Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 25

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 25
25www.virk.is ÞJÓNUSTA hvað viðkomandi muni treysta sér til að takast á við í framtíðinni. Markmiðið með Grunnmati-möppu tækifæranna er að fá ítarlega mynd af högum einstaklings með tilliti til starfshæfni og virkni á vinnumarkaði. Brýnt er að upplýsingarnar séu skráðar í samtalsrammann á sem hlutlægastan hátt til að tryggja að grunnmatið, sem unnið verður á grundvelli upplýsinganna, verði eins nákvæmt og kostur er. Höfuðmarkmið er að veita aðstoð til sjálfshjálpar að því leyti sem það er mögu- legt. Grunnmat-mappa tækifæranna inniheldur eftirfarandi yfirþætti: Vi1. ðhorf og tengsl við vinnumarkað. Að tileinka sér nýja færni og 2. þekkingu. Áhugamál.3. Félagsleg færni – persónuleg hæfni.4. Félagslegar og fjárhagslegar 5. aðstæður. Heilsufar.6. Innan hvers yfirþáttar eru gátlistar sem eru hugsaðir til leiðbeiningar og stuðnings við samtal ráðgjafa og einstaklings með tilliti til hvaða upplýsingum skuli sérstaklega leita eftir. Töflur innan hvers yfirþáttar eru hugs- aðar til að ná markvisst fram sjónarhorni einstaklingsins á stöðu sinni. Þeir þættir sem settir eru fram í Töflunum eru meðal annars unnir út frá matsþáttum sem koma úr ICF-kerfinu þar sem verið er að nýta aðgerðabindingu í sérhverjum matsþætti og honum lýst með tilteknum aðgerðum. Sem dæmi má nefna yfirþátt tvö. Að tileinka sér nýja þekkingu og færni. Þar er horft til tiltekinna aðgerða er tengjast framangreindu, s.s. hvernig einstaklingnum gangi að mæta reglulega í skóla, tileinka sér námsefni, vinna með öðrum nemendum o.s.frv. Töflurnar innihalda staðlaðar spurningar sem mynda kjarna grunnmatsins. Það verður að fara í gegnum Töflurnar, án undantekninga. Á sama tíma er notkunarmöguleiki þeirra fólginn í því að þær eru nýttar í Bráðagrunnmati. Verkefnablöð fylgja fyrstu tveimur þáttunum í möppu tækifæranna. Þau eru ætluð einstaklingnum til að vinna með heima en viðkomandi getur komið með þau til ráðgjafa og fengið aðstoð við útfyllingu sé þess þörf. Um er að ræða samantekt um reynslu af vinnumarkaði annars vegar og menntun hins vegar. Í flestum tilfellum eru upplýsingarnar sem leitað er eftir taldar nauðsynlegar fyrir Grunnmatið. Virkniáætlun Á sama tíma og unnið er Grunnmat eru markmið sett með einstaklingnum er miða að því að auka virkni hans og þátttöku. Þessi markmið eru sett inn í Virkniáætlun einstaklingsins sem er í samfelldri þróun meðan samstarf einstaklings og ráðgjafa stendur. Hér getur bæði verið um að ræða skammtíma- og langtímamarkmið. Rauði þráðurinn í þessari áætlun er að setja fram raunsæ markmið með virkri þátttöku einstaklingsins er varða leið hans aftur út á vinnumarkaðinn. Þó tilgangurinn með Grunnmati sé að fá heildstæða mynd af stöðu og líðan einstaklingsins er ætlunin ekki sú að alltaf sé farið ítarlega í gegnum hvern þátt, heldur sé það einstaklingsbundið. Það er ráðgjafans að vega og meta eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir um einstaklinginn. Þá er gert ráð fyrir að skráðir séu helstu styrkleikar og veikleikar einstaklingsins og markmið sett við hvern þátt. Síðan er lagt mat á færni einstaklingsins með tilliti til þessara aðgerða. Ýmis verkfæri og ítarefni Ýmis önnur verkfæri, t.d. verkefnablöð fyrir heimavinnu eða ítarefni til upplýsinga, gætu nýst á þessu stigi máls til að hvetja og virkja einstaklinginn. Þau eru valkvæð þar sem þau teljast ekki nauðsynleg við upplýsingaöflun fyrir grunnmat. Þau teljast hinsvegar heppileg þegar kemur að Virkniáætlun. Má hér nefna fræðslubæklinga ýmiss konar sem og verkfæri sem hjálpa einstaklingum við að setja sér markmið og finna leiðir til bættrar starfshæfni. Niðurstaða Grunnmats Niðurstöður Grunnmats byggja á: G1. ögnum sem fylgja einstaklingnum inn í kerfið. Upplýsingum sem aflað er eftir 2. fyrirfram ákveðinni aðferð og hefur verið lýst hér að framan. Upplýsingum um árangur 3. virkniaukandi aðgerða þegar þær hafa átt sér stað. Ráðgjafi leggur mat á möguleika til þróunar sem og hindranir einstaklings út frá þeim upplýsingum og skráningum sem liggja fyrir um færni viðkomandi. Þetta mat þarf að vera í samhengi við kröfur á vinnumarkaði. Þegar ráðgjafi vinnur úr sínum gögnum og metur hvar þörf sé á að grípa inn í þá á hann alltaf að hafa neðangreinda forgangsþætti í huga varðandi endurkomu til vinnu: Sama starf – sami atvinnurekandi.• Sama starf með aðlögun/þjálfun – • sami atvinnurekandi. Annað starf – sami atvinnurekandi • með eða án aðlögunar/þjálfunar. Svipað starf hjá öðrum • atvinnurekanda oft með aðlögun/ þjálfun. Annað starf hjá öðrum • atvinnurekanda með eða án aðlögunar/þjálfunar. Þjálfun og endurmenntun. • Sérhæft mat Sérhæft mat á sér stað þegar kallaðir eru til sérfræðingar til að meta nánar stöðu einstaklings og greina þörf hans fyrir frekari endurhæfingu. Í sérhæfðu mati eru starfshæfni og möguleikar á starfsendurhæfingu kannaðir og metnir á dýpri og sérhæfðari hátt en í grunnmatinu. Á grundvelli sérhæfðs mats er tekin ákvörðun um hvort, og þá hvernig, megi efla starfshæfnina. Niðurstaða matsins segir til um möguleika á starfsendurhæfingu og úrræðum í samræmi við það. Ástæður fyrir sérhæfðu mati geta verið ýmiss konar en það er ráðgjafi sem vísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.