Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  226. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS LEIKSTÝRÐI ÞREMUR SÝNINGUM 15 ÞÚSUND TÓN- LISTARNEMENDUR Á LANDINU EGILL HEIÐAR ANTON 66 SKÓLASTJÓRAR SKRAFA 14VINNULEIT 4 SÍÐUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir ummæli sín um spillingu í lögreglunni hafa verið of- túlkuð í umræðunni undanfarið. „Umfjöllun um spillingu í viðtali í Morgunblaðinu fyrir skömmu byggir meðal annars á því sem fram kemur í skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum fram- kvæmdarvalds og löggæslu á Ís- landi. Ég er að vísa til hennar og þeirra ábendinga og viðvarana sem þar koma fram, en einnig til ein- stakra mála sem komið hafa upp á undanförnum árum,“ segir Haraldur og víkur að viðbrögðunum. „Ættu að lesa þetta viðtal“ „En orð mín um spillingu hafa fengið óvænt flug og verið útfærð í þá veru að ég hafi sagt að það sé grasserandi almenn spilling innan lögreglunnar. Það hef ég aldrei sagt, hvorki í þessu viðtali né annars staðar. Þannig að þeir sem halda þessu fram ættu að lesa þetta viðtal.“ GRECO er ríkjahópur gegn spill- ingu innan Evrópuráðsins. Spurður hvort hann telji að um- mælin um spillingu í viðtalinu, sem voru um 30 orð af 3.500 orðum, hafi vísvitandi verið oftúlkuð kveðst Har- aldur ekki geta dæmt um það. „Ég er aðeins að segja að það er búið að leggja of mikla alhæfingu í þessi orð mín í viðtalinu, þar sem ég var fyrst og fremst að vísa í varn- aðarorðin í GRECO-skýrslunni og þessi tilvik sem hafa komið upp og þar eru reifuð,“ segir Haraldur. Fjallað var um GRECO-skýrsluna og helstu niðurstöður hennar í Morg- unblaðinu í gær. Þar voru rifjuð upp dæmi um að lögreglumenn á Íslandi hefðu gerst brotlegir í starfi. Ýmsar kerfislægar ástæður gætu hindrað að greint væri frá vandamálum inn- an lögreglunnar. »2, 16 og 38 Ummælin voru oftúlkuð  Ríkislögreglustjóri segir ummæli sín um spillingu hjá lögreglu vera oftúlkuð  Hann hafi meðal annars vísað til GRECO-skýrslunnar og opinberra mála Fjölmennur hópur » Alls voru 664 lögreglumenn starfandi hjá embættum níu lögreglustjóra og hjá ríkislög- reglustjóra og héraðssaksókn- ara 1. febrúar síðastliðinn. » Við það bættust afleysinga- menn, nemar og héraðslög- reglumenn. » Stöðugildin voru samtals um 700 hjá áðurnefndum ellefu embættum.  Ferðaþjónustan að Húsafelli hef- ur byggt upp óvenjulegan baðstað í Hringsgili, sem er í Reiðarfells- skógi. Byggir uppbyggingin á heitu vatni sem fannst í gilinu eftir tals- verða leit. Aðgangur að Giljaböð- unum, eins og þau eru nefnd, verð- ur takmarkaður og aðeins í boði undir leiðsögn þar sem m.a. er fjallað um sjálfbæra orkunýtingu í Húsafelli. »22 Náttúra Böðin eru í fallegu gili. Nýr baðstaður á óvenjulegum stað Þegar er búið að selja á fimmta tug nýrra íbúða á reit-E á Hlíðarenda. Fyrstu íbúðirnar fóru í sölu í júní en tveir stigagangar til viðbótar komu í sölu fyrir um þremur vikum. Fyrstu íbúarnir fluttu inn á reit- inn í byrjun vikunnar en alls verða rúmlega 670 íbúðir á fjórum íbúða- reitum á Hlíðarenda. Um er að ræða reiti með inngörðum; E, C, D og F. Til viðbótar koma íbúðir á öðrum reitum, þ.m.t. hugsanlegar stúd- entaíbúðir, alls allt að 930 íbúðir. Að jafnaði fylgir eitt bílastæði í kjallara með íbúðum en fleiri stæði fylgja sumum íbúðanna. Garðar Hólm fasteignasali segir þegar búið að taka frá nokkrar þak- íbúðir á E-reit. Þær geta kostað vel á annað hundrað milljónir. »32-33 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smyrilshlíð Fyrstu íbúðirnar hafa verið afhentar á E-reitnum. Flytja inn á E-reitinn á Hlíðarenda Norðlendingar og það ferðafólk sem enn er á ferðinni hafa notið vel hitabylgjunnar sem geng- ið hefur yfir norðausturhorn landsins undan- farna daga. Aukin aðsókn er að sundlaugum og útivistarsvæðum. Eitt þeirra er Kjarnaskógur, þar sem ýmis afþreying er í boði. Einnig er hægt að sóla sig í rólegheitum eins og þessi fjölskylda kýs að gera. Því er spáð að sólin fari að fela sig á bak við skýin næstu daga og hitatölur lækki. »6 Morgunblaðið/Margrét Þóra Fjölskyldur njóta góða veðursins í Kjarnaskógi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.