Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 22
22 www.virk.is Þ JÓ N U S TA að þróun þessarar aðferðarfræði á undanförnum vikum og mánuðum m.a. í samstarfi við erlenda sérfræðinga. Starfshæfnismat Almennt Starfshæfnismat er heildrænt mat sem metur færni einstaklingsins út frá líkamlegum, andlegum og félagslegum forsendum til að taka virkan þátt í samfélaginu. Það metur styrkleika og veikleika einstaklingsins m.t.t. atvinnuþátttöku og þess að afla sér tekna. Lögð er áhersla á að virkja einstaklinginn, bjóða honum fljótt einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu og fjarlægja vinnuletjandi farartálma. Litið er á starfshæfnismat sem eitt órofa ferli mats annars vegar og virkniaukandi aðgerða og/eða starfsendurhæfingar og meðferðar hins vegar. Stuðst er við ICF-kerfið (International Classification of Functioning, Disability and Health) og hugmyndafræði þess í starfshæfnismatinu. ICF- kerfið er gefið út af WHO, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni. Í ICF-kerfinu er horft á færni einstaklingsins í því samfélagi sem hann býr í án tillits hvað olli skerðingunni. Þetta flokkunar- og kóðunarkerfi gerir mögulegt að staðla skráningu á heilsutengdri færni og færniskerðingu en á sama tíma lýsir það færni frá ólíkum sjónarhornum, svo sem hreyfigetu eða félagslegri aðlögun. Notkunarmöguleikar þess eru því miklir og sem dæmi má nefna notkun til að meta færni einstaklinga, ákveða meðferð og meta árangur hennar, til samskipta milli fagstétta og til sjálfsmats einstaklinga. Hér á landi hefur landlæknisembættið umsjón með ICF kerfinu og þróun þess. Þýðing þess er samstarfs-verkefni landlæknisembættisins og Háskólans á Akureyri. Starfsaðferðir og vinnuferlar hjá Starfsendurhæfingarsjóði Starfshæfnismat er heildrænt mat sem metur færni einstaklingsins út frá líkamleg- um, andlegum og félagslegum forsendum til að taka virkan þátt í samfélaginu. Ása Dóra Konráðsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Inngangur Hjá Starfsendurhæfingarsjóði hefur átt sér stað þróun á verkfærum og vinnuferlum sem hafa það markmið að meta getu og færni einstaklinga til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Þeim er líka ætlað að draga fram þau tækifæri sem eru til staðar og virkja og hvetja einstaklinga til dáða. Um er að ræða mismunandi verkfæri og vinnuferla sem í þessari grein verða nefnd einu nafni starfshæfnismat. Markmiðið er að meta getu einstaklingsins, ekki eingöngu út frá læknisfræðilegri nálgun, heldur einnig út frá heildarsýn á manneskjuna í sínu félagslega umhverfi. Það að vinna út frá heildarsýn þýðir að auk mats á líkamlegu og andlegu heilsufari þarf að lýsa og greina aðstæður einstaklingsins bæði út frá félagslegri stöðu hans og stöðu viðkomandi á vinnu- markaði. Samspil margra ólíka þátta skiptir því máli í þessu samhengi. Heilsubrestur á einu sviði þarf ekki að þýða að einstaklingur sé óvinnufær, styrkleiki á öðru sviði getur vegið upp á móti heilsubresti og leitt í ljós að einstaklingur er vinnufær. Að hluta til hefur þessi vinna verið unnin í samstarfi við faghóp um matsaðferðir sem komið var á fót af opinberum aðilum og hafði það hlutverk að koma með tillögur að leiðum í nýju starfshæfnismati. Skýrslu þessa faghóps er að finna á vef félagsmálaráðuneytisins. Stór hluti af þeim verkfærum sem þar eru sett fram hafa verið þróuð og prófuð af sérfræðingum Starfsendurhæfingarsjóðs og mynda grunn þess mats sem notað er hjá sjóðnum í dag. Matið er þó í stöðugri þróun hjá sérfræðingum og ráðgjöfum sjóðsins. Í þessari grein verður gerð grein fyrir helstu þáttum matsaðferðanna ásamt því að upplýsa um hvernig staðið hefur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.