Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 ✝ Gísli Þórðarsonfæddist 27. febrúar 1927 á Hall- steinsnesi í Gufu- dalshreppi, Aust- ur-Barðastrandar- sýslu. Hann lést á heimili sínu, Norðurbrún 1 í Reykjavík, 12. sept- ember 2019. Gísli var sonur hjónanna Þórðar Jónssonar, bónda á Hjöllum og Hallsteinsnesi í Gufudalshreppi, síðar í Hlíð í Reykhólahreppi, f. 12. desember 1867, d. 8. júlí 1941, og Ingibjargar Pálmadóttur hús- freyju, f. 20. september 1883, d. 13. apríl 1966. Systkini Gísla: Arnfinnur, f. 1903, Valgerður, f. 1904, Sigríður, f. 1905, Jón, f. 1911, Ari, f. 1916, Gunnar Gísli, f. 1918, þau eru látin, og Halldóra, f. 1924, til heimilis á Dvalarheim- ili aldraða í Stykkishólmi. Gísli varð stúdent frá Mennta- skólanum á Ak- ureyri 1950. Við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1955. Gísli kvæntist Ragnheiði Jóns- dóttur, f. 6. janúar 1936. Þau skildu. Sonur þeirra er Þórður, f. 17. apríl 1957, sjókortagerð- armaður hjá Land- helgisgæslu Íslands. Gísli vann sem skrifstofumað- ur hjá Íslenskum aðalverktökum sf. 1955-1956, Olíuverslun Íslands hf. 1957-1963, Radíóbúðinni Reykjavík 1964-1967, Velti hf. 1968-1969, Bátalóni í Hafnarfirði 1970-1975, fulltrúi hjá Rík- issaksóknara 1976 þar til hann fór á eftirlaun 70 ára að aldri. Útför Gísla fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 26. september 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Bróðir hringir og segir mér frá andláti Gilla frænda, sem orðið hafði bráðkvaddur þá fyrr um daginn. Gilli frændi eða Gísli Þórðar- son var föðurbróðir minn, yngsta barn foreldra sinna. Mér þótti al- veg einstaklega vænt um þennan frænda minn. Gísli var viðskiptafræðingur að mennt og starfaði við bókhald hjá nokkrum fyrirtækjum, þar sem hann var ávallt vel liðinn. Ég man eftir Olíuverslun Íslands, Radíó búðinni, Gunnari Ásgeirssyni og Bátalóni en lengst af starfaði Gísli hjá Sakaskrá Ríkissaksóknara þar sem hann starfaði með Guð- mundi Arnfinnssyni sem einnig er bróðursonur hans. Á uppvaxtarárum okkar systk- inanna var Gilli frændi einfald- lega einn af okkur þó hann væri 18 árum eldri en undirritaður sem þó var elstur í hópi fimm systkina. Oft var tekist á um pólitík við eldhúsborðið þar sem mamma og hann ræddu um málefni líðandi stundar og oft var ansi hátt kveð- ið þó að þau væru oftast sammála. Áður en sjónvarp kom til skjal- anna var oftar en ekki tekið í spil og oftast var það rommý. Gilli frændi reyndist okkur systkinunum vel við heimanámið og þá sérstaklega við andsk … dönskuna og stærðfræðina. Til eru þær stundir í lífi manns, að mann skortir orð til að lýsa til- finningum sínum á viðeigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta Gilla mínum að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir hverja stund, sem ég fékk að njóta hans stóra hjarta. Það að hafa átt því láni að fagna að eiga þig að vini, tel ég veru- legan hluta af þeirri hamingju sem ég hef notið um liðna daga. Við hugsum um tilgang lífsins, örlög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki að- eins líf, heldur er því stundum öf- ugt farið, dauðinn aðeins áfram- haldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því, en hef samt skilið, að þeir sem við elsk- um eru alltaf hjá okkur, í ein- hverri mynd, og veita okkur styrk í sorginni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn aukið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra liggur, því ástin er sterkari en dauðinn og það sem lifir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okk- ur tekið. Ég kveð þennan góða mann sem Gilli frændi var með miklum söknuði Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Sigurður Snævar Gunnarsson. Það er með söknuði sem ég kveð nú föðurbróður minn, Gísla Þórðarson. Minningarnar eru margar og góðar. Hann hefur alla tíð verið mér mjög náinn, hann kom mjög mikið til foreldra minna þegar að ég var að alast upp. Það var mikill gestagangur á heimilinu, ættingjar úr sveitinni að koma og gista. Í minningunni svo góður tími, ekkert sjónvarp. Ég man að ég sat oft uppi á eld- húsbekknum og hlustaði á eldra fólkið og hafði gaman af. Það var oft tekið í spil og á tímabili var Kínaskákin mjög vin- sæl. Móðir mín og Gísli sátu oft heilu kvöldin yfir myndagátum og krossgátum og voru ansi góð í því. Gísli, eins og svo margir af hans kynslóð, var alinn upp í sveit. Hann hafði ekki áhuga á að verða bóndi heldur vildi hann ganga menntaveginn og fór í Mennta- skólann á Akureyri og síðan í Há- skóla Íslands og lærði viðskipta- fræði. Það var ekki amalegt að eiga frænda sem gat alltaf hjálpað manni í námi ef á þurfti að halda. Það var sama hvort það var lat- ína, franska eða íslenska, alltaf gat hann hjálpað og var fljótur að rifja upp það sem hann hafði lært. Í MA hafði hann lært frönsku og á fullorðinsárum fór hann í Alliance Française og þegar hann var tæplega áttræður fór hann í frönskunám til Parísar. Hann hafði dálæti á Frakklandi og franskri menningu enda svolítill „bóhem“ í sér. Á sínum yngri árum ferðaðist hann mikið til útlanda sem þá var kannski ekki algengt. Hann fór daglega í sund og sundleikfimi í Breiðholtslauginni. Eftir að hann hætti að keyra fór hann um allt gangandi og í strætó. Þannig var hann ótrúlega vel á sig kominn á tíðræðisaldri. Segja má að ættfræði hafi verið hans aðaláhugamál og eyddi hann miklum tíma í hana og maður naut góðs af því. Hann vann síð- ustu 22 ár sín hjá Sakaskrá Ís- lands sem fulltrúi. Þar vann hann ásamt bróðursyni sínum Guð- mundi Arnfinnssyni. Ég var svo heppin að fá þar sumarvinnu sum- arið eftir að ég varð stúdent og leið þar vel. Minningarnar eru svo margar. Gísli var frekar dulur maður en í stórfjölskyldunni naut hann sín oft vel, hann hafði góða kímnigáfu og gerði oft grín að sjálfum sér og sínum uppátækjum. Við Gerða mágkona nutum þess að vera með honum eitt sumar í Noregi. Þá kom hann með fulla ferða- tösku af lopapeysum og settist á aðalgötuna, Karl Johann, með hippunum sem þar voru og tóku honum vel og seldi peysur sem mamma hafði prjónað, þá fimm- tugur að aldri. Gísli fór líka einn út til Tenerife á níræðisafmælinu sínu, vildi ekki neina veislu og dreif sig út. Gísli var mjög frændrækinn. Hann var ævinlega boðinn í mat á sunnudögum til Maríu, Þóru og Daníels, systkinabarna sem voru þó ekki svo langt frá honum í aldri enda faðir þeirra Arnfinnur 25 ár- um eldri en Gísli. Ég er ánægð með að hann hitti systur sína hana Dóru í Stykkishólmi í sumar, það var kært með þeim systkinum og nú er Dóra sú eina af systkinum sínum sem er enn á lífi, 95 ára að aldri. Hann var einnig mjög kær mínum börnum Melkorku og Elf- ari. Við Gísli töluðumst við næstum daglega. Síðustu þrír mánuðir voru erfiðir heilsulega. Síðasta mánuðinn lá Gísli á spítala þar sem vel var hugsað um hann. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti honum af foreldrum, systkinum og vinum. Kveð Gísla minn í þeirri vissu að við munum hittast síðar. Sendi ég Þórði, syni Gísla, og Halldóru, systur hans, mínar samúðarkveðjur. Gunnur Rannveig Gunnarsdóttir (Veiga). Gísli Þórðarson Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS JENSSONAR, Kirkjusandi 1. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks HSV, Akranesi, og Sóltúni fyrir kærleiksríka umönnun. Elín Óladóttir Guðrún S. Björnsdóttir Trausti Sigurðsson Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson Jens Gunnar Björnsson Kwan Björnsson afabörn og langafabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU SÆRÚNAR VILMUNDARDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir áður Mýrargötu 23, Neskaupstað. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á sjúkradeild 2. hæð norður á hjúkrunarheimilinu Eir. Smári Björgvinsson Kristín Arnardóttir Þorsteinn Örn Björgvinsson Hulda Sigurðardóttir Vildís Björgvinsdóttir Charles Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, mágkonu, systur og ömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Droplaugarstöðum, krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut og heiladeild Landspítalans í Fossvogi. Kristján Ingvarsson Ólafur Kristjánsson Matthías Kristjánsson Þórunn Sigurðardóttir Ásdís Kristjánsdóttir Ragnar Arelíus Sveinsson Einar Ólafsson Ingibjörg Magnúsdóttir Birgir Ólafsson og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU DAVÍÐSDÓTTUR. Einnig viljum við þakka starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir. Arnbjörg Andrésdóttir Davíð Karl Andrésson Elínborg Hanna Andrésdóttir Hannes Bergur Andrésson Ingibjörg Jóna Baldursdóttir ömmubörn og langömmubörn Sæl frænka mín, hvernig er heilsan í dag? Hún er bara ekki góð, ég er svona svakalega slæm í bakinu. Ég er svo kvalin að ég get bara ekki talað í sím- ann. Svona var staðan fyrir ca fimm vikum þegar ég talaði við þig. Þetta hafði ég aldrei heyrt áður, Nanna mín gat ekki talað í símann fyrir verkjum. Þetta gat ekki endað vel, svo talaði ég við þig daginn áður en ósköpin dundu yfir, þá varstu aðeins skárri en eitthvað var nú að hrjá þig. Mikið er ég glaður að hafa fengið þetta hugskeyti þetta kvöld og getað talað við þig lengi eins og við gerðum oft, því ég get ekki komið og fylgt þér síðasta spölinn. Ég hugga mig við að hafa komið á gjörgæsluna og kysst þig bless áður en ég fór til Tene. Elsku frænka mín, mikið á ég eftir að sakna þín en ég mun ylja Jóhanna Málfríður Jóakimsdóttir ✝ Jóhanna Mál-fríður Jóakims- dóttir, Nanna, fæddist 7. mars 1943. Hún lést 14. september 2019. Útför hennar fór fram 23. september 2019. mér um alla ókomna tíð yfir öllum gleði- stundunum, skötu- veislunum, maður lifandi hvað var gaman hjá okkur. Þú varst mér eins og mamma alla tíð, enda kölluðum við strákarnir þig mömmu Nönnu og alltaf stóðstu með okkur strákunum í öllu sem við brölluðum, nema kannski þegar þú vildir að Kalli keypti sér sófa frekar en vélsleða. Vélsleðinn var því alltaf kallaður sófinn. Aldrei heyrði ég þig hall- mæla nokkrum manni, umhyggja þín fyrir öllum sem þú þekktir var alveg einstök. Minningarnar eru óteljandi og ekki nokkur leið að gera þeim öllum skil hérna. Þú gast ekki valið betri stað fyrir þína hinstu hvílu en dalinn okkar góða og ég á eftir að vitja þín oft og lengi þegar ég kem í dalinn. Ég kveð þig með tregatárum og eitt verð ég að segja að lokum sem bara þú og við strákarnir skiljum, „farðu bara uppí tré“. Ef það er eitthvað til sem heitir líf eftir dauðann, þá hlakka ég til að hitta þig, elsku frænka mín. Guðmundur Karl Bergmann. Afasystir mín, Adda frænka, hef- ur kvatt okkur. Adda bjó, ásamt systkinum sínum, Sigga, Óla og Ingu í Holtagötu 12 á Akureyri – Inga á neðri hæðinni með sinni fjölskyldu en Adda, Óli og Siggi, sem dó fyrir mína tíð, uppi. Á uppvaxtarárum okkar bræðra var heimsókn fjölskyld- unnar í Holtagötuna fastur liður í hverri Akureyrarferð. Þegar mamma lifði gistum við oft uppi í Holtagötunni. Og notalegt var það. Ég veit fá heimili sem eru jafn notaleg og heimili Öddu frænku. Eftir andlát mömmu reynd- um við feðgar að venja komur okkar í Holtagötuna í Akur- eyrarheimsóknum. Oft var hraðferðin þó svo mikil að ekki gafst tími til að líta inn. Oft var aðeins tími fyrir einn kaffibolla. En á fullorðinsárum styrktum við bræður, og feðgar allir, tengsl okkar við Öddu enn frekar og áttum margar góðar stundir í Holtagötunni. Að koma í Holtagötuna og hitta Öddu, Óla, og Ingu fyllti mig öryggi og ánægju. Holta- gatan var griðastaður og ég er þakklátur fyrir að hafa átt Öddu, og þau systkinin öll að. Heimili hennar var íslenskt, Adda Kristrún Gunnarsdóttir ✝ Adda KristrúnGunnarsdóttir fæddist 7. júní 1933. Hún lést 21. ágúst 2019. Adda var jarð- sungin í kyrrþey 5. september 2019. gamaldags og gott. Gestrisni Öddu allsráðandi með sjóðandi kaffi og kaffibrauði í eld- húsinu. Adda þjónustaði sitt fólk alla sína ævi og gaf sér kannski ekki mik- inn tíma fyrir sjálfa sig. En hún eignað- ist samt svo margt. Adda unni frændfólki sínu og var að vissu leyti mamma og amma þrátt fyrir að ala sjálf ekki upp börn. Það var með einlægri og al- úðlegri ást sem hún vann sér sérstakan stað í hjarta okkar feðga; og líklegra allrar fjöl- skyldu afa og ömmu. Adda var einstaklega vin- gjarnleg. Hún var líka skemmti- leg og hláturmild. Fyrir mér var Adda Akureyri, hún var tenging við gamla tíma, hún var einstök. Adda var eins og eyrarrós sem fylgist með ánni renna áfram út dalinn og til hafs. Adda, sjálf eyrarrósin, alltaf til staðar, með bros og hjartahlýju til reiðu en frændfólkið í ærslafullum straumnum. Að stíga úr straum- þungri dragá lífsins og inn í Holtagötuna til Öddu var hvíld og friður frá heiminum. Og þannig minnist ég hennar. Adda frænka er önnur Addan sem við feðgar kveðjum. Ég veit að þær nöfnur njóta hvíldarinn- ar saman. Við kveðjum Öddu frænku með söknuði og minn- umst hennar með ævivarandi þökk í hjarta. Bjartur Aðalbjörnsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.