Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 49
49www.virk.is ATVINNULÍF hætta á að starfsmaðurinn sem ekki á sömu möguleika á að nýta sér aðstæður sem höfða til hans eða hann hefur þörf fyrir, muni taka sér skipulagt veikindafrí í tilefni dagsins. Auk þess að meðhöndla réttmætar veikindafjarvistir á jákvæðan hátt og aðstoða einstaklinga við að stytta þær með nauðsynlegum stuðningi og skilningi á mismunandi aðstæðum þeirra, þurfa samræmdar aðgerðir að vera til staðar til að draga úr óvæntum fjarvistum. Nokkur ágreiningur er um hvort aðferðir við að höndla fjarvistir ættu að vera hvetjandi og vellíðunartengdar eða agandi og refsandi. Í rauninni getur fjarvistarstefna þurft að styðjast við allar aðferðir til að ná hámarksárangri en það er mikilvægt að traust og stuðningur séu í fyrirrúmi til að minnka tíðni og lengd fjarvista. Fjarvistastefna tekur á því hver á að gera hvað, hvenær, hvernig og með hverjum. Stefnan þarf að taka á eftirfarandi þáttum og skilgreina vinnuferla í sambandi við þá: Ábyrgð, hlutverk, verkefni, ferlar, markmið, skráning og árangursmat. Viðhorf starfsmanna til vinnu sinnar hafa mikil áhrif á mætingu. Starfsmaður sem er sáttur og ánægður vill vera í vinnunni, en sá sem er ósáttur notar hverja afsökun til að sleppa því að mæta. Þættir í vinnuumhverfinu eins og vinnuskipulag, samskipti og streitustig hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og fjarveru frá vinnu. Langur ferðatími, ferðamáti og færð til og frá vinnu hafa áhrif á fjarvistir og staða einstaklingsins í fyrirtækinu hefur einnig áhrif. Langur vinnudagur og mikil yfir- vinna auka líkur á veikindafjarvistum. Starfsfólki er mikilvægt að sjá að fjar- vistastefnan sé lifandi og að stjórnendur jafnt sem starfsmenn taki hana alvarlega. Það ætti að vera hluti nýliðafræðslu að upplýsa starfsmenn um fjarvistastefnu fyrirtækis og þær leiðir sem farnar eru til að fylgja henni eftir. Stjórnendur gegna lykilhlutverki við stjórnun fjarvista og nauðsynlegt er að starfsmenn þekki til stefnu og vinnuferla sem unnið er eftir. Til að ná árangri í fjarvistastjórnun er mikilvægt að á vinnu- staðnum sé samstarf og skilningur milli stjórnenda og starfsmanna. Einnig þurfa læknar, stéttarfélög og heilbrigðiskerfið að vera virkir þátttakendur í ferlinu eftir því sem við á. Lykilatriði góðrar fjarvistastefnu: Fjarvistamenning fyrirtækisins Ef fjarvistir eru álitnar óviðráðanlegar og óhjákvæmilegar skapar það menningu þar sem léleg mæting er viðurkennd. Án jákvæðra aðgerða geta skapast viðhorf þar sem fjarvistir eru taldar óviðráðanalegar eða óstjórnanlegar, eða í versta falli álitnar vera réttur til að taka sér auka frídag. Þetta undirstrikar mikilvægt hlutverk yfirstjórnar og stjórnenda við að koma þeim skilaboðum klárt og skýrt til skila hvaða væntingar fyrirtækið hefur varðandi mætingar. Án frumkvæðis af þessu tagi er mögulegt að hafa menningu þar sem fjarvistir eru taldar vera óstjórnanlegar. Skilvirk stefna þarf að vera þekkt og skiljanleg öllum í fyrirtækinu og þarf að eiga við allsstaðar og gagnvart öllum. Vel skilgreind hlutverk Lengd fjarvistar einstaklings getur krafist viðbragða fjölda fólks innan og utan fyrirtækisins, svo sem næstu yfirmanna, millistjórnenda, mannauðsstjóra, trúnaðarmanns verkalýðsfélags, trúnaðarlæknis eða starfsmannaheilsuverndarinnar, eða ráðgjafa í starfsendurhæfingu og heilsugæslulæknis. Til að fjar- vistastefna virki í framkvæmd þurfa allir aðilar að hafa vel skilgreind hlutverk. Þetta tryggir að hvert tilfelli sé meðhöndlað á skilvirkan og kerfisbundinn hátt. Á hverju stigi fjarvistarinnar þarf að vera ljóst hver er ábyrgur fyrir hvaða þætti og hvaða niðurstöðu er vænst. Vel skilgreindir verkferlar Samfara skilgreiningu á ábyrgðarhlut- verkum þarf að setja skýrar vinnureglur. Þetta tryggir að hvert tilfelli er meðhöndlað á sama hátt, sömu vinnuferlar notaðir og stöðluðum upplýsingum safnað. Fjarvistasamtal við endurkomu til vinnu er áhrifaríkt tæki til aðstoðar starfsmanni sem á í veikindum, til að láta hann vita að hann skiptir máli í gangverki starfseminnar. Á vef VIRK (www.virk. is) er að finna dæmi um slíkt samtal, sem ætti alltaf að fara fram sem hluti af undirbúningi fyrir endurkomu til vinnu eftir langtíma veikindafjarvist og í sumum tilfellum í hvert sinn sem starfsmaður kemur aftur til vinnu eftir endurtekin skammtímaveikindi. Í fjarvistasamtali ræða starfsmaðurinn og yfirmaður hans saman um hvað hægt er að gera á vinnustaðnum til að auðvelda starfsmanninum að mæta í vinnu eða koma sem fyrst aftur til vinnu. Markmiðið með því er að byggja brú milli þess sem starfsmaðurinn getur og á að geta og finna leiðir fram hjá þeim hindrunum sem starfsmaðurinn upplifir gegn því að vera áfram í vinnu eða koma aftur í vinnu eftir veikindi. Vinnuferlar fela meðal annars í sér skil- greiningu á tímatakmörkum varðandi tilkynningar, forvarnir og viðbrögð, upp- lýsingamiðlun og fræðslu til viðeigandi aðila. Í niðurstöðum könnunar frá CBI6 (Confederation of British Industry) kom fram að í aðeins 54% fyrirtækjanna sem voru skoðuð var talið að stjórnendur hefðu fengið sérstaka fræðslu eða þjálfun í fjarvistastjórnun. Þekking og áhugi yfirmanna og starfsmanna á þeim þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði og veikindafjarvistir á vinnustað eru grundvallaratriði þegar kemur að árangursríkri fjarvistastjórnun. Shaw og fleiri7 rannsökuðu áhrif af fræðslu fyrir yfirmenn um forvarnir og vinnuaðlögun á tíðni fjarvista og bótakrafna. Niðurstaðan var að á fyrstu sjö mánuðum minnkaði kostnaður vegna veikindafjarvista um 25% og nýjum bótakröfum fækkaði um 47%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.