Sauðárkróki 1973-74. Það að búa á landsbyggðinni var okkur dýrmæt reynsla. Þaðan lá leiðin til Edinborg- ar, þar vorum við í eitt ár, þar sem Guðjón fékk British Council-styrk til náms í Public Health.“ Eftir það var flutt til Stokkhólms í áframhaldandi nám sem tók 5 ár. Þar tók Sigrún að minn varð bráðkvaddur haustið 2009.“ Sigrún gaf út ferðahandbókina „Kaupmannahöfn í máli og myndum“ og hefur nú tekið að sér leiðsögn um borgina í samtals 15 ár. Hún hefur eignast kæran vin og ferðafélaga sem einnig hefur misst sinn maka, Júlíus Sæberg Ólafsson, fyrrv. forstjóra Ríkiskaupa, en þau voru samnem- endur í MR. „Það hefur verið gæfa okkar beggja og áhugamálin eru þau sömu – tónlist, leikhús, ferðalög og golf – og ekki sakar að við eigum og þekkjum vel flesta vini hvort annars. Á þessu æviskeiði gefst meiri tími til að sinna fjölskyldu og vinum og njóta alls þess sem landið okkar og ís- lenskt samfélag hefur upp á að bjóða. Eftir því sem ég hef séð meira af um- heiminum sannfærist ég betur um hvað við erum lánsöm hér heima. Menntun- og uppeldismál eru ennþá mín hjartans mál. Við þurfum að kappkosta að mennta börnin fyrir áskoranir og síbreytileika framtíðar- innar og efla með þeim frá unga aldri sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og ábyrgð á eigin námi. Það vill gleymast í umræðunni varðandi menntun upprennandi kyn- slóða að það erum við foreldrarnir sem berum mesta ábyrgð á velferð barnanna. Við getum ekki lagt alla ábyrgð á samfélagið og stofnanir þess en með því að vinna saman getum við gert kraftaverk.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar var dr. Guð- jón Magnússon, f. 4.8. 1944, d. 4.10. 2009, læknir og sérfræðingur í lýð- heilsu og embættislækningum. Var Sigrún Gísladóttir, fyrrverandi skólastjóri – 75 ára Með sonum og tengdadætrum Frá vinstri: Lára, Halldór Fannar, Sigríður Sól, Sigrún, Heiðar, Arnar Þór og Áslaug árið 2016. Við foreldrar berum mesta ábyrgð Hjónin Sigrún og Guðjón. Jón Karlsson, Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn, verður sjötug- ur hinn 2. október 2019. Af því tilefni ætlar hann að hafa opið hús í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn sunnudaginn 29. september frá kl. 13.30- 17.00 og tekur þar á móti gestum. Vonast hann til þess að sjá sem flesta vini sína og ættingja. Árnað heilla 70 ára 50 ára Baldur er Garðbæingur og er bú- settur þar. Hann er með BA-gráðu og meistaragráðu í sál- fræði og MBA-gráðu. Hann er mannauðs- stjóri Landsbankans. Maki: Kristín Bjargey Gunnarsdóttir, f. 1969, viðskiptafræðingur, með meistara- gráðu, og er sérfræðingur í reiknings- haldi. Börn: Birgir Rafn, f. 1992, Daníel Andri, f. 1995, og Birta Líf, f. 1998. Systkini: Stefán Jónsson, f. 1972, og Nanna Jónsdóttir, f. 1974. Foreldrar: Jón Birgir Baldursson, f. 1946, tannlæknir, og Þórunn Stefánsdóttir, f. 1950, kennari. Þau eru búsett í Garðabæ. Baldur Gísli Jónsson Til hamingju með daginn Gildir út september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.