Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á Kanarí 22. október í 3 viku Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a *V er ðm .v. 2í he rb er gi áS ol Ste lla Ho tel íK ró atí u1 6. se pt em be rí 10 næ tur .F lug og gis tin g. Lengdusumariðum3vikur! Verð frá kr. 199.995 ALLT INNIFALIÐ! Flug frá kr. 59.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri við?“ spurði hann stjórnarandstæð- inga. „Hafa þeir hugrekki til að láta til skarar skríða?“ Áður höfðu leiðtogar stjórnarand- stöðunnar krafist þess að forsætis- ráðherrann segði af sér vegna lög- brotsins. Stjórnarandstaðan getur komið honum frá völdum með því að leggja fram vantrauststillögu gegn honum en hún gæti orðið til þess að boða þyrfti til kosninga næðist ekki samkomulag um nýjan forsætisráð- Þingmenn stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar deildu harka- lega í neðri deild þingsins í Bretlandi í gær þegar það var kallað saman að nýju eftir að hæstiréttur landsins úr- skurðaði að Boris Johnson forsætis- ráðherra hefði brotið lög með því að senda þingið heim. Johnson flutti ræðu í þingdeildinni og skoraði á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantrauststillögu gegn stjórninni. „Hvað eruð þið hræddir herra. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kvaðst ekki ætla að óska eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu fyrr en ljóst væri að Boris Johnson myndi óska eftir frestun á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og leiðtogar að- ildarríkja þess samþykktu frest- unina. Johnson og fleiri ráðherrar Íhaldsflokksins sökuðu þá stjórnar- andstöðuna um „hugleysi“ og sögðu hana hræðast kosningar. Johnson sakar andstæðinga sína á þinginu um hugleysi AFP Hræddir? Boris Johnson sagði andstæðinga sína á þinginu óttast kosningar.  Skorar á stjórnarandstöðuna að bera fram vantrauststillögu Meira en tvöfalt hraðari hlýnun hefur átt sér stað á norðurskautssvæðinu á síðustu tveimur áratugum en að meðaltali á jörðinni og má að hluta til rekja þessa auknu hlýnun til sam- dráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma. Hækkun sjávarborðs við Ísland út öldina, einkum vegna bráðnunar jökla, gæti numið mest einum metra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu IPCC, milli- ríkjanefndar um loftslagsbreytingar. Enn fremur segir í skýrslunni að jöklar muni áfram hörfa víðast hvar á komandi árum og snjóhula að vetri endast skemur. Breytingar verði sömuleiðis á matvælaöryggi og bú- setu á norðurskautssvæðinu, meðal annars með tilliti til náttúruvár, t.a.m. flóða í ám, snjóflóða, skriðufalla og vandamála vegna óstöðugra jarðlaga, sem geti haft áhrif á innviði, ferða- mennsku og aðstæður til útivistar. Minni afli á sumum svæðum Sjávarstaða muni halda áfram að hækka vegna leysingavatns frá jökl- um en þar munar mest um bráðnun Grænlandsjökuls. Þá verði aftakaflóð, sem nú hendi sjaldan, algengari inn- an næstu þrjátíu ára og komi ekki til verulegrar aðlögunar umfram það sem nú sé gert muni hækkun sjávar og tíðari aftakaflóð auka verulega áhættu vegna sjávarflóða á lág- svæðum. Flóð í ám sem orsakast af asarigningu á snjó verði fyrr á vorin og síðar um haust en áður sem og tíð- ari hærra til fjalla en fátíðari neðar í fjöllunum. Breytingar á snjó, ís og jöklum muni hafa áhrif á vistkerfi á landi og í fersku vatni á heimskauta- og háfjallasvæðum. Enn fremur muni búsvæði tegunda hnikast til norðurs og yfir á hærri svæði til fjalla, sem muni hafa áhrif á uppbyggingu vist- kerfa og framleiðni lífríkisins. Þegar gæti áhrifa veðurfarsbreyt- inga á vistkerfi norðurslóða í fiskafla. Samdráttur í stofnstærð fiski- og skelfiskstofna vegna óbeinna áhrifa hnattrænnar hlýnunar hafi þegar leitt til minni afla á mörgum svæðum. Sumir stofnar hafi einnig stækkað vegna stækkunar hentugra búsvæða. Sögulegar rannsóknir og líkanagerð bendi til þess að hlýnun sjávar á 20. öld hafi stuðlað að almennri minnkun á mögulegum heildarafla. hjortur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Bráðnar Sjávarstaða hækkar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls. Hlýnunin hröð á norð- urslóðum  Ný skýrsla IPCC um loftslagsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.