Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019
FB Selfoss
Austurvegur 64a
5709840
FB Hella
Suðurlandsvegur 4
5709870
FB Hvolsvöllur
Ormsvöllur 2
5709850
Fóðurblandan hf. - www.fodur.is - 5709800
TILBOÐSDAGAR
Í
FÓÐURBLÖNDUNNI
26. september - 11. október
Verslaðuá fóður.is
-
Einfalt ogþægilegt !
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, og fleiri forystu-
menn demókrata eru talin hafa tekið
mikla áhættu með því að tilkynna að
hafin yrði formleg rannsókn vegna
hugsanlegrar ákæru á hendur Don-
ald Trump forseta til embættismiss-
is. Mikið er í veði fyrir báða stóru
flokkana og mikil óvissa er um afleið-
ingar slíkrar málshöfðunar gegn for-
setanum. Eins og staðan er núna er
ekki víst að ákæran fengi meirihluta
í fulltrúadeildinni og mjög ólíklegt er
að öldungadeildin samþykki emb-
ættissviptingu með tilskildum fjölda
atkvæða, eða tveimur þriðju. Fari
málshöfðunin út um þúfur gæti hún
komið demókrötum í koll í forseta-
og þingkosningunum á næsta ári og
þjappað stuðningsmönnum forset-
ans saman.
Pelosi hafði lengi verið treg til að
samþykkja ákæru á hendur Trump
til embættismissis. Hún hafði sagt að
slík málshöfðun kæmi ekki til greina
nema hún nyti stuðnings þjóðarinn-
ar og besta leiðin til að koma Trump
úr forsetaembættinu væri að sigra
hann í kosningunum í nóvember á
næsta ári. Pelosi og fleiri forystu-
menn demókrata óttuðust að slík
málshöfðun gæti torveldað miðju-
mönnum í flokknum að ná endur-
kjöri í kjördæmum þar sem Trump
sigraði í forsetakosningunum 2016.
Engar vísbendingar um lögbrot
Afstaða Pelosi og fleiri þingmanna
demókrata breyttist hins vegar eftir
að skýrt var frá því að Trump hefði
frestað aðstoð við stjórnvöld í Úkra-
ínu skömmu áður en hann lagði fast
að Volodimír Zelenskí, forseta lands-
ins, að hefja rannsókn á Joe Biden,
forsetaefni í forkosningum demó-
krata og fyrrverandi varaforseta
Bandaríkjanna. Demókratar saka
Trump um að hafa misnotað forseta-
embættið og brotið lög með því að
beita sér fyrir því að yfirvöld í öðru
ríki hæfu rannsókn á pólitískum and-
stæðingi forsetans með það fyrir
augum að hafa áhrif á forsetakosn-
ingarnar á næsta ári.
Þegar Biden var varaforseti
gegndi hann lykilhlutverki í aðstoð
Bandaríkjastjórnar við stjórnvöld í
Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í
landið árið 2014 og innlimuðu Krím í
Rússland. Á sama tíma beitti hann
sér fyrir því að stjórnvöld í Úkraínu
kæmu á umbótum og upprættu spill-
ingu í stjórnkerfinu. Sonur Bidens,
Hunter, sat þá í stjórn úkraínska
jarðgasframleiðandans Burisma í
maí 2014, en að sögn The Wall Street
Journal og fleiri fjölmiðla hefur ekk-
ert komið fram sem bendir til þess
að varaforsetinn fyrrverandi hafi
brotið lög eða misnotað embættið
eins og Trump og lögmaður hans
hafa haldið fram.
Færi líklega út um þúfur
Pelosi ræddi málið við alla þing-
menn demókrata í fulltrúadeildinni í
fyrradag og tilkynnti síðan að hún
hefði sagt sex þingnefndum, sem
hafa rannsakað störf forsetans, að
halda rannsóknunum áfram með það
fyrir augum að ákæra forsetann til
embættismissis. The Wall Street
Journal segir að með því að velja
þessa leið hafi Pelosi komist hjá því
að öll fulltrúadeildin greiddi strax at-
kvæði um slíka málshöfðun. Til að
ákæran nái fram að ganga þarf hún
atkvæði að minnsta kosti 218 þing-
manna í deildinni. Í fyrrakvöld höfðu
rúmlega 190 þingmenn lýst því yfir
að þeir myndu greiða atkvæði með
ákærunni. Verði hún samþykkt á
öldungadeildin að rétta í málinu og
til að svipta forsetann embættinu
þurfa tveir þriðju þingmanna
deildarinnar að greiða atkvæði með
því. Repúblikanar eru í meirihluta í
deildinni og enginn þeirra hefur
stutt slíka málshöfðun, þannig að
mjög líklegt er að hún færi út um
þúfur.
Áður en Úkraínumál forsetans
kom upp bentu skoðanakannanir til
þess að lítill stuðningur væri meðal
bandarískra kjósenda við málshöfð-
un til embættismissis á hendur for-
setanum. Nýleg könnun YouGov
bendir þó til þess að um 55% Banda-
ríkjamanna myndu styðja ákæru til
embættismissis ef staðfest yrði að
Trump hefði frestað aðstoð við
Úkraínu til að knýja yfirvöld í land-
inu til að hefja rannsókn á Biden.
Pelosi og fleiri forystumenn demó-
krata virðast veðja á að meirihluti
kjósenda styðji ákæru gegn forset-
anum þegar frekari upplýsingar um
málið hafa komið fram.
Vilja fá kvörtun „uppljóstrara“
Gert er ráð fyrir því að einni af
nefndum fulltrúadeildarinnar, lík-
lega dómsmálanefndinni, verði falið
að annast formlega rannsókn með
það fyrir augum að ákæra forsetann
til embættismissis. Demókratar hafa
m.a. krafist þess að embættismenn
forsetans afhendi þinginu kvörtun
sem „uppljóstrari“ sendi aðaleftir-
litsmanni leyniþjónustustofnana
Bandaríkjanna. Talið er að kvörtun-
in hafi komið frá starfsmanni einnar
af leyniþjónustustofnunum landsins
og hermt er að hún snúist um við-
ræður Trumps við leiðtoga annarra
ríkja. Fréttir um kvörtunina urðu til
þess að fjölmiðlar í Bandaríkjunum
tóku að beina sjónum sínum að síma-
samtali Trumps við forseta Úkraínu
25. júlí. Forsetaembættið birti í gær
eftirrit af samtalinu en talið er að
upplýsingar um kvörtun uppljóstr-
arans svonefnda geti haft meiri þýð-
ingu fyrir rannsóknina.
Mikið í veði fyrir báða flokkana
Forystumenn demókrata tóku mikla áhættu með því að tilkynna rannsókn með það fyrir augum að
ákæra Trump til embættismissis Gæti komið þeim í koll í forseta- og þingkosningunum á næsta ári
435
sæti
100
sæti
Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna getur þingið ákært og dæmt embættismenn alríkisins til embættismissis
Þingið getur vikið embættismönnum frá
Heimildir: House.gov, Senate.gov
Forseta, varaforseta
og öllum borgaralegum
embættismönnum
Bandaríkjanna skal
vikið úr embætti þegar
þeir eru ákærðir til
embættismissis og
dæmdir fyrir landráð,
mútugjafir eða mútuþágu
eða aðra meiriháttar
glæpi og afbrot.
Stjórnarskrá
Bandaríkjanna,
2. grein, 4. hluti
Aðeins fulltrúadeildin getur ákært
embættismann til embættismissis
Meirihluti deildarinnar
þarf að samþykkja
ákæruna
Ef ákæran er samþykkt velur deildin
þingmenn sem fá það hlutverk að
saksækja embættismanninn
Aðeins öldungadeildin getur réttað
yfir embættismanni vegna ákæru
til embættismissis
Tveir þriðju þing-
manna þurfa að
samþykkja
sakfellingu
Dæmi þingdeildin embættismann
sekanmissir hann embættið og
getur ekki áfrýjað dómnum
Fulltrúadeild
þingsins
Rannsókn
Öldungadeildin
Réttarhöld
Dómstólar geta ákveðið frekari refsingu
AFP
Tók áhættu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur boðað rann-
sókn með það fyrir augum að ákæra Trump forseta til embættismissis.
Tveir forsetar ákærðir
til embættismissis
» Engum forseta Bandaríkj-
anna hefur verið vikið frá eftir
ákæru til embættismissis.
Richard Nixon sagði af sér árið
1974 vegna yfirvofandi ákæru
fyrir að hindra framgang rétt-
vísinnar og misnota völd sín.
» Tveir forsetar voru ákærðir
formlega til embættismissis,
þeir Andrew Johnson árið 1868
og Bill Clinton 1998.
» Aðeins munaði einu atkvæði
að öldungadeild þingsins svipti
Johnson embættinu. Máls-
höfðunin á hendur Clinton fyrir
meinsæri og tilraun til að
hindra framgang réttvísinnar
var felld í deildinni með meiri
mun.
Forsetaembættið í Bandaríkjunum
birti í gær eftirrit af símasamtali
Donalds Trumps við forseta Úkra-
ínu þar sem fram kemur að Trump
óskaði eftir rannsókn á pólitískum
andstæðingi sínum, Joe Biden.
„Það er mikið talað um son Bid-
ens, að Biden hafi stöðvað sak-
sókn,“ sagði Trump m.a. og skír-
skotaði til þess að sonur vara-
forsetans fyrrverandi átti sæti í
stjórn jarðgasfyrirtækis í Úkraínu.
„Biden stærði sig af því að hafa
stöðvað saksókn,“ bætti forsetinn
við.
Trump snýr þarna staðreyndum
málsins á haus. Biden hafði stært
sig af því að hafa knúið fram af-
sögn ríkissaksóknara sem Biden
og fleiri vestrænir embættismenn
sögðu að hefði tafið og hindrað
rannsóknir á spillingarmálum.
Hafði rangt eftir Joe Biden
SÍMASAMTAL TRUMPS VIÐ FORSETA ÚKRAÍNU
AFP
Umdeild beiðni Donald Trump vill rann-
sókn í Úkraínu á andstæðingi sínum.