Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 4
Við Tjörnina í Reykjavík má finna nokkur af fegurstu húsum
borgarinnar. Eitt þessara húsa, Ráðherrabústaðurinn svo-
sjóður húsið í því skyni að gera það að föstum ráðherrabústað
og er það enn í eigu íslenska ríkisins.
nefndi, var reist af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands,
árið 1906. Eftir að Hannes lét af embætti 1909 keypti Lands-
Við Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur
Haustlitir setja nú svip sinn á borgarmyndina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
Ríflega 250 milljónum króna verð-
ur varið til að efla vöktun á súrnun
sjávar og á jöklum næstu fimm ár-
in hér á landi. Þetta var tilkynnt í
gær í tilefni útkomu nýrrar
skýrslu milliríkjanefndar Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar (IPCC) og áhrif þeirra á haf-
ið og freðhvolfið. Skýrslan dregur
saman nýjustu og áreiðanlegustu
upplýsingar um áhrif loftslags-
breytinga á jökla og höf, sem eru
þeir þættir sem varða Íslendinga
einna mest.
Hafrannsóknastofnun fær 35
milljónir króna á árinu 2019 og 30
milljónir króna árlega á árunum
2020-2023, eða samtals 155 millj-
ónir króna, til þessa viðfangsefnis.
Framlögum ársins í ár verður var-
ið til kaupa á tækjabúnaði til þess
að efla vöktun sem þegar á sér
stað um sýrustig í hafi, en einnig
til að hefja vöktun á botndýrum
m.t.t. súrnunar sjávar.
„Nú hafa íslensk stjórnvöld stig-
ið stórt skref í átt að aukinni þekk-
ingu á áhrifum loftslagsbreytinga á
nokkra lykilþætti eins og súrnun
hafsins, jökla, skriðuhættu og
sjávarstöðubreytingar. Vöktun er
afar mikilvægt tæki til að hjálpa
okkur m.a. að skilja betur afleið-
ingar hamfarahlýnunar og er ekki
síst þýðingarmikið fyrir vinnu þeg-
ar kemur að aðlögun íslensks sam-
félags að loftslagsbreytingum. Að
sama skapi er sú þekking sem hér
mun verða til veigamikið innlegg
Íslands til loftslagsmála á alþjóð-
legum vettvangi,“ er haft eftir
Guðmundi Inga Guðbrandssyni,
umhverfis- og auðlindaráðherra, í
tilkynningu. mhj@mbl.is
Vöktun á jöklum aukin
Morgunblaðið/RAX
Ok Um 250 milljónir fara í vöktun jökla og súrnunar sjávar næstu fimm ár.
Skref í átt að aukinni þekkingu á áhrifum loftslagsbreyt-
inga á súrnun hafsins og jökla, segir umhverfisráðherra
Það dylst engum að skipulagsbreyt-
ingar á skrifstofu stéttarfélagsins
Eflingar sem urðu til þess að starfs-
manni var sagt upp í lok ágústmán-
aðar eru „fullkomlega raunverulegar“
sagði Viðar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Eflingar, í samtali við
mbl.is í gær.
Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi
skrifstofustjóri Eflingar, ritaði grein
sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar
sem hann segir að starfsmanninum
hafi verið sagt upp fyrirvaralaust og
að skipulagsbreytingarnar hafa verið
fyrirsláttur. Hann segir að ákvæði
kjarasamninga um áminningarferil
hafi ekki verið virt og að fram-
kvæmdastjóri Eflingar hafi notið lið-
sinnis lögmanns ASÍ við uppsögnina.
„Þessi samsæriskenning er vægast
sagt langsótt. Hér er um að ræða
skipulagsbreytingar sem voru rædd-
ar í stjórn félagsins, kynntar mjög
rækilega fyrir starfsmönnum og hafa
verið í framkvæmd á síðustu vikum,“
segir Viðar og bætti því við að áminn-
ingarferlar ættu ekki við þegar um
væri að ræða uppsagnir vegna skipu-
lagsbreytinga. Þá harmaði Viðar þær
árásir á lögmann ASÍ sem komu fram
í grein Þráins og tók það fram að
starfsmanninum hefði boðist að nýta
sér þjónustu lögmannsins sem hann
og gerði.
Þráinn fór um víðan völl í grein
sinni og sakaði forystumenn Eflingar
meðal annars um að haga sér eins og
„verstu atvinnurekendur“ gagnvart
starfsfólki sínu sem hafi meðal annars
leitt til sex uppsagna og langtímaveik-
inda á milli tíu og tuttugu starfs-
manna.
„Ég lýsi furðu minni á því að maður
sem hefur ekki starfað á skrifstofu
Eflingar síðan í maí 2018 sé að tala
líkt og hann sé heimildamaður um
innri starfsmannamál. Ég bara spyr
hverjar eru hans heimildir og hvað
kemur honum þetta við?“ sagði Viðar
um þessar ásakanir Þráins í samtali
við mbl.is. Þar sneri Viðar einnig vörn
í sókn og sagði Þráin hafa haft uppi
það sem hann kallaði „áreitni í garð
starfsmanna hjá Eflingu“ með sífelld-
um tölvupóstsendingum sem inni-
héldu rógburð og ósannindi.
thor@mbl.is
Segir breytingar hafa verið
„fullkomlega raunverulegar“
Sakar fyrrverandi skrifstofustjóra um áreitni í garð starfsfólks
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
auglýsir eftir umsóknum um styrki á
málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs og
landbúnaðarráðherra.
Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem efla
atvinnulíf og nýsköpun.
Umsóknarfrestur er til 21. október nk.
Umsóknir berist rafrænt í gegnum
eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Allar nánari upplýsingar á anr.is
Styrkir til verkefna
og viðburða
Icelandair hefur ákveðið að segja
upp 87 flugmönnum í stað þess að
færa 111 flugmenn í 50% starf frá 1.
desember 2019 eins og áður var
ákveðið. „Um síðustu mánaðamót
voru því gerðar tímabundnar breyt-
ingar hjá hópi flugmanna og flug-
stjóra, frá 1. desember 2019 til 1.
apríl 2020, þar sem m.a. 111 flug-
menn voru færðir niður í 50% starf.
Ákveðið hefur verið að draga þessa
ráðstöfun til baka en segja þess í
stað upp hluta af flugmönnum fé-
lagsins. Uppsögnin tekur gildi 1.
október nk. og nær til 87 flug-
manna,“ segir í fréttatilkynningu frá
Icelandair, en flugfélagið vonast til
að geta boðið flestum þeirra störf
aftur næsta vor. Hjá félaginu starfa
áfram um 460 flugmenn og flug-
stjórar.
Samhliða því undirritaði Icelanda-
ir framlengingu á kjarasamningi við
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
(FÍA) og gildir hann til 30. septem-
ber 2020. Fyrri samningur hefði að
öllu óbreyttu runnið út um næstu
áramót. Icelandair tilkynnti í lok síð-
Icelandair segir
upp 87 flugmönnum
Ráðstafanir vegna Boeing 737 MAX
Icelandair 87 flugmönnum hjá
flugfélaginu hefur verið sagt upp.
asta mánaðar að gera þyrfti ráðstaf-
anir innan félagsins til að bregðast
við kyrrsetningu Boeing 737-Max
flugvéla sem ekki er gert ráð fyrir að
taka inn í rekstur félagsins á ný fyrr
en á nýju ári.
Í fréttatilkynningunni kemur enn
fremur fram að kjarasamningurinn
kveði á um að samningsbundin
launahækkun, sem taka átti gildi 1.
október, frestist til 1. apríl 2020 og
engar aðrar launahækkanir muni
eiga sér stað á tímabilinu.
Morgunblaðið/Eggert