Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 65
Erum nánast orðlausir
„Við erum bara nánast orðlausir og
mér var virkilega brugðið. Við þurf-
um að kryfja hvað fór úrskeiðis. Leik-
ur liðsins var algjör „katastrofa“ og
það fór nánast allt úrskeiðis í leiknum
hjá okkur. Mér fannst að vísu varn-
arleikurinn á köflum allt í lagi en
sóknarleikurinn var hreint út sagt
hræðilegur og okkur var trekk í
trekk refsað með hraðaupphlaupum,“
sagði Arnar við Morgunblaðið eftir
leikinn.
Það er skammt stórra högga á milli
hjá íslenska liðinu því á sunnudaginn
tekur það á móti heims- og Evr-
ópumeisturum Frakka í öðrum leik
sínum í undankeppninni á Ásvöllum.
Sextíu mínútna martröð
Íslendinga í Osijek
Kvennalandsliðið tapaði fyrir Króötum í undankeppni EM með 21 marks mun
Morgunblaðið/Eggert
Markahæst Karen Knútsdóttir skoraði fimm af átta mörkum íslenska liðsins gegn Króötum.
EM 2020
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik var tekið í 60 mínútna
kennslustund þegar það mætti Kró-
ötum í fyrsta leik sínum í undan-
keppni Evrópumótsins í Osijek í Kró-
atíu í gær. Króatar fögnuðu 21 marks
sigri, 29:8, eftir að hafa verið 14:3 yfir
í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur
landsliðsins undir stjórn Arnars Pét-
urssonar og er ljóst að hann hefur
mikið verk að vinna.
Íslenska liðið lenti á vegg, en það
komst hvorki lönd né strönd áfram
gegn gríðarlegri sterkri 6:0 vörn Kró-
atanna og fyrir aftan hana voru
markverðir þeirra í góðum gír. Það
vantaði allt þor og kjark í leikmenn
Íslands í sóknarleiknum og það var
snemma ljóst í leiknum í hvað stefndi.
Króatarnir nýttu sér aragrúa sókn-
arfeila íslenska liðsins og skoruðu
hvert markið á fætur öðru úr hraða-
upphlaupum.
Karen eini marka-
skorarinn í 42 mínútur
Karen Knútsdóttir skoraði öll þrjú
mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik
og það var ekki fyrr en á 42. mínútu
sem einhver önnur en Karen skoraði
fyrir Ísland þegar Hildigunnur Ein-
arsdóttir kom boltanum framhjá
markverði Króatana af línunni. Kró-
atíska liðið jók muninn jafnt og þétt í
seinni hálfleik og slakaði aldrei á
klónni á meðan allt gekk á afturfót-
unum í leik íslenska liðsins. Arnar
Pétursson prófaði ýmsar uppstill-
ingar á liði sínu í leiknum en leikur
lærimeyja hans var í molum þótt
þokkalegir kaflar kæmu í varn-
arleiknum af og til. Króatarnir voru
sterkari á öllum sviðum og var
munurinn á líkamlegum styrk þeirra
og íslenska liðsins sláandi.
ÍÞRÓTTIR 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
HANDBOLTI
Undankeppni EM kvenna
6. riðill:
Króatía – Ísland...................................... 29:8
Frakkland – Tyrkland ......................... 38:17
7. riðill:
Pólland – Færeyjar .............................. 28:16
Ágúst Jóhannsson þjálfar Færeyjar.
Meistaradeild Evrópu
Kiel – Meshkov Brest .......................... 31:23
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 1
mark fyrir Kiel.
Dinamo Búkarest – GOG.................... 35:28
Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark
fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson
komst ekki á blað. Viktor Gísli Hallgríms-
son varði 6 skot.
Þýskaland
Stuttgart – Erlangen .......................... 30:26
Elvar Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir
Stuttgart.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Frakkland
París SG – Toulouse............................ 34:28
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk
fyrir PSG.
Danmörk
SönderjyskE – Aalborg ...................... 22:29
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó-
hannsson 2.
Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk
fyrir Aalborg. Ómar Ingi Magnússon lék
ekki vegna meiðsla. Arnór Atlason er að-
stoðarþjálfari liðsins.
Noregur
Bikarkeppnin. 16-liða úrslit:
St. Hallvard – Elverum....................... 28:36
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2
mörk fyrir Elverum.
Ungverjaland
Tatabánya – Pick Szeged................... 28:34
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki
með Pick Szeged vegna meiðsla.
Austurríki
Bregenz – West Wien.......................... 26:25
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 4
mörk fyrir West Wien.
Meistaradeild kvenna
32ja liða úrslit, seinni leikir:
Wolfsburg – Mitrovica .................. 5:0 (15:0)
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg og skoraði eitt mark.
BIIK Kazygurt – Anderlecht.......... 2:0 (3:1)
Lyon – Riazan ................................ 7:0 (16:0)
Fortuna Hjörring – Vllaznia .......... 2:0 (3:0)
Barcelona – Juventus...................... 2:1 (4:1)
Bayern München – Gautaborg....... 0:1 (2:2)
Twente – St. Pölten......................... 1:2 (5:4)
Slavia Prag – Hibernian ................. 5:1 (9:2)
Manchester City – Lugano ........... 4:0 (11:1)
Samanlagt í svigum, feitletruð lið áfram.
Osijek, undankeppni EM kvenna
2020, miðvikudag 25. september
2019.
Gangur leiksins: 3:1, 4:1, 7:2, 10:2,
12:2, 14:3, 16:5, 19:5, 20:6, 24:6,
27:7, 29:8.
Mörk Króatía: Nikolina Zadravec 6,
Katarina Jezic 6, Ana Debelic 5,
Paula Posavec 3, Dejana Milosavlj-
evic 2/1, Dora Lackovic 2, Valentina
Blazevic 1, Dora Krsnik 1, Korina Kar-
lovcan 1, Marina Glavan 1, Selena
Milosevic 1.
Króatía – Ísland 29:8
Varin skot: Ivana Kapitanovic 14, Tea
Pijevic 10/3.
Utan vallar: 0 mínútur
Mörk Ísland: Karen Knútsdóttir 5/3,
Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth
Albertsdóttir 1, Hildigunnur Ein-
arsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir
3, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 2.
Utan vallar: 8 mínútur
Dómarar: Andrzej Chrzan og Michal
Janas, Póllandi
Áhorfendur: 1.500
Síðari leikur Breiðabliks og Spörtu Prag í 32-liða úrslit-
um Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram á Stra-
hov-vellinum í Prag klukkan 16 í dag.
Breiðablik er með 3:2-forystu eftir fyrri leikinn, sem
fram fór á Kópavogsvellinum 11. september. Sparta
komst tvívegis yfir í leiknum en í bæði skiptin jafnaði
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir skoraði svo sigurmarkið tíu mínútum fyrir leiks-
lok, tveimur mínútum eftir að Berglind jafnaði í 2:2.
Sparta Prag er í öðru sæti tékknesku deildarinnar
með 12 stig eftir fimm leiki, en liðið tapaði fyrir grönn-
um sínum í Slaviu Prag fyrir fyrri leikinn gegn Breiða-
bliki. Sparta er ríkjandi meistari og tapaði aðeins einum leik á öllu síðasta
tímabili.
Breiðablik fór taplaust í gegnum Íslandsmótið en varð að sætta sig við
annað sæti á eftir Val, en liðin höfðu mikla yfirburði í sumar. Breiðablik
komst einnig í 32-liða úrslitin árið 2016 en varð að sætta sig við tap gegn
Rosengård frá Svíþjóð.
Breiðablik mætir Spörtu Prag
Berglind Björg
Þorvalsdóttir
Manchester United er komið áfram í 3. umferð enska
deildabikarsins í fótbolta eftir nauman sigur á Rochdale
úr C-deildinni á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálf-
leik kom Mason Greenwood United yfir á 68. mínútu.
Greenwood er 17 ára og áttu fáir von á að enn yngri
leikmaður myndi skora næsta mark. Það gerði hins veg-
ar hinn 16 ára gamli Luke Matheson er hann jafnaði fyr-
ir Rochdale á 76. mínútu og tryggði liðinu víta-
spyrnukeppni, þar sem United hafði að lokum betur.
Chelsea vann 7:1-risasigur á Grimsby úr D-deildinni á
Stamford Bridge. Michy Batshuayi skoraði tvö mörk fyr-
ir Chelsea. Liverpool vann öruggan 2:0-sigur á MK Dons
á útivelli. James Milner og hinn 17 ára gamli Ki-Jana Hoever skoruðu
mörkin.
West Ham fékk skell gegn Oxford úr C-deildinni, 4:0, en Aston Villa vann
3:1-sigur á Brighton í úrvalsdeildarslag.
United slapp með skrekkinn
Mason
Greenwood