Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
Árleg Vísindavaka Rannís verður í
Laugardalshöll nk. laugardag frá
kl. 15-20. Markmiðið með Vís-
indavöku er að kynna fólkið á bak
við rannsóknirnar og vekja athygli
á fjölbreytni og mikilvægi vísinda-
starfs í landinu, að því er fram kem-
ur í tilkynningu Rannís.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, mun
opna Vísindavökuna kl. 15 og af-
henda viðurkenningu Rannís fyrir
vísindamiðlun. Sprengju-Kata mun
svo sprengja Vísindavökuna í gang.
Að setningu lokinni verður sýning-
arsvæðið opnað með lifandi vísinda-
miðlun og hellt verður upp á Vís-
indakaffi í sal í anddyri.
Á Vísindavökunni kynnir fræða-
fólk frá háskólum, stofnunum og
fyrirtækjum viðfangsefni sín fyrir
almenningi. Gestir fá að skoða og
prófa ýmis tæki og tól sem notuð
eru við rannsóknir, kynnast ýmsum
afurðum og spjalla við vísindafólkið
sjálft. Um 70 sýnendur taka þátt.
Rannsóknir
kynntar á
laugardag
Rannís með árlega
Vísindavöku
Morgunblaðið/Eggert
Vísindavaka Börn eru boðin sér-
staklega velkomin á sýninguna.
Bókasafn Reykjanesbæjar tók í
gær á móti fyrstu Hvatningar-
verðlaunum Upplýsingar, sem er
fagfélag á sviði bókasafns- og
upplýsingafræða. Verðlaunin fékk
bókasafnið fyrir verkefnið „Saum-
að fyrir umhverfið“, sem gengur út
á að sauma fjölnota taupoka í
Pokastöð sem starfrækt er í safn-
inu.
Í umsögn dómnefndar segir að í
verkefninu séu góð tengsl við bæk-
ur og umhverfið og að það flokkist
sem nýbreytniverkefni.
Oddfríður Steinunn Helgadóttir,
formaður Upplýsingar, og Barbara
Guðnadóttir varaformaður gerðu
sér ferð suður með sjó til þess að
afhenda verðlaunin og kynna sér
verkefnið. Guðný Kristín Bjarna-
dóttir, verkefnisstjóri „Saumað fyr-
ir umhverfið“, tók á móti verð-
launagripnum, sem nefnist Lóa og
er eftir Hafþór Ragnar Þórhalls-
son.
Á meðfylgjandi mynd eru Barb-
ara Guðnadóttir, varaformaður
Upplýsingar, Oddfríður Steinunn
Helgadóttir, formaður Upplýs-
ingar, Guðný Kristín Bjarnadóttir,
verkefnisstjóri Saumað fyrir um-
hverfið, og Stefanía Gunnarsdóttir,
forstöðumaður Bókasafns Reykja-
nesbæjar, með bækur í pokum úr
Pokastöðinni.
Í dómnefnd voru Margrét
Björnsdóttir af hálfu undirbúnings-
hóps Bókasafnsdagsins, Margrét
Sigurgeirsdóttir af hálfu Samtaka
forstöðumanna almennings-
bókasafna og Þórunn Erla Sighvats
af hálfu stjórnar Upplýsingar.
Fyrstu hvatningarverðlaunin
Ljósmynd/Reykjanesbær
Hvatningarverðlaun Bókasafn Reykjanesbæjar fékk fyrstu Hvatningar-
verðlaun Upplýsingar, sem er fagfélag bókasafns- og upplýsingafræða.
Bókasafn Reykjanesbæjar fékk verðlaun Upplýsingar
Hópmeðferð fyrir fólk sem hlotið
hefur heilaskaða verður efld á
Reykjalundi með aukinni aðkomu
sérhæfðra starfsmanna. Heil-
brigðisráðherra hefur falið Sjúkra-
tryggingum Íslands að ganga til
samninga við Reykjalund um þessa
þjónustu.
Sérfræðingar og samtök sjúk-
linga hafa um skeið bent heil-
brigðisráðuneytinu á að heil-
brigðisþjónustu og ýmsum stuðn-
ingi við fólk sem glímir við alvar-
lega heilaáverka og heilaskaða sé í
ýmsu áfátt. Til að bregðast við
þessum ábendingum fól ráðherra
starfshópi að fara yfir stöðuna og
leggja til úrbætur. Til ráðstöfunar í
verkefnið er föst fjárveiting upp á
20 milljónir á ári.
Í samningnum verður kveðið á
um eðli þjónustunnar, magn og
gæði. Gert er ráð fyrir að samn-
ingurinn gildi til allt að fimm ára.
Efla þjónustu
við fólk með
heilaskaða
595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á
– fáðumeira út úr fríinu
Brottför Flugsæti Pakkaferð
Palma
31. október
4 nætur
Frá 39.900
flug til & frá áfangastað
m/tösku & handfarangri
Frá 69.995
flug & gisting
meðmorgunverði
Brottför Flugsæti Pakkaferð
Ljubljana
3. október
3 nætur
Frá 49.900
flug til & frá áfangastað
m/tösku & handfarangri
Frá 59.995
flug & gisting
meðmorgunverði
Brottför Flugsæti Pakkaferð
Verona
17. október
4 nætur
Frá 59.900
flug til & frá áfangastað
m/tösku & handfarangri
Frá 89.995
flug & gisting
meðmorgunverði
Brottför Flugsæti Pakkaferð
Búdapest
19. október
4 nætur
Frá 39.900
flug til & frá áfangastað
m/tösku & handfarangri
Frá 69.995
flug & gisting
meðmorgunverði
Brottför Flugsæti Pakkaferð
Róm
1. nóvember
4 nætur
Frá 59.900
flug til & frá áfangastað
m/tösku & handfarangri
Frá 79.995
flug & gisting
meðmorgunverði
Brottför Flugsæti Pakkaferð
Valencia
11. október
4 nætur
Frá 59.900
flug til & frá áfangastað
m/tösku & handfarangri
Frá 69.995
flug & gisting
meðmorgunverði
Borgarferðir
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
HAUSTIÐ2019
Flug frá kr.
39.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Ertu með hóp ?
Hafðu samband við okkur á hopar@heimsferdir.is
og fáðu tilboð í þinn hóp.
Verð frá kr.
59.995