Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 46
46 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF reiðhjól og þarf að dæla lofti í afturdekkið. Þarna er nefnilega líka reiðhjólaverkstæði, enda ferðast menn gjarnan á hjólum innan svæðisins. Einn starfsmaður gerir ekkert annað en að safna saman sorpi á svæðinu, en álverið flokkar allt sorp og það er síðan sótt af Gámaþjónustunni. Jan Nielsen merkir bréfpokana, en upplýsir um leið að hann hafi unnið á vöktum í álverinu í 34 ár. Þá gafst hann upp á því fyrirkomulagi, leiður á að vera alltaf á skjön við fjölskyldu sína. „Ég er búinn að vera hérna í Smiðjunni í 8 mánuði og þetta er allt annað líf fyrir mig og fjölskylduna. Ég væri áreiðanlega hættur að vinna ef ég hefði ekki komist í Smiðjuna, vaktavinnan var orðin allt of erfið fyrir mig,“ segir hann á forníslensku, eins og hann kallar dönsk/íslenskuna sína. Handan við kaffistofu starfsmanna er slökkvistöð álversins. Þar eru tveir slökkvi- bílar álversins, ávallt viðbúnir ef á þarf að halda. Smiðjumenn halda þeim óaðfinnanlegum. Eftirsóttur vinnustaður Núna eru 13 starfsmenn í Smiðjunni, en að meðaltali eru þar 12 manns. Þrír hætta í sumar, en einn er þegar búinn að fá vilyrði um að komast inn og fleiri vilja gjarnan komast að. „Við tökum alltaf strax á móti þeim sem þarfnast þess mest,“ segir Hjörtur. „Sumir stoppa bara stutt og fara aftur í fyrri störf í verksmiðjunni þegar þeir eru búnir að jafna sig eftir veikindi eða slys. Aðrir vilja gjarnan flytja sig hingað til frambúðar. Þeir eru orðnir þreyttir og finna kannski að þeir eru svifaseinni en þeir voru, en hér geta þeir margt gott unnið.“ Sjálfur var Hjörtur á vinnuvélaverkstæði álversins í 35 ár, en hann hóf störf þar um leið og álverið tók til starfa, árið 1969. Hann tók við verkstjórn í Smiðjunni fyrir 5 árum. Þar er unnið frá 8-16 á virkum dögum. „Sumir vinna þrjá daga í viku, aðrir fjóra, en flestir fimm. Það er allt í lagi, við höfum þetta bara eins og hentar hverjum og einum. Menn eru sumir miklir sjúklingar eða eiga erfitt með að vinna meira vegna veikinda heima fyrir.“ Hann segir gott andrúmsloft í Smiðjunni. „Hérna æsir sig ekki nokkur maður vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Þetta eru fullorðnir menn, sem kippa sér ekki upp við slíkt. Þeir vilja bara fá að sinna sínu og hafa tíma til að sinna fjölskyldunni. Við vinnum þetta með gamla laginu, í hægð og ró. Þótt menn úreldist á vöktum, þá þýðir það ekki að þeir geti ekki lagt sitt af mörkum. Hjá öðrum fyrirtækjum væri kannski farið með þá út fyrir hlið, en það tíðkast ekki hérna. Það er gott að starfa hjá svona fyrirtæki.“ Magnús Guðmundsson hefði þurft að hætta að vinna. Hann gefur sér tíma til að líta upp frá slöngugerðinni og upplýsir hvers vegna hann er í Smiðjunni. „Ég varð fyrir slysi árið 2001, var á hjóli innan svæðis og vinnutæki ók aftan á mig,“ segir hann. „Ég var að vinna á vélaverkstæðinu þegar þetta var og þótt ég væri ekki lengi frá vinnu kom í ljós að neðstu hryggjarliðir höfðu skaddast, svo ég gat ekki sinnt fyrri vinnu, enda er ekkei létt verk að vera vélvirki í álveri. Mér leist strax vel á að færa mig yfir í Smiðjuna og ég er búinn að vera hérna í rúm 8 ár. Ef þetta úrræði hefði ekki staðið til boða þá hefði ég líklega þurft að hætta að vinna.“ Magnús, sem hefur starfað hjá álverinu frá 1972, segir starfið fjölbreytt. Fyrir utan slöngugerðina annast hann slökkviliðsbílana, fyllir á slökkvitæki, fer yfir reykköfunarbúnað og kæliherbergi og svo mætti lengi telja. „Það koma einstaka sinnum dauðir punktar, eins og gerist líklega í flestum störfum. En það stendur aldrei lengi, við finnum okkur alltaf eitthvað að gera. Allt eru þetta störf, sem þyrfti að vinna hvort sem er, svo við finnum tilgang í öllu sem við gerum.“ Magnús verður 67 ára í sumar og þá ætlar hann að láta af störfum. Honum finnst ekki ósennilegt að þá haldi hann sambandi við gamla félaga með því að fara á mánaðarlega fundi þeirra á kaffihúsi. „Ég fer héðan mjög sáttur. Smiðjan er frábært framtak, sem skiptir miklu máli. Ég er búinn að vera lengi hjá þessum góða vinnuveitanda, en auðvitað eru orðin kynslóðaskipti hérna. Núna þekki ég alla vega ekki hvern mann á svæðinu, eins og ég gerði áður fyrr! “ Magnús Guðmundsson að störfum í Smiðjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.