Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 47
47www.virk.is ATVINNULÍF Fjarvistastjórnun Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Inngangur Fjarvistastjórnun hefur í vaxandi mæli verið viðfangsefni stjórnenda víða um heim síðustu 10-15 ár. Rannsóknir benda til þess að fjarvistir séu ekki einungis einn þeirra þátta sem hafa áhrif á samkeppnishæfni og rekstrarafkomu fyrirtækja, heldur felist í fjarvistastjórnun tækifæri til að stjórna mörgum þáttum sem hafa áhrif á tíðni og lengd fjarvista, vinnustaðarmenningu, framleiðni og vellíðan starfsmanna í vinnu. Miðað við hversu miklir fjáhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir atvinnurekendur vegna launagreiðslna í veikindum, sætir það nokkurri furðu hve litla áherslu atvinnurekendur hafa lagt á þennan þátt í stjórnun fyrirtækja sinna, en ljóst er að markviss fjarvistastjórnun getur bæði fækkað og stytt veikindafjarvistir starfsmanna verulega og þar með minnkað beinan og óbeinan kostnað sem fellur á fyrirtækið vegna veikindafjarvista. Á Norðurlöndum og í öðrum löndum sem við berum okkur oft saman við greiða atvinnu- rekendur gjarnan tveggja vikna laun í veikindum starfsmanna sinna áður en nokkurskonar áfallatryggingasjóður eða opinberir aðilar taka við greiðslunum. Tveggja vikna launagreiðsla er talin vera hvati til að atvinnurekendur geri hvað þeir geti til að viðhafa markvissa fjarvistastjórnun1,2. Hér á landi getur starfsmaður hins vegar verið í veikindafjarvist á launum hjá atvinnurekanda í marga mánuði og víða virðist sem lítið sé gert af hálfu atvinnurekandans til að hafa samband við starfsmanninn og kanna hvernig honum líður. Atvinnurekandinn telur jafnvel að hann megi ekki ráðast inn í einkalíf starfsmanns í veikindafjarvist, með því að hafa frumkvæði að samskiptum við hann. Þess eru jafnvel dæmi að starfsmaður hreinlega gleymist, fái launin sín í marga mánuði, en upplifi afskiptaleysi atvinnurekandans að öðru leyti sem höfnun eða skort á umhyggju. Því lengur sem starfsmaður er frá vinnu vegna veikinda, því minni líkur eru á að hann snúi nokkru sinni aftur til vinnu.3 Í þessari grein verður einkum fjallað um fjarvistarstjórnun með hliðsjón af veikinda- fjarvistum. Fjarvistastjórnun Fjarvistastjórnun er ferli sem hefur meðal annars þann tilgang að styrkja ráðningarsamband einstaklinga. Í fjarvistastjórnun eru notuð skil- greind vinnuferli um forvarnir og viðbrögð við veikindafjarvistum, skráningu fjarvista, fræðslu og upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda, umbætur á vinnuaðstöðu og vinnuumhverfi og endurkomu til vinnu eftir veikindi. Stefnt er að lækkun kostnaðar vegna fjarvista hvort sem þær eru vegna skammtíma veikinda starfsmanna, veikinda barna, óánægju með vinnuna, langtíma veikinda eða slysa. Fjarvistastjórnun er flókin og verður ekki afgreidd með skyndilausnum. Fylgjast þarf með veikindafjarvistum á kerfisbundinn hátt, halda sambandi við veikan starfsmann og auðvelda honum að koma aftur til starfa þegar heilsa hans Það er mikilvægt að móta fjarvistar- stefnu og vinnuferli í samstarfi við alla hagsmunaaðila, hún þarf að vera í samræmi við lög og reglur og allir starfsmenn þurfa að þekkja hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.