Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Krít 30. september 10 nætur Verð frá kr. 99.995 Gríska eyjan Síðustu sætin! Verð frá kr. 118.995 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Laugavegur frá Klapparstíg að Ing- ólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verða áfram göngu- götur í vetur. Þetta var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgar- innar í gær. Um er að ræða framleng- ingu á lokun til 1. maí 2020, en lok- unin átti annars að renna út 1. október 2019. Í skipulagsráði var einnig samþykkt tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, en sú tillaga fer fyrir borgarráð í dag. Í þeirri tillögu felst að hlutar Lauga- vegar, Skólavörðustígs og Vegamóta- stígs verða gerðir að varanlegum göngugötum og göturnar og um- hverfi þeirra endurnýjað. „Lögð verður áhersla á að bæta umhverfi götunnar, skapa heildstæða götumynd, tryggja skilyrði fyrir fjöl- breytta ferðamáta og opin almenn- ingsrými. Við hönnun og skipulag gatnanna verður tekið mið af stefnu um gæði í manngerðu umhverfi,“ segir í umfjöllun um tillöguna á vef borgarinnar, en gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta fjórðungi næsta árs. „Þetta verður gert í nokkrum áföngum og þarna er verið að tala um fyrsta áfanga,“ segir Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borg- inni, sem býst við því að tillagan verði samþykkt í borgarráði í dag. „Það er ekki síður verið að endurhanna göt- urnar upp á aðgengi fyrir fatlaða líka. Í dag komast fatlaðir varla inn í búð- irnar. Það er bara staðreynd,“ bætir hún við. Laugavegurinn aðgengilegri Spurð hvort meirihlutinn í borg- inni hafi mætt mikilli andstöðu frá verslunareigendum við þessi áform segir hún að flestir séu ánægðir með breytingarnar. „Það hafa verið skipt- ar skoðanir á þessu hjá nokkrum að- ilum en langstærsti hópurinn er ánægður með þetta. Auðvitað hefur fólk mismunandi skoðanir á því hvernig þetta á endanlega að vera en langflestir eru sammála um það að Laugavegurinn verður miklu að- gengilegri og líflegri þegar upp er staðið,“ segir Þórdís. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir flýtimeðferðina sem málið er að fá innan borgarinnar og telur að ekki hafi verið farið í nægjanlegt samráð við hagsmunaaðila. „Ég hefði viljað að það hefði verið farið í raun- verulegt samráð við þá aðila sem voru tilteknir í byrjun, þ.e. rekstraraðil- ana, íbúa og hreyfihamlaða. En til- lagan hefur ekkert breyst og það er svona flýtimeðferð í gangi,“ segir Ey- þór. Ekki réttu vinnubrögðin Eyþór bætir við að honum finnist það ekki réttu vinnubrögðin að málið fái flýtimeðferð innan borgarinnar. „Það er stundum þannig að deili- skipulög verða að deilu. Það þarf ekki mikið til en í þessu máli er ljóst að rekstraraðilarnir leggjast alfarið gegn þessari útfærslu og það er erfitt hjá þeim. Við munum klárlega gera okkar til þess að breyta þessu. Þetta fór í samráðsferli því við beittum okk- ur fyrir því í byrjun. Við munum beita okkur fyrir því að það verði raun- verulegt samráð og þeir sem eru að reka verslanir hafi eitthvað um það að segja alveg eins og þeir sem eru að reka verslanir í Kringlunni hafi eitt- hvað um það að segja,“ segir Eyþór. Laugavegurinn áfram göngugata  Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð framlengd  Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveg sem göngugötu lögð fyrir borgarráð í dag  Oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar Morgunblaðið/Eggert Lokun Laugavegur og fleiri götur í borginni verða áfram göngugötur í vetur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir hrein- skiptnislegar og góðar umræður hafa átt sér stað á fundi hennar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis í gærmorgun. Þar hafi hún farið yfir þær skipulagsbreytingar sem eru til skoðunar á embætti ríkislögreglustjóra sem og stuttlega farið yfir stöðu ríkislögreglustjóra. „Hann situr áfram sem ríkislög- reglustjóri, það er verið að skoða öll þessi mál í heild sinni í ráðuneytinu. Embættið nýtur trausts, þar er ver- ið að vinna góða vinnu og margt gott fólk er að sinna því,“ sagði Áslaug Arna í samtali við mbl.is. Ráðherrann mun á næstu dögum ræða skipulagsbreytingar innan lög- reglunnar við hlutaðeigandi aðila og býst hún við að því verði lokið innan örfárra vikna. „Við munum setjast niður með þeim á næstu dögum til að ræða þær hugmyndir sem ég hef að breytingum og hvernig þau sjá fyrir sér að best sé að taka næstu skref.“ Mótmælti og gekk út Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndar- maður, yfirgaf fundinn um svipað leyti og ráðherrann gekk þar inn. Var það gert til að mótmæla vinnu- brögðum Þórhildar Sunnu Ævars- dóttur, þingmanns Pírata og for- manns nefndarinnar. „Fundurinn hefst og ég andmæli því að formaður taki að sér að boða fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest. Ég gekk út áður en ráðherra kom inn,“ sagði Brynjar í gær og hélt áfram: „Stóra atriðið í þessu er það að ég lít á svona uppá- komur hjá nefndarformanni sem pólitískt sjónarspil. Málefni lögregl- unnar heyra undir ráðherra og það er ráðherra að leysa úr þeim vanda- málum sem þarna eru.“ Þá sagði Brynjar þingmenn ekk- ert hafa með það að gera að vera með uppákomur sem þessar. „Það væri þá ekki fyrr en að lokinni ákvörðun ráðherra, ef nefndin teldi hana ekki vera að lögum eða slíkt,“ sagði hann og bætti við: „Það er bara orðin lenska hér á þessu þingi, ef einhver maður er handtekinn á Austurvelli, þá eru einhverjir þing- menn komnir með þetta inn á nefnd- arfund. Það er þetta sem ég er að andmæla og ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju svona.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sá ástæðu til að mótmæla framkomu Brynjars á þingfundi í gær. Sagði Inga það vera „sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppá- komu sem var þar“ í gærmorgun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nefndarfundur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sat fyrir svörum hjá þingmönnum í gær. Embætti RLS nýtur trausts ráðherrans  Pólitískt sjónarspil í gangi, segir Brynjar Níelsson Opinn fundur um aðgerðir í lofts- lagsmálum fór fram í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands í gær. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, voru meðal þeirra sem fluttu ávörp. Bjargey Anna Guð- brandsdóttir, verkefnastjóri við Háskóla Íslands, stýrði pallborðs- umræðum og segir hún að umræð- an hafi verið lífleg. „Það voru fleiri af eldri kynslóðinni en yngri sem mættu, sem var mjög áhugavert,“ segir Bjargey, en undirskrift fund- arins var um hvort ábyrgðin á lofts- lagsmálum væri bara unga fólksins. Þá segir hún að það hafi verið gam- an að sjá að jafnvel eldri borgarar mættu og létu loftslagsmálin sig varða Bjargey segir að áhersla fundar- ins hafi verið samstarf og sameigin- leg ábyrgð og að samtalið um lofts- lagsmál sé ekki í skotgröfum. „Svo var farið um víðan völl eins og af hverju stóriðjan er utan sviga og flugið. Sem eru ansi stórir póstar,“ segir Bjargey. Frummælendur og þáttakendur í pallborðsumræðum voru Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðu- maður Samráðsvettvangs um lofts- lagsmál, Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands, Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissina, og Justine Vanhalst, sérfræðingur við Matís og verkefnastjóri Climathon. Að sögn Bjargey mun þessi nýi sam- starfsvettvangur um loftslagsmál hitta unga fólkið á næstu vikum og var opni fundurinn upphafið að því. mhj@mbl.is Opinn fundur um loftslagsmál í HÍ  Áhersla á sameiginlega ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.