Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 29

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 29
29www.virk.is ÞJÓNUSTA breytingu á styttri tíma en almennt er talið mögulegt. Samanborið við hefðbundna ráðgjöf eða samtalstækni er Áhugahvetjandi samtal hnitmiðaðra og ávallt er unnið út frá tiltekinni markmiðshegðun sem krefst breytinga. Könnun og lausn á tvíbendni er megintilgangurinn og stýrir fagaðili samtalinu meðvitað í átt að því markmiði. Margar fræðilegar hefðir innan sál- fræðinnar liggja til grundvallar hug- myndafræði og aðferðum Áhuga- hvetjandi samtals. Einstaklingsmiðuð sálfræðimeðferð Rogers (1959) er þar fremst í flokki, en kenningar mannúðar- sálfræðinnar um að manneskjan búi yfir innra afli til jákvæðra breytinga, sé skapandi og hafi grundvallarþrá til að þroskast, varða veginn. Viðurkenning, jafnræði og jákvæðni skapa aðstæður fyrir einstaklinginn til að fullgera möguleika sína og speglanir eru notaðar markvisst til að miðla samhygð (Miller og Rollnick 2002, Miller og Rollnick 2009). Sjálfsskynjunarkenning Bems (1972) um að einstaklingar skuldbindi sig frekar vegna þeirra lífsgilda sem þeir heyra sjálfa sig verja fyrir öðrum mótaði hugmyndir um mikilvægi þess einstaka tungumáls sem skapast við samskipti í Áhugahvetjandi samtali (Miller og Rollnick 2002; Moyers 2004). Að vinna með viðnám einstaklings frekar en að ráðast gegn því er byggt á kenningu Brehm og Brehm (1981) um sálfræðilegan mótþróa. Viðnám er áhugahvetjandi afl sem vaknar þegar raunverulegu eða skynjuðu persónulegu frelsi er ógnað, dregið úr því eða það fjarlægt. Mótþrói beinist að endurreisn þessa frelsis og getur átt sér ýmsar birtingamyndir. Þannig getur eina huggun einstaklings sem sviptur hefur verið fjölskyldu og vinnu vegna áfengisneyslu verið áfengið. Áhugahvetjandi samtal og þverkenn- ingalega líkanið um hegðunarbreytingu (TTM) eru eins og systkini sem hafa vaxið úr grasi saman. Bæði leitast við að mæta einstaklingnum þar sem hann er og þróuðust út frá þörf til að skilja af hverju sumir einstaklingar breyta hegðun en aðrir ekki. TTM-líkanið skýrir hvernig og af hverju hegðunarbreytingar eiga sér stað, en Áhugahvetjandi samtal er ákveðin klínísk aðferð til að efla áhugahvöt einstaklingsins til hegðunarbreytinga (DiClemente og Velasquez 2002, Miller og Rollnick 2009). Andi Áhugahvetjandi samtals Áhugahvetjandi samtal byggir líkt og aðrar samtalstaðferðir á ákveðinni samtalstækni en reynslan hefur sýnt að hinn sanni kraftur þess hvílir í andanum. Andinn er þannig jafn mikilvægur og tónlist við texta lags, án tónlistar (andans) er textinn (samtalstæknin) aðeins orð á blaði (Rollnick og Miller 1995). Andann má skilgreina sem sérstaka nærveru við einstaklinginn og byggir á því að skilja og skynja hið „mannlega eðli“ sem hefur áhrif á að einstaklingar breyta á tiltekinn hátt. Andinn samanstendur af þremur grundvallarþáttum; samvinnu, framköllun á áhugahvöt og stuðningi við sjálfstæði (Miller og Rollnick 2002, Miller og Rollnick 2009, Moyers 2004, Rollnick og Miller 1995). Samvinna (collaboration). Áhugahvetjandi samtal byggir á jafnræði milli tveggja einstaklinga sem báðir búa yfir mikilvægri vitneskju í tengslum við tiltekið markmið. Samtalið snýst ekki um skilaboð frá sérfræðingi sem segir; ég hef það sem þig vantar, heldur öllu fremur; þú hefur það sem þig vantar og í sameiningu munum við finna það. Einstaklingur talar meira en fagaðili, setur fram eigin hugmyndir um hegðunarbreytingu og kallað er eftir hans lífsgildum og sjónarhornum við markmiðssetningu. Framköllun (evocation). Einstaklingurinn býr sjálfur yfir lausn- unum og fagaðili leitast við að kalla þær fram og auðvelda fyrir birtingu þeirra. Til þess þarf að laða fram og efla innri áhugahvöt til breytinga hjá einstaklingi. Mikilvægt er að ýta undir tal um breytingar og sjálfshvetjandi setningar og fylgja því eftir þegar það kemur fram. Sjálfstæði (autonomi). Áhugahvetjandi samtal leitast við að styðja sjálfstæði einstaklings. Það birtist í virðingu fyrir vali hans og frelsi til ákvörðunartöku og trú á að hann geti breytt. Ábyrgð hegðunar liggur ávallt hjá einstaklingnum sem hefur frjálst val um að nýta sér ráð og upplýsingar fagaðilans. Fjórar meginreglur Áhugahvetjandi samtals Hugmyndafræði Áhugahvetjandi samtals er ekki flókin en það getur verið erfitt að ná færni í aðferðinni. Til að feta sig áfram þarf að skilja hvaða þættir eru líklegir til að leiða til jákvæðra hegðunarbreytinga og vinna út frá þeim. Því eru settar fram fjórar meginreglur sem miða að frekari sérhæfni fagaðila (Miller og Rollnick 2002, 2009). Að sýna samhygð (express empathy). Samhygð er viðurkenning fagaðila á einstaklingi eins og hann er. Hún grundvallast á áhuga og löngun til að skilja aðstæður út frá heimsmynd viðkomandi án þess að dæma eða gagnrýna. Samhygð snýst ekki um að vera sammála skoðunum einstaklings heldur að viðurkenna þær, skilja og virða. Viðurkenning veitir frelsi til að breyta hegðun andstætt skilningsleysi sem stöðvar ferli breytinga. Speglanir eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.