Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Hringsgil, en vegurinn sem leggja þurfti samhliða virkjanafram- kvæmdunum liggur framhjá því. Í Hringsgili er klettur sem minnir helst á þann sem minnst er á í fjórðu Mósebók og Ísraelsmenn fundu í Kadeseyðimörkinni á sinni tíð. Í þeirri fornu sögu er sagt frá því þegar Móse sló vatn úr klett- inum til þess að svala þorsta mann- fjöldans sem honum fylgdi. Engin þörf var hins vegar á slíku krafta- verki í tilfelli Bergþórs og hans fólks því út úr klettinum í Hringsgili hefur sprottið heitt vatn svo lengi sem elstu menn muna. Unnar, sonur Bergþórs, hefur staðið með honum í framkvæmd- unum. Segir hann að ákveðið hafi veri að leita heita vatnið uppi með borunum. „Það tókst ekki betur til en svo að við þurftum að bora níu holur. Þá vorum við orðin svo staðráðin í að láta þetta ganga að við vildum gera eitthvað spennandi með þetta. Þá vaknaði hugmyndin um nýjan og öðruvísi baðstað.“ Erfiðið bar ávöxt að lokum Úr holunni sem loksins gaf vatn renna fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Ákveðið var að leiða það 200 metra á það svæði þar sem nú er búið að byggja upp hina sérstæðu aðstöðu. Pípurnar eru niðurgrafnar og þar sem vatnið kemur út er það 39 til 41 gráðu heitt. „Það fer dálítið eftir veðri og að- stæðum en það þarf ekkert að blanda það. Í raun kemur það í rétt- um hita úr holunni,“ segir Unnar. Nýi baðstaðurinn hefur fengið viðurnefnið Giljaböð og er það rétt- nefni. Til þess að komast að þeim hafa þeir feðgar reist voldugan stiga niður í gilið sem gerir leiðina greið- færa. Hringsgil er í Reiðarfellsskógi og er hluti af stórbrotinni náttúru í nágrenni Húsafells. Þeir sem njóta munu aðstöðunnar munu fá að kynnast því að sögn Unnars. „Við vissum að við gætum ekki haft aðganginn ótakmarkaðan á þennan stað. Þess vegna verður að- eins boðið upp á skipulagðar ferðir á staðinn. Það verða allt að 20 manns í senn. Ferðin byrjar þá í nýrri af- þreyingar- og upplýsingamiðstöð á Húsafelli og farið verður með rútu á staðinn. Á leiðinni fræðast gestir um sjálfbæra nýtingu á Húsafelli, ekki síst í tengslum við orkuöflun- ina. Þá er gengið út að Deildargili, sem liggur samhliða Hringsgili. Þaðan er gott útsýni yfir Háafoss og þar er gott að taka myndir. Þá er fjallað um jöklana í kring og hvern- ig þeir hafa áhrif á vatnssvæðið í kringum okkur. M.a. horfum við til Oks sem nú er horfið,“ segir Unnar. Eru raunar eins konar stíflur Þegar í Hringsgil er komið taka tveir heitir pottar á móti fólki ásamt aðstöðu til þess að hafa fataskipti. „Pottarnir eru hlaðnir af Unn- steini Elíassyni hleðslumeistara. Honum til aðstoðar var Arnar Berg- þórsson. Pottarnir eru í raun eins konar stíflur. Við grófum niður á klöpp og ofan á hana er hlaðið og svo einangrað með möl af staðnum. Allt grjótið sem notast er við er úr gilinu sjálfu. Húsin eru reist á göml- um símastaurum. Það tryggir sem minnst rask og mannvirkin má fjar- lægja mjög auðveldlega. Þessi hönnun tryggir einnig að ef það verður flóð í gilinu fer það einfald- lega undir húsin en skellur ekki á þeim.“ Unnar segir að tryggt sé að áhrif- in af starfseminni á náttúruna séu sem minnst. Þannig verður ekki notast við nein hreinsiefni á svæð- inu. „Fólk fer í sturtu þarna uppfrá fyrir og eftir ferðina í pottana en engin sápa verður á svæðinu. Allir þeir sem sækja Giljaböðin fá hins vegar frían aðgang að sundlauginni í Húsafelli eftir heimsóknina.“ Margir afþreyingarmöguleikar Unnar segir að Giljaböðin, sem hefja munu formlega starfsemi 20. nóvember, séu kærkomin viðbót við sívaxandi afþreyingarþjónustu í Borgarfirði. „Þetta er góð viðbót við Ísgöngin, hellaferðirnar, gönguferðirnar og margt fleira sem hér er boðið upp á. Við erum líka einstaklega ánægð með að aðsóknin eykst alltaf á hót- elið hjá okkur og allir mánuðir eru stærri eða jafnstórir og árið áður, þrátt fyrir fækkun ferðamanna í landinu,“ segir Unnar. Náttúrulaugar Giljaböðin eru hlaðin og eru í raun eins konar stíflur. Í þau rennur vatn úr borholu skammt frá. Stórbrotið Náttúrufegurðin í Hringsgili er mikil jafnt að vetri sem og sumri. Ný Giljaböð opnuð í Borgarfirði  Ferðaþjónustan í Húsafelli fjölgar afþreyingarkostum  Í Hringsgili sprettur heitt vatn fram af steini  Borhola gefur fimm sekúndulítra af 47 °C vatni  Aðeins í boði fyrir hópa allt að 20 manns Ljósmyndir/Ozzo Photography Sturtuaðstaða Einfaldleikinn ræður för við hönnun bygginganna í gilinu og falla þær vel að umhverfinu. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ferðaþjónustuaðilar á Húsafelli sitja sjaldan auðum höndum. Um það vitnar gríðarleg uppbygging á svæðinu síðustu áratugi sem hófst með frum- kvöðlastarfi Kristleifs Þor- steinssonar og Sigrúnar Berg- þórsdóttur á sjö- unda áratug síð- ustu aldar. Í tengslum við þá starfsemi hef- ur fjölskyldan m.a. reist þrjár vatnsaflsvirkjanir sem sjá starfseminni, og raunar miklu fleirum, fyrir raforku. Nýj- asta viðbótin í þeim efnum er Urr- iðafellsvirkjun, en vatni var hleypt á hana árið 2018. Í þeim fram- kvæmdum sá Bergþór Kristleifsson tækifæri sem raunar hafði blundað í honum um alllangt skeið. Það lá í sérstæðu náttúruvætti sem nefnist Unnar Bergþórsson SMÁRALIND – KRINGLAN DUKA.IS Mantraband & Nailberry NÝTT Í DÚKA Naglalökk • Vegan • Án eiturefna • Fallegur glasn • Frábær ending Verð 2.900,- Armbönd: Verð 6.500,- 7.500,- Hálsmen með hring: Verð 6.500,- 7.500,- Hálsmen langt: Verð 9.900,- 10.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.