Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er heldurólíklegt aðalmenning- ur viti út á hvað upphlaupið gagn- vart ríkislögreglu- stjóra gengur. Jafnvel þeir sem fylgjast betur með helstu fréttum en aðrir og fá borgað fyrir það sjá enga glóru. Það hefur ekkert komið fram í öllum þessum fréttum um að þessi embættis- maður hafi brotið af sér. Þeir sem hafa lotið agaviðurlögum af hans hendi neita því ekki að slík tilefni hafi verið fyrir hendi. Og fjarri er því að viðurlögin sýnist hafa verið úr takti við tilefnin. Einu efnisatriðin sem að öðru leyti hafa verið nefnd í um- ræðunni snúast um búninga og aldur og viðhald bifreiðaflota. Nú er það svo að ríkislög- reglustjóri, aðrir yfirmenn lög- reglumála og talsmenn lög- reglumanna hafa hvað eftir annað vakið athygli á því að niðurskurður á framlögum til öryggisgæslu borgaranna hafi gengið allt of langt og niður fyr- ir hættumörk. Upp á síðkastið hafa komið fram jákvæð ummæli frá fjár- veitingavaldinu sem jafna má til fyrirheita um að bætt verði úr í áföngum á næstu árum. Það er vissulega gott og blessað þótt taka hefði mátt fastar á en þetta um svo mikilvægan þátt. Hin fámenna hugrakka ís- lenska lögregla réði úrslitum í „búsáhaldabyltingu“ um að tryggja að múgurinn bryti ekki niður lýðræðislegar stofnanir þjóðarinnar. Sú hetjudáð lifir í minningunni en jafnframt framkoma nokkurra kjörinna fulltrúa á Alþingi sem lögðu fjandmönnum lýðræðisins lið gegn lögreglunni. Íslandi tókst á fyrstu vikun- um eftir áfallið að koma sínum málum í farveg sem aðrar þjóð- ir, sem lentu í samkynja ham- förum, fundu ekki eða gátu ekki nýtt vegna þess að þær höfðu afsalað sér lokaorðinu. Og í framhaldinu skipti mestu að íslenskar hetjur í lög- regluliðinu komu í veg fyrir að vel skipulögðum öflum með stuðningi fjársterkra manna sem höfðu sumir verið helstu leikendur í spilinu sem felldi fjárhags landsins, tækist að laska lýðveldið varanlega. Það er sérstaklega minnis- stætt og sárt að „öryggistækið RÚV“ ýtti undir sundurlyndi í landinu og hampaði æsingaröfl- unum. Sú stofnun hefur aldrei beðist afsökunar á fyrirlitlegri framgöngu. Athyglin beinist nú að for- mennsku í þingnefndum. Það var í góðum tilgangi gert að treysta stjórnar- andstöðu fyrir for- mennsku í nokkr- um þingnefndum þótt þingstyrk skorti. Rökin fyrir þessum breyting- um voru ekki endi- lega sterk. Áhrif kjósenda á þróun síns þjóðfélags minnka sífellt og minnkuðu enn örlítið við þessa tilgerð sem reynst hefur illa. Ráðherrar verða sífellt mátt- lausari í ráðuneytum „sínum“ og koma oftar en áður fram sem blaðafulltrúar þeirra en ekki eins og þeir sem alla ábyrgð bera. Embætti eins og það sem þó er kennt við þingið sjálft hefur breyst í að verða helsti tals- maður skrifræðis í landinu og fleira kemur til sem verður til að völd ráðherra minnka með degi hverjum. Og þar með minnka um leið þau óbeinu áhrif sem kjósandinn hefur með atkvæðum sínum. Laga- setningarvaldið er að auki flutt æ oftar úr landinu í fullkomnu heimildarleysi og nú síðast var stigið risaskref í þá átt þegar nafnlausir embættismenn sannfærðu kjarkleysingjana í kringum sig um að framvegis mætti ekki hafna neinu því sem frá ESB kæmi í nafni EES- samningsins, þrátt fyrir grund- vallarákvæði hans sjálfs. Þar með hefur verið ákveðið að fara bakdyramegin inn í sambandið. Mannaval „kerfisins“ hefur smám saman verið tekið úr höndum ráðherrans og fært að sögn til alviturra excel-skjala. En þau eru í höndum manna af holdi og blóði rétt eins og ráð- herrann er, en hafa ólíkt hon- um ekkert raunverulegt umboð frá fólkinu í landinu og bera enga ábyrgð á sínum ákvörðun- um sem þó eru sagðar endan- legar! Stjórnmálamenn eru fjarri því að vera hvítskúraðir englar. En það er hættuspil að kaupa þá ofsatrú á að excel-skjölin séu guðlegir pappírar eða öllu heldur þeir sem undir þau skrifa. Þar sem kosningar hafa sí- fellt minni lýðræðisleg áhrif og flokkar skipta þess vegna æ minna máli er það röng nálgun að sleppa því líka að láta kosn- ingar, úrslit þeirra og meiri- hlutamyndun, ekki endurspegl- ast í formennsku í þing- nefndum. En verði stjórnmálamenn nútímans spurðir um þetta þá munu þeir leita eftir svörum frá „fagmönnum“ og fá þau á disk eða spólu og ýta á „play“ og það verður lokasvarið af þeirra hálfu. Yfirmenn lögregl- unnar hafa hvað eftir annað vakið athygli á því að niðurskurður hafi gengið allt of langt} Lýðræðið laskað í smáum skrefum Á síðasta þingi, 149. löggjafarþingi, samþykkti Alþingi nokkur laga- frumvörp sem ég lagði fyrir þingið. Frumvörpin innihéldu lagalegar úrbætur og nýmæli á ýmsum sviðum heilbrigðiskerfisins, auk þess sem þingsályktunartillaga um nýja heil- brigðisstefnu til 2030 var samþykkt. Fyrst má nefna frumvarp til breytinga á lögum um sjúkratryggingar, til að bregðast við nýjum persónuverndarlögum. Frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um heil- brigðisþjónustu, lögum um málefni aldraðra og lögum um sjúkratryggingar var samþykkt, en með samþykkt þess var tryggt að for- gangsröðun þeirra sem þurfa á dagdvöl eða dvalarrými að halda verði byggt á faglegu heilsufarsmati, óháð aldri. Alþingi samþykkti einnig frumvarp mitt sem kveður á um að ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum sé heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Frumvarp til laga um ófrjósemis- aðgerðir var samþykkt, þar sem sjálfsforræði til að taka ákvörðun um slíkar aðgerðir var tryggt og aldursmörk umsækjenda lækkuð. Að síðustu má nefna lagafrumvarp um þungunarrof sem samþykkt var síðastliðið vor. Með samþykkt laganna höfum við á Íslandi eina framsæknustu löggjöf hvað varð- ar sjálfsákvörðunarrétt kvenna þegar kemur að þung- unarrofi. Þingsályktunartillaga um heilbrigðisstefnu til 2030 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ég er sann- færð um að stefnan verður okkur leiðarvísir við uppbyggingu á enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar. Nú þegar 150. löggjafarþing hefur verið sett liggja fyrir ný verkefni. Fyrst má nefna nokkur verkefni sem tengjast innleiðingu heilbrigðis- stefnu. Næsta vor verður lögð fram á Alþingi að- gerðaáætlun heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára. Frumvarp til breytinga á lögum um heil- brigðisþjónustu verður lagt fram, m.a. til þess að samræma lögin nýsamþykktri heilbrigðisstefnu, auk þess sem tillaga til þingsályktunar um sið- ferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustunni verður lögð fram á Alþingi í vor. Frumvarp til nýrra lyfjalaga verður lagt fram í haust og þá mun ég einnig leggja fram tillögur að breytingum á lögum um ávana- og fíkniefni, þar sem lagt verður til að komið verði á fót neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður útveguð örugg aðstaða til neyslu. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkra- tryggingar verður lagt fram, með það að markmiði að ein- falda stjórnskipan stofnunarinnar, auk þess sem frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn og söfn heil- brigðisupplýsinga, og lögum um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði verður lagt fram. Hér hafa verið nefnd dæmi um lagafrumvörp á þing- málaskrá minni. Frumvörpin hafa öll það markmið að styrkja núverandi heilbrigðiskerfi og stuðla að heildstæð- ari og betri heilbrigðisþjónustu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Þingmál framundan Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjárfestingar í sjávarútvegi ásíðustu fimm árum nema113 milljörðum króna. Ásíðasta ári námu þær 18 milljörðum, en hafa að meðaltali verið 22 milljarðar 2014-2018 og mestar ár- ið 2014 þegar fjárfestingar í varan- legum rekstrarfjármunum námu 27 milljörðum. Fjárfestingar voru 34% af EBITDA á síðasta ári. Mikið hefur á fyrrnefndu tímabili verið fjárfest í skipum og verksmiðjum í landi, en í fyrra hægði á þessum fjárfestingum frá því sem var árin á undan. 11,3 milljarðar í veiðigjöld Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Deloitte á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja í fyrra, en Jónas Gestur Jónasson gerði grein fyrir skýrslunni á sjávarútvegsdeg- inum í Hörpu í gærmorgun. Í gagna- grunni Deloitte eru nú fyrirtæki með 92% af heildarúthlutun aflamarks. Er það hærra hlutfall heldur en áður hef- ur verið. Sjávarútvegsfélög greiddu í fyrra 11,3 milljarða í veiðigjöld og hef- ur sú upphæð aldrei verið hærri á einu almanaksári, samkvæmt grein- ingu Deoitte. Hækkunin frá 2017 nam 4,5 milljörðum. Fyrirtækin greiddu 5,1 milljarð í tekjuskatt í fyrra og áætlun um tryggingagjald síðasta árs nemur 5 milljörðum. Í báðum tilvikum er um nokkra hækkun að ræða milli ára. 2017 námu þessi gjöld alls 15,8 milljörðum og 19,1 milljarði árið 2016. Tekjur sjávarútvegsfyrirtækja námu alls 247 milljörðum á síðasta ári, sem er aukning frá árinu á undan, en svipað og 2016. Hafa ber í huga að ár- ið 2017 setti nokkurra vikna sjó- mannaverkfall strik í reikninginn. 2011 til 2015 voru heildartekjurnar meiri. Hagnaður 27 milljarðar og 4,4% af eigin fé í argreiðslur EBITDA-framlegð jókst á milli ára. Hún var 24% í flokki blandaðra uppsjávar- og botnfiskfélaga, 19% í flokki botnfiskútgerðar og vinnslu og 22% í flokki botnfiskútgerðar. Síðast- nefnda talan var jafnframt meðaltal allra félaga í greininni, en 2017 var framlegðin 18%. Framlegðarhlutföll síðustu tveggja ára eru lág í sögulegu samhengi. Bókfært eigið fé var 276 millj- arðar í fyrra og hagnaður fyrirtækj- anna nam alls 27 milljörðum 2018 og breyttist lítið milli ára. Hins vegar var hagnaður mun meiri á árunum 2010 til 2016. Arðgreiðslur lækkuðu á milli ára og voru 12,3 milljarðar, miðað við 14,5 milljarða árið á undan. Arð- greiðslur námu 4,4% sem hlutfall af bókfærðu eigin fé og hefur þetta hlut- fall lækkað á síðustu árum. Skuldir hafa aukist á milli ára og námu 389 milljörðum í fyrra en hlut- fall skulda á móti EBITDA lækkaði á milli ára. Skuldirnar voru 320-360 milljarðar 2013-2017, en voru einnig 389 milljarðar árið 2012, en meiri árin á undan. Mikil aukning í fiskeldi Í yfirliti um fiskeldi kom fram að eldisstöðvar er að finna á yfir 30 stöð- um. Framleiðan hefur aukist um 130% frá 2015 og var yfir 19 þúsund tonn í fyrra, en 8.400 tonn 2015. Verð- mæti útflutnings nam 13,1 milljarði í fyrra en var 2,8 milljarðar 2010. Árið 2017 störfuðu 435 manns við fiskeldi, en starfsmenn voru 163 árið 2010. Fjárfest fyrir um 113 milljarða á fimm árum Afkoma sjávarútvegsins frá 2011 Bein opinber gjöld sjávarútvegsfélaga Bókfært eigið fé og arðgreiðslur Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum Bókfært eigið fé Arð- greiðslur Arð- greiðslur sem hlutfall af eigin fé Veiðgjöld Tekjuskattur Tryggingagjald (áætlað) Fjárfestingar Hlutfall af EBITDA 12,6 21,4 24,5 22,6 22,6 19,1 15,8 21,4 6 17 11 27 26 22 20 18 104 6,3 106 149 185 221 262 276 11,8 13,5 12,9 11,5 14,5 12,3 Milljarðar króna Milljarðar króna Milljarðar króna Heimild: Deloitte 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.