Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 226. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
LEIKSTÝRÐI
ÞREMUR
SÝNINGUM
15 ÞÚSUND TÓN-
LISTARNEMENDUR
Á LANDINU
EGILL HEIÐAR ANTON 66 SKÓLASTJÓRAR SKRAFA 14VINNULEIT 4 SÍÐUR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir ummæli sín um
spillingu í lögreglunni hafa verið of-
túlkuð í umræðunni undanfarið.
„Umfjöllun um spillingu í viðtali í
Morgunblaðinu fyrir skömmu byggir
meðal annars á því sem fram kemur í
skýrslu GRECO um varnir gegn
spillingu hjá æðstu handhöfum fram-
kvæmdarvalds og löggæslu á Ís-
landi. Ég er að vísa til hennar og
þeirra ábendinga og viðvarana sem
þar koma fram, en einnig til ein-
stakra mála sem komið hafa upp á
undanförnum árum,“ segir Haraldur
og víkur að viðbrögðunum.
„Ættu að lesa þetta viðtal“
„En orð mín um spillingu hafa
fengið óvænt flug og verið útfærð í
þá veru að ég hafi sagt að það sé
grasserandi almenn spilling innan
lögreglunnar. Það hef ég aldrei sagt,
hvorki í þessu viðtali né annars
staðar. Þannig að þeir sem halda
þessu fram ættu að lesa þetta viðtal.“
GRECO er ríkjahópur gegn spill-
ingu innan Evrópuráðsins.
Spurður hvort hann telji að um-
mælin um spillingu í viðtalinu, sem
voru um 30 orð af 3.500 orðum, hafi
vísvitandi verið oftúlkuð kveðst Har-
aldur ekki geta dæmt um það.
„Ég er aðeins að segja að það er
búið að leggja of mikla alhæfingu í
þessi orð mín í viðtalinu, þar sem ég
var fyrst og fremst að vísa í varn-
aðarorðin í GRECO-skýrslunni og
þessi tilvik sem hafa komið upp og
þar eru reifuð,“ segir Haraldur.
Fjallað var um GRECO-skýrsluna
og helstu niðurstöður hennar í Morg-
unblaðinu í gær. Þar voru rifjuð upp
dæmi um að lögreglumenn á Íslandi
hefðu gerst brotlegir í starfi. Ýmsar
kerfislægar ástæður gætu hindrað
að greint væri frá vandamálum inn-
an lögreglunnar. »2, 16 og 38
Ummælin voru oftúlkuð
Ríkislögreglustjóri segir ummæli sín um spillingu hjá lögreglu vera oftúlkuð
Hann hafi meðal annars vísað til GRECO-skýrslunnar og opinberra mála
Fjölmennur hópur
» Alls voru 664 lögreglumenn
starfandi hjá embættum níu
lögreglustjóra og hjá ríkislög-
reglustjóra og héraðssaksókn-
ara 1. febrúar síðastliðinn.
» Við það bættust afleysinga-
menn, nemar og héraðslög-
reglumenn.
» Stöðugildin voru samtals
um 700 hjá áðurnefndum
ellefu embættum.
Ferðaþjónustan að Húsafelli hef-
ur byggt upp óvenjulegan baðstað í
Hringsgili, sem er í Reiðarfells-
skógi. Byggir uppbyggingin á heitu
vatni sem fannst í gilinu eftir tals-
verða leit. Aðgangur að Giljaböð-
unum, eins og þau eru nefnd, verð-
ur takmarkaður og aðeins í boði
undir leiðsögn þar sem m.a. er
fjallað um sjálfbæra orkunýtingu í
Húsafelli. »22
Náttúra Böðin eru í fallegu gili.
Nýr baðstaður á
óvenjulegum stað
Þegar er búið að selja á fimmta tug
nýrra íbúða á reit-E á Hlíðarenda.
Fyrstu íbúðirnar fóru í sölu í júní en
tveir stigagangar til viðbótar komu í
sölu fyrir um þremur vikum.
Fyrstu íbúarnir fluttu inn á reit-
inn í byrjun vikunnar en alls verða
rúmlega 670 íbúðir á fjórum íbúða-
reitum á Hlíðarenda. Um er að ræða
reiti með inngörðum; E, C, D og F.
Til viðbótar koma íbúðir á öðrum
reitum, þ.m.t. hugsanlegar stúd-
entaíbúðir, alls allt að 930 íbúðir.
Að jafnaði fylgir eitt bílastæði í
kjallara með íbúðum en fleiri stæði
fylgja sumum íbúðanna.
Garðar Hólm fasteignasali segir
þegar búið að taka frá nokkrar þak-
íbúðir á E-reit. Þær geta kostað vel
á annað hundrað milljónir. »32-33
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Smyrilshlíð Fyrstu íbúðirnar hafa
verið afhentar á E-reitnum.
Flytja inn á
E-reitinn á
Hlíðarenda
Norðlendingar og það ferðafólk sem enn er á
ferðinni hafa notið vel hitabylgjunnar sem geng-
ið hefur yfir norðausturhorn landsins undan-
farna daga. Aukin aðsókn er að sundlaugum og
útivistarsvæðum. Eitt þeirra er Kjarnaskógur,
þar sem ýmis afþreying er í boði. Einnig er hægt
að sóla sig í rólegheitum eins og þessi fjölskylda
kýs að gera. Því er spáð að sólin fari að fela sig á
bak við skýin næstu daga og hitatölur lækki. »6
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Fjölskyldur njóta góða veðursins í Kjarnaskógi