Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 32
32 www.virk.is Þ JÓ N U S TA er unnið að því að efla áhugahvöt og greiða fyrir lausnum sem viðkomandi býr yfir. Við innleiðingu þess í ráðgjöf þarf að huga sérstaklega að þjálfun og endurgjöf og stuttum gagnvirkum æfingum fyrir ráðgjafa til að aðferðin verði hluti af starfinu en ekki kvöð, sem eykur álagið í starfinu. Frumniðurstöður benda einnig til aukinnar starfsánægju og minni kulnunar meðal ráðgjafa og betri árangurs fyrir þá einstaklinga sem leituðu til þeirra. Það er við hæfi að enda þessa umfjöllun um Áhugahvetjandi samtal á orðum Sørens Kierkegaards um hina sönnu hjálparlist, sem eiga jafn mikið erindi til þeirra sem vinna með einstaklinga í dag og fyrir hundrað árum. Hin sanna hjálparlist Ef ég á að geta leitt manneskju að ákveðnu marki verð ég fyrst að vita hvar hún er stödd og byrja ferðina þar. Sá sem ekki veit það villir um fyrir sjálfum sér þegar hann telur sig geta hjálpað öðrum. Til að geta þjónað náunganum verð ég vissulega að skilja ýmislegt sem hann ekki skilur, en fyrst og fremst að skilja það sem hann skilur. Geri ég það ekki gagnast engum þótt ég kunni og viti meira. Öll raunveruleg hjálp byrjar með virðingu fyrir þeim sem á að hjálpa. Þess vegna verð ég að skilja: Að hjálpa er ekki að drottna heldur þjóna. Skilji ég þetta ekki þá get ég ekki hjálpað neinum. Höfundur: Søren Kierkegaard (íslensk þýðing: Svala Björgvinsdóttir) Um höfundinn Soffía Eiríksdóttir starfar sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá BSRB. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk diplómanámi í atvinnu- og stofnana- ráðgjöf frá CVU í Álaborg 2003. Soffía lauk meistaraprófi í Lýðheilsufræði frá Háskólanum í Reykjavík 2009 og lokaritgerð hennar var þýðing og staðfærsla á matstæki fyrir Áhuga- hvetjandi samtal (MITI 3.0). Soffía hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur á skurðsviði Landspítalans auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu og ráðgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.