Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 65
Erum nánast orðlausir „Við erum bara nánast orðlausir og mér var virkilega brugðið. Við þurf- um að kryfja hvað fór úrskeiðis. Leik- ur liðsins var algjör „katastrofa“ og það fór nánast allt úrskeiðis í leiknum hjá okkur. Mér fannst að vísu varn- arleikurinn á köflum allt í lagi en sóknarleikurinn var hreint út sagt hræðilegur og okkur var trekk í trekk refsað með hraðaupphlaupum,“ sagði Arnar við Morgunblaðið eftir leikinn. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu því á sunnudaginn tekur það á móti heims- og Evr- ópumeisturum Frakka í öðrum leik sínum í undankeppninni á Ásvöllum. Sextíu mínútna martröð Íslendinga í Osijek  Kvennalandsliðið tapaði fyrir Króötum í undankeppni EM með 21 marks mun Morgunblaðið/Eggert Markahæst Karen Knútsdóttir skoraði fimm af átta mörkum íslenska liðsins gegn Króötum. EM 2020 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik var tekið í 60 mínútna kennslustund þegar það mætti Kró- ötum í fyrsta leik sínum í undan- keppni Evrópumótsins í Osijek í Kró- atíu í gær. Króatar fögnuðu 21 marks sigri, 29:8, eftir að hafa verið 14:3 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Arnars Pét- urssonar og er ljóst að hann hefur mikið verk að vinna. Íslenska liðið lenti á vegg, en það komst hvorki lönd né strönd áfram gegn gríðarlegri sterkri 6:0 vörn Kró- atanna og fyrir aftan hana voru markverðir þeirra í góðum gír. Það vantaði allt þor og kjark í leikmenn Íslands í sóknarleiknum og það var snemma ljóst í leiknum í hvað stefndi. Króatarnir nýttu sér aragrúa sókn- arfeila íslenska liðsins og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraða- upphlaupum. Karen eini marka- skorarinn í 42 mínútur Karen Knútsdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 42. mínútu sem einhver önnur en Karen skoraði fyrir Ísland þegar Hildigunnur Ein- arsdóttir kom boltanum framhjá markverði Króatana af línunni. Kró- atíska liðið jók muninn jafnt og þétt í seinni hálfleik og slakaði aldrei á klónni á meðan allt gekk á afturfót- unum í leik íslenska liðsins. Arnar Pétursson prófaði ýmsar uppstill- ingar á liði sínu í leiknum en leikur lærimeyja hans var í molum þótt þokkalegir kaflar kæmu í varn- arleiknum af og til. Króatarnir voru sterkari á öllum sviðum og var munurinn á líkamlegum styrk þeirra og íslenska liðsins sláandi. ÍÞRÓTTIR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 HANDBOLTI Undankeppni EM kvenna 6. riðill: Króatía – Ísland...................................... 29:8 Frakkland – Tyrkland ......................... 38:17 7. riðill: Pólland – Færeyjar .............................. 28:16  Ágúst Jóhannsson þjálfar Færeyjar. Meistaradeild Evrópu Kiel – Meshkov Brest .......................... 31:23  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 1 mark fyrir Kiel. Dinamo Búkarest – GOG.................... 35:28  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson komst ekki á blað. Viktor Gísli Hallgríms- son varði 6 skot. Þýskaland Stuttgart – Erlangen .......................... 30:26  Elvar Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Stuttgart.  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Frakkland París SG – Toulouse............................ 34:28  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir PSG. Danmörk SönderjyskE – Aalborg ...................... 22:29  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2 mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó- hannsson 2.  Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Aalborg. Ómar Ingi Magnússon lék ekki vegna meiðsla. Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari liðsins. Noregur Bikarkeppnin. 16-liða úrslit: St. Hallvard – Elverum....................... 28:36  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Elverum. Ungverjaland Tatabánya – Pick Szeged................... 28:34  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla. Austurríki Bregenz – West Wien.......................... 26:25  Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 4 mörk fyrir West Wien. Meistaradeild kvenna 32ja liða úrslit, seinni leikir: Wolfsburg – Mitrovica .................. 5:0 (15:0)  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Wolfsburg og skoraði eitt mark. BIIK Kazygurt – Anderlecht.......... 2:0 (3:1) Lyon – Riazan ................................ 7:0 (16:0) Fortuna Hjörring – Vllaznia .......... 2:0 (3:0) Barcelona – Juventus...................... 2:1 (4:1) Bayern München – Gautaborg....... 0:1 (2:2) Twente – St. Pölten......................... 1:2 (5:4) Slavia Prag – Hibernian ................. 5:1 (9:2) Manchester City – Lugano ........... 4:0 (11:1) Samanlagt í svigum, feitletruð lið áfram.  Osijek, undankeppni EM kvenna 2020, miðvikudag 25. september 2019. Gangur leiksins: 3:1, 4:1, 7:2, 10:2, 12:2, 14:3, 16:5, 19:5, 20:6, 24:6, 27:7, 29:8. Mörk Króatía: Nikolina Zadravec 6, Katarina Jezic 6, Ana Debelic 5, Paula Posavec 3, Dejana Milosavlj- evic 2/1, Dora Lackovic 2, Valentina Blazevic 1, Dora Krsnik 1, Korina Kar- lovcan 1, Marina Glavan 1, Selena Milosevic 1. Króatía – Ísland 29:8 Varin skot: Ivana Kapitanovic 14, Tea Pijevic 10/3. Utan vallar: 0 mínútur Mörk Ísland: Karen Knútsdóttir 5/3, Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Hildigunnur Ein- arsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 3, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 2. Utan vallar: 8 mínútur Dómarar: Andrzej Chrzan og Michal Janas, Póllandi Áhorfendur: 1.500 Síðari leikur Breiðabliks og Spörtu Prag í 32-liða úrslit- um Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram á Stra- hov-vellinum í Prag klukkan 16 í dag. Breiðablik er með 3:2-forystu eftir fyrri leikinn, sem fram fór á Kópavogsvellinum 11. september. Sparta komst tvívegis yfir í leiknum en í bæði skiptin jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Karólína Lea Vilhjálms- dóttir skoraði svo sigurmarkið tíu mínútum fyrir leiks- lok, tveimur mínútum eftir að Berglind jafnaði í 2:2. Sparta Prag er í öðru sæti tékknesku deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki, en liðið tapaði fyrir grönn- um sínum í Slaviu Prag fyrir fyrri leikinn gegn Breiða- bliki. Sparta er ríkjandi meistari og tapaði aðeins einum leik á öllu síðasta tímabili. Breiðablik fór taplaust í gegnum Íslandsmótið en varð að sætta sig við annað sæti á eftir Val, en liðin höfðu mikla yfirburði í sumar. Breiðablik komst einnig í 32-liða úrslitin árið 2016 en varð að sætta sig við tap gegn Rosengård frá Svíþjóð. Breiðablik mætir Spörtu Prag Berglind Björg Þorvalsdóttir Manchester United er komið áfram í 3. umferð enska deildabikarsins í fótbolta eftir nauman sigur á Rochdale úr C-deildinni á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálf- leik kom Mason Greenwood United yfir á 68. mínútu. Greenwood er 17 ára og áttu fáir von á að enn yngri leikmaður myndi skora næsta mark. Það gerði hins veg- ar hinn 16 ára gamli Luke Matheson er hann jafnaði fyr- ir Rochdale á 76. mínútu og tryggði liðinu víta- spyrnukeppni, þar sem United hafði að lokum betur. Chelsea vann 7:1-risasigur á Grimsby úr D-deildinni á Stamford Bridge. Michy Batshuayi skoraði tvö mörk fyr- ir Chelsea. Liverpool vann öruggan 2:0-sigur á MK Dons á útivelli. James Milner og hinn 17 ára gamli Ki-Jana Hoever skoruðu mörkin. West Ham fékk skell gegn Oxford úr C-deildinni, 4:0, en Aston Villa vann 3:1-sigur á Brighton í úrvalsdeildarslag. United slapp með skrekkinn Mason Greenwood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.