Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 ✝ Auðbjörg HlínPálsdóttir fæddist á Enni í Unadal 17. janúar 1950. Hún lést á heimili sínu 14. september 2019. Hún var dóttir hjónanna Svan- hvítar Jóhannes- dóttur frá Ós- brekkukoti, Ólafs- firði, f. 8. júní 1910, d. 10. júlí 2001, og Páls Þorleifssonar frá Hrauni á Höfðaströnd, f. 16. október 1903, d. 17. maí 1979. Systkini Auðbjargar eru Hugljúf, f. 1934, gift Óttari Skjóldal, þau eiga eina dóttur, Jóhannes, f. 1939, d. 2005, kvæntur Sig- fríði Vigfúsdóttur og eiga þau 26. apríl 1973, búsett á Sauð- árkróki. Börn þeirra eru Thelma Rut, f. 1. maí 1994, Þröstur, f. 31. ágúst 1995, sambýliskona Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir, f. 23. janúar 1998, Viktor, f. 27. febrúar 2003. b) Hlynur Freyr, f. 30. ágúst 1982. Auðbjörg var búsett í Enni í Unadal til ársins 1972 er þau Árni fluttu til Sauðárkróks og byrjuðu sinn búskap. Árið 1978 fluttu þau á Hof á Höfð- aströnd og bjuggu þar í eitt ár en fluttu svo aftur á Krókinn og bjuggu lengst af á Kamba- stíg 6. Auðbjörg vann fyrstu árin í fiski og á sláturhúsinu. Árið 1984 hóf hún störf hjá sveitarfélaginu, fyrst í heim- ilisþjónustu og síðar hjá fé- lagsþjónustunni allt þar til hún lét af störfum í september 2011. Útför Auðbjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 26. september 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. þrjú börn, Þráinn, f. 1940, d. 2008, kvæntur Auði Að- alsteinsdóttur og eiga þau eina dótt- ur saman og á hún þrjú börn, Ingi, f. 1944, kvæntur Brynju Erlends- dóttur og eiga þau þrjú börn. Auðbjörg giftist hinn 25. desember 1971 Árna Indriðasyni frá Skeiðsfossi í Fljótum, f. 25. júlí 1950, syni hjónanna Sig- urjóns Indriða Guðjónssonar, d. 1983, og Þóru Árnadóttur, d. 1958. Synir Auðbjargar og Árna eru a) Kári Heiðar, f. 4. september 1971, kvæntur Mar- gréti Guðrúnu Helgadóttur, f. Það er einkennileg tilfinning að geta ekki farið á Kambastíg- inn eftir vinnu, sest í hornið í litla eldhúsinu með kaffiglas og rætt líðandi og komandi stundir við mömmu. Alveg frá því að ég man fyrst eftir mér hefur hún verið stór partur af mínu daglega lífi og eftir að ég eignaðist fjölskyldu hefur hún stutt og hjálpað á þann veg sem hún gat. Það eru forréttindi að hafa al- ist upp með manneskju sem var jafn annt um lífið og henni var, minnti stöðugt á að fara vel með allt lifandi og koma fram af virð- ingu og vinsemd við menn og málleysingja. Með dýrunum sín- um var hún á heimavelli, það sáu allir sem sjá vildu hvernig hún hugsaði um kindurnar sínar og aðra ferfætlinga í sinni eigu og annarra. Henni á ég að þakka að vera alæta á tónlist og það var einstak- lega róandi að koma „heim“ og setjast í spjall og þægilega tónlist sem var alltaf á hjá henni þegar hún var að dunda í eldhúsinu. Harmonikkudanstónlist var hennar uppáhald og ég var ekki gamall þegar mér voru kennd helstu danssporin og hún var dugleg að reyna að fá unglinginn með sér á gömludansaböllin sem þau hjónin sóttu svo oft. Hún var dugleg að tala um dauðann og hennar andlegu teng- ingar við hann. Þeir voru ófáir miðilsfundirnir sem hún fór á til að viðhalda því sem hún fann og upplifði í veruleikanum með fólki sem henni þótti vænt um. Hún kenndi okkur snemma að virða dauðann til jafns við lífið og þeg- ar maður hugsar til baka var þetta sennilega hennar besta leið að kveðja þetta líf og færa sig yfir til þeirra sem voru henni svo kærir. Það má segja að hún hafi verið einstök þegar kom að því að hugsa um og hlúa að fólki og hún var ljósið í myrkrinu fyrir ansi marga. Þau eru ófá heimilin sem hún heimsótti eða bara hringdi í til að athuga hvernig fólk hefði það. Oft laumaði hún lambalæri eða einhverju að þeim sem henni fannst ekki hafa mikið milli hand- anna. Vinir hennar voru alltaf skammt undan og iðulega var glatt á hjalla í litla eldhúsinu þeg- ar fólk leit inn í kaffi og smurt. Þar voru málin rædd á hreinni ís- lensku og efalaust eru fleiri en ég sem eiga eftir að sakna þessara ómetanlegu stunda með henni. Í dag er ég þakklátur fyrir að börnin mín fengu að kynnast ör- læti hennar og umhyggju. Það voru dýrmætar stundir á Kamba- stígnum í hádeginu þar sem drengirnir mínir mættu nánast daglega, þar beið hún með eitt- hvað að borða og alltaf var til engjaþykkni og ís til að fá sér í eftirmat. Við fjölskyldan kveðjum ein- staka manneskju hana Aubbu. Eiginkonu, mömmu, ömmu og tengdamömmu, við þökkum fyrir hverja stund sem okkur var gefin með henni, nú fer hún að huga að fé sínu á öðrum stað með honum Þráni bróður sínum sem hún saknaði hvern dag, og sjálfsagt eru margir sem hún þarf að spyrja frétta þegar í ljósið kem- ur. Takk fyrir allt og allt, fyrir hönd fjölskyldunnar, Kári Heiðar og fjölskylda. Ánægjuleg kynni okkar Auð- bjargar hófust fyrir nærri hálfri öld þegar við fórum að vinna saman í sláturhúsi KS á Sauðár- króki en þar unnum við saman mörg haust. Mikið var gert að gamni sínu og ýmislegt gert sem gaman var að rifja upp og voru þessar minningar oft á tíðum efniviður langra og skemmtilegra símtala okkar nú á seinni árum. Á þessum tímum voru oft dansleikir hjá dansklúbbnum Hvelli og sláturhússlútt og vor- um við tvær duglegar að stunda þær skemmtanir. Eftir síðustu aldamót hélt fjörið áfram, nú á harmonikkuhátíðum sem haldnar voru víða um land. Þau hjónin, Auðbjörg og Árni, voru alltaf dugleg að bjóða mér með í þær ferðir. Það fannst mér ómetan- legt og mikið var nú alltaf gaman í þessum húsbílaferðum okkar. Ekki var bara dansað heldur líka gripið í spil, spjallað og auðvitað mikið hlegið. Hún Auðbjörg mín var mikill dýravinur og átti fáa sér líka í þeim efnum. Hún átti alltaf nokkrar kindur sem ekki fóru varhluta af hennar gæðum, enda áttu þær hug hennar eins og öll önnur dýr. Elsku Auðbjörg mín, nú skilur leiðir að sinni. Ég þakka þér fyrir ómetanlega vináttu og óska þér alls góðs í sumarlandinu góða. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér af þínum nánustu og öllum fallegu dýrunum þínum. Elsku Árni og fjölskylda, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning þín, kæra vinkona. Valdís Gissurardóttir. Auðbjörg var ein af okkur í morgunsundshópnum í sundlaug Sauðárkróks. Við hittum hana nánast á hverjum morgni. Það sem einkennir sundhóp eins og okkar er að með tímanum mynd- ast góður vinskapur innan hóps- ins og ákveðin samkennd sem erfitt er að lýsa með orðum. Þegar Auðbjörg hafði synt sinn skammt fór hún með okkur í heita pottinn, tók þátt í um- ræðum og gerði að gamni sínu. Henni sveið óréttlæti heimsins og var góður málsvari þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu. Af og til gerum við okkur dagamun í heita pottinum og komum með kræsingar og leggj- um í púkk. Fyrir nokkrum árum lagði hún á borðið heimabakað soðbrauð með hangikjöti og það varð ekki aftur snúið. Soðbrauðið var svo ljúffengt að eftir það tóku sundfélagar ekki annað í mál en að fá soðbrauðið góða. Uppi á Nöfum átti hún sér annan heim þar sem persónur og leikendur voru, auk hennar sjálfrar, ærnar og lömbin. Hún var vakin og sofin yfir fjárhópn- um sínum og skipti þá engu máli hvort það var vetur eða vor eða hvort heilsan væri að stríða henni. Þegar hún var heimsótt í fjárhúsið sitt var hún í essinu sínu og alltaf eitthvað að stússast, ýmist með lömb í fanginu eða pela, sem hún gaf bæði lömbum og ám. Þrátt fyrir að ærnar og lömbin væru komin á fjall var hugur hennar enn hjá þeim. Í sumar sást hún oftar en einu sinni fyrir utan Krókinn, horf- andi yfir Gönguskarðsána í áttina að Molduxa. Forvitnir félagar spurðu hana þá hvað hún væri að gera svona utan vegar. Hún var þá bara að athuga hvort hún sæi til kindanna sinna. Vikuna áður en Auðbjörg lést var ekkert vatn í sundlauginni vegna viðgerða og því ekki hægt að synda. Þessa daga áttum við sérstaklega góðar og skemmti- legar stundir með henni sem fylgdu okkur alla leið út úr húsi dag hvern. Undir lok vikunnar höfðum við orð á því hvað það væri búið að vera gaman hjá okk- ur og þá sérstaklega okkur kon- unum. Á sunnudag fengum við þær sorgarfréttir að hún væri látin og nú söknum við hennar sárt. Við sjáum hana fyrir okkur með húfu á höfði; í lopapeysu og með lamb í fanginu. Það leikur bros um varir hennar. Þannig viljum við minnast hennar. Við sendum fjölskyldu Auð- bjargar innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd sundvina Bryndís og Hrefna. Mig langar til að kveðja með fáeinum orðum og þakka þér vin- áttuna sem þú, kæra Auðbjörg, veittir mér. Þó að við værum ekki í kaffi hvor hjá annarri töluðum við saman yfir grindverkið á garðinum mínum hvern dag, þú varst nágranni minn til átján ára. Þar sem ég er einbúi fylgdist þú með mér og hringdir ef þú sást mig ekki á vappinu í of langan tíma að þér fannst til að vita hvort allt væri í lagi. Ég þakka þér það. Yndislegt var að sjá hvern morgun er þú opnaðir húsið og hleyptir inn kisunum, sem eiga bágt, kaldar og svangar, stund- um sjö á eftir þér inn í eldhús til að fá góðgæti og strokur. Við vor- um í þöglu sambandi um að fóðra villikisur, ég mun halda því áfram. En lífsviðhorfin og heim- urinn sem þú þekktir og sem ég þekki eru hverfandi. Ég mun minnast þín sem dugmikillar atorkukonu, sem var að brasa frá morgni til kvölds og þú fórst þína sjálfstæðu leið, sem er mikilvægt. Megi ljósið umvefja þig, ljúfust, þín verður saknað af mér og öll- um köttunum. Aðstandendum votta ég samúð mína. Stefanía Jónasdóttir, Sauðárkróki. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/ Gísli á Uppsölum) Hákon Aðalsteinsson sagði: „Sviplegt brotthvarf söknuð vek- ur sorg í hjarta mér.“ Það er vit- að að dauðinn bíður okkar allra, samt erum við ekki viðbúin slík- um fréttum. Við viljum þakka Auðbjörgu trygglyndið og artar- legheit hennar í okkar garð á liðnum áratugum. Hún var mikil húsmóðir og enn meiri matmóðir og nutum við þess, ásamt mörg- um öðrum. Hún færði okkur marga morgna nýsteikt brauð, lummur eða pönnukökur með morgunkaffinu. Hún var mikill skepnuvinur og mátti ekkert aumt sjá né af heyra, hvorki hjá mönnum né dýrum. Hún hafði sínar skoðanir og var ómyrk í máli ef svo bar undir. Það er við hæfi að vitna til Sigmundar bónda á Vestara- Hóli. Hann orti til sveitunga síns: „Þú hefur mörgum greiða gert góðvild sýnt í verki. mannorð þitt er meira vert en mikið minnismerki.“ Hafðu þökk fyrir góð kynni. Blessuð sé minning þín. Árna og fjölskyldunni vottum við samúð okkar. Missir þeirra er mikill. Guðrún, Guðmundur og börnin. Það er laugardagsmorgun, réttardagur. Í miðjum undirbún- ingi fyrir veitingasölu dagsins í réttarskúrnum kemur símtal sem setur daginn í allt annan farveg en lagt var upp með. Kvatt hefur þetta líf kona sem svo sannarlega gerði dagana litríkari og skemmtilegri og skilur eftir tómarúm sem seint verður fyllt. Fram streyma minningar af ógleymanlegum samverustund- um, bæði við undirbúning ýmissa viðburða, en líka stundir þar sem hlegið var þangað til við vorum hættar að sjá út fyrir tárum yfir vitleysunni í okkur sjálfum, eða öðrum, ef því er að skipta. Auðbjörg var svo sannarlega kona sem bar verk sín ekki á torg eða sóttist eftir viðurkenningu, en ef til hennar var leitað, lagði hún sig alla fram til að leggja sitt af mörkum. Ómælt magn af bakkelsi og þá helst steikta brauðið hennar sem átti engan sinn líka. Drifkraftur og vilja- styrkur einkenndi öll hennar verk og hún kom alltaf til dyr- anna eins og hún var klædd og lá ekki á skoðunum sínum. Það gat komið sér vel að fáir tala íslensku á erlendri grund þegar hún sá eitthvað sem henni leist ekki á á ferðum okkar. Þá átti hún til að segja nákvæmlega það sem henni fannst þannig að við hinar gátum ekki annað en litið undan, kímt og vonað að enginn nema við skild- um hvað hún var að segja. Ekki er hægt að minnast Auð- bjargar nema minnast á hversu dýravelferð var henni ofarlega í huga. Margar kisur hafa í gegn- um árin átt húsaskjól hjá henni og alltaf stóðu diskar með mat, bæði inni og úti. Iðulega skutust 2-3 kisur út þegar maður gekk inn, sem ekki áttu lögheimili á Kambastígnum. Kindurnar voru henni líka afar mikilvægar og stór hluti af hennar daglegu verkum. Það var henni mikill léttir að allt féð hennar kom af fjalli í fyrstu réttum nú í haust, en ekki var óvanalegt að það vantaði nokkrar sem þurfti að leita uppi í öðrum skilaréttum. Að lokum langar mig, fyrir hönd okkar sem voru með henni í kvenfélaginu Framför, að votta Árna, Kára, Hlyni og fjölskyldum þeirra innilega samúð, ykkar er missirinn mestur. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir. Mér finnst einhvern veginn ótímabært að minnast Auðbjarg- ar vinkonu minnar, eða Aubbu eins og hún var alltaf kölluð. En kallið er komið og við sem eftir erum ráðum engu þar um. Aubba var allt í senn vinkona, frænka og „skáamma“ barnanna minna. Allt frá 15 ára aldri var ég heima- gangur á Kambastígnum hjá Aubbu og Árna. Þar var heim- ilisblærinn afslappaður og nota- legur og menn og málleysingjar voru ávallt velkomnir. Eldhús- krókurinn er ekki stór í fermetr- um talið en einhvern veginn var alltaf pláss fyrir alla og margar góðar stundir átti maður þar við spjall yfir kaffibolla og bakkelsi. Það var jafnan stutt í góðlátlegt grín og hlátur enda var Aubba grallari í eðli sínu. Hjá Aubbu mátti enginn vera svangur. Hún lagði mikið upp úr matargerð og gerði t.d. besta soðbrauð sem ég hef smakkað. Hestar, kindur, kettir og aðrar skepnur þurftu líka að fá sitt fóður og það var enginn svikinn af því að vera í fóðri hjá Aubbu. Ég er ekki frá því að sumir kettirnir hafi sjálfir flutt á Kambastíginn enda óvíða boðið upp á annað eins atlæti og þar. Við Aubba vorum um tíma saman í hesthúsi og fannst henni ég á köflum halda of mikið í við hestana mína. Kannski nutu þeir líka stundum góðs af umhyggju hennar í þeim efnum. Umhyggja hennar fyrir öðrum var óþrjót- andi og oft kom hún við hjá mér þegar ég átti heima á Krók og var með eldri drengina mína litla. Hún kom jafnvel daglega, leit inn í stutta stund, athugaði hvort allt væri í lagi og hvort okkur vantaði aðstoð. Þó að tíminn liði og að- stæður breyttust héldum við áfram góðu sambandi þó ekki væri það eins reglulegt og áður. Við fjölskyldan minnumst Aubbu með hlýhug, þakklæti og söknuði. Elsku Árni, Kári, Hlyn- ur, Magga, Thelma, Þröstur, Viktor og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur á þessum erfiðu tímum. Minn- ingin um góða konu lifir um ókomna tíð. Ingibjörg Sigurðardóttir. Auðbjörg Hlín Pálsdóttir Þegar sá armi þrjótur, krabbi, hefur náð að læsa í þig sínum svörtu klóm þarf víst ekki að spyrja að leikslokum. Eftir áralanga harða baráttu og stundum grimma hafði hann betur og lagði þig að velli. Og eins og við sögðum gjarn- an: „Þegar allt er búið, þá er lít- ið eftir.“ Minningin er þó hérna enn, minningin um allar góðu stundirnar uppi í rjáfrinu okkar í Félagsbakaríinu við matar- stúss með rauðvínstár í kopp- um, kertaljós og tóna Eagles flögrandi um loftið. Minningarn- ar um mörgu kyrrlátu kvöldin sem við áttum á Main Street, þar sem fullur máninn skein svo glatt yfir honum Sankti Andrési Unnur Árnadóttir ✝ Unnur Árna-dóttir fæddist 24. maí 1956. Hún lést 26. ágúst 2019. Útför Unnar fór fram 3. september 2019. okkar, eða bara stuttu gönguferð- irnar út á höfðann okkar við Capelin Cove. Þó svo við höfum náð að heimsækja mörg af öllum þeim strætum og torgum sem voru á okkar ferðaáætlun verð ég nú einn að reyna að klára þann lista og skenkja þér kannske einn IPA í glas á góðum stað. Elsku Unnur mín, takk fyrir árin sem við áttum saman og fyrir að hafa verið bæði ást mín og vinur. Fölna blóm og falla flökti ljósið þitt. Þú áttir ást mína alla yndið mitt. Hólmi, Guðmundur Hólm. Elsku Unnur, þvílík guðsgjöf sem það var þegar þú komst inn í líf okkar systra þegar þið pabbi tókuð upp þráðinn árið 2006. Okkur varð fljótt ljóst að þarna var um einstaka konu að ræða. Pabbi gat ekki haldið aft- ur af brosinu og var sem ást- sjúkur unglingur. Samband ykkar þróaðist hratt og leið ekki á löngu þar til við systur hittum nýju kærustu pabba. Pabbi hafði dottið í lukkupottinn og tekið okkur með. Þvílík blessun sem það var að fá þig inn í líf okkar, með svo yndislega nærveru, fulla af kær- leika og hlýju. Á milli ykkar pabba ríkti al- veg einstök virðing, vinátta og ást. Þið genguð í takt og voruð góð hvort við annað, það var sem þið hefðuð alltaf gengið hlið við hlið. Þið pabbi hófuð fljótt sam- búð. Við hlógum oft að því að þið pabbi væruð yngstu innvið- irnir á heimilinu, sem helst mætti líkja við Árbæjarsafnið. Frá fyrsta degi tókstu okkur systrum opnum örmum og við upplifðum ávallt sameiginlegt heimili ykkar sem hlýjan sama- stað. Það var dásamlegt að eiga með þér gæðastundir, heyra þig segja frá og hlusta á ykkur pabba rifja upp gömlu góðu dagana á Þórshöfn og minning- ar frá ferðum ykkar um heim- inn. Okkar á milli ríkti alltaf virð- ing sem með tímanum þróaðist í ást til konu sem reyndist okkur mikill stuðningur og deildi með okkur bæði gleði og tárum. Þú varst svo mikið meira en bara konan hans pabba og amma barnanna okkar. Þú varst vin- kona og fyrirmynd. Fyrir börnin okkar varst þú aldrei annað en amma Unnur. Enda sinntir þú því hlutverki af einstakri alúð. Börnin okkar munu ávallt minnast ömmu sinnar með mikilli hlýju, elsku ömmu Unnar sem var alltaf í grænu, átti box fullt af tölum og sagði svo skemmtilega frá. Elsku Unnur. Frá hjartanu, takk fyrir allt sem þú varst og allt sem þú gafst. Þín verður sárt saknað og þér aldrei gleymt. Þú munt lifa áfram í þeim ótal minningum sem við varðveitum í hug okkar og hjarta. Hvíldu í friði elsku Unnur, elsku stjúpa. Hólmadætur, Alda, Brynja, Drífa og Edda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.