Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 30
30 www.virk.is Þ JÓ N U S TA notaðar markvisst til að miðla samhygð, þannig má koma til skila dýpri skilningi en með því sem sagt er berum orðum. Að þróa misræmi (develop discrepancy). Markmið með þróun misræmis er að leysa tvíbendni í átt til jákvæðrar hegðunarbreytingar. Með því að benda á misræmi milli tiltekinnar hegðunar einstaklings og þeirra gilda og markmiða sem eru honum mikilvæg má efla innri hvöt til breytinga sem sprottnar eru hjá einstaklingnum sjálfum en ekki vegna þvingana eða ytri áhrifa. Að berast með viðnámi (roll with resistance). Viðnám eða mótþrói er það þegar einstaklingur ver óbreytt ástand. Ef fagaðili ræðst gegn viðnámi einstaklings og hvetur staðfastlega til breytinga, þrátt fyrir mótþróa, er hætta á að sú hegðun sem einstaklingur þarf að verja festist frekar í sessi. Ef fagaðili lætur berast með viðnámi þegar það kemur fram og hlustar, gefst tækifæri til að skoða það sem liggur að baki og um leið opnast möguleikar til að koma nýjum upplýsingum og sjónarmiðum að. Í þessu felst einnig virðing fyrir einstaklingnum og getu hans til að vera virkur aðili í lausn vandamálsins. Að efla trú á eigin getu (support self-efficacy). Öflugasti hvati hegðunarbreytinga er trú á eigin getu. Þrátt fyrir að einstaklingur hafi vilja til að breyta mun hann ekki gera það ef hann hefur ekki trú á að hann geti breytt. Hlutverk fagaðila er því að aðstoða einstaklinginn til að öðlast eða auka trú á eigin getu þannig að hann finni von og styrk til að yfirvinna þær hindranir sem á vegi hans verða. Breytingatal Mikilvægasta hlutverk fagaðila er að skynja breytingatal og fylgja því eftir þegar það kemur fyrir. Öll tjáning einstaklings- ins um þrá til að breyta, getu, nauðsyn og skuldbindingu sem tengist tiltekinni breytingu, flokkast undir breytingatal. Einstaklingar eru líklegri til að breyta þegar þeir tala um það sjálfir en þegar einhver annar (eins og fagaðili, vinur eða ættingi) leggur það til. Við þekkjum þetta sjálf, þegar við ræðum um vandamál okkar við einhvern annan hefur lausnin meira gildi fyrir okkur þegar hún kemur frá okkur sjálfum. Í Áhugahvetjandi samtali er breytingatal andstæða viðnáms. Hlusta þarf vel eftir tíðni og styrk breytingatals þar sem ekki má knýja fram skuldbindingu of fljótt áður en einstaklingur er tilbúinn. Það getur valdið mótþróa og aukið viðnám (Amrhein ofl. 2003, Miller og Rollnick 2002). Samtalstækni Stuðst er við ákveðna samtalstækni til að byggja upp og auka árangur af Áhugahvetjandi samtali. Samtalstækni er farvegur fyrir einstakling til að tjá sig meira og kafa dýpra ofan í vangaveltur eða vandamál sín. Speglanir eru notaðar markvisst til að miðla samhygð og tryggja réttan skilning fagaðila á því sem fram hefur komið. Með þeim getur einnig komið fram ný merking eða efni í samtalinu eða þær gefið dýpri og margbrotnari mynd af ummælum einstaklings. Opnar spurningar gefa færi á að kanna nýjar slóðir og hvetja einstakling til að skoða hluti og hugmyndir í öðru ljósi. Samantektir eru notaðar til að draga fram lykilþætti samtalsins og tengja saman umræðuþætti. Yfirlýstur stuðningur er verkfæri fagaðila til að efla trú einstaklingsins á eigin getu og draga fram styrkleika hans. Könnun á fræðsluþörf og samþykki fyrir upplýsingagjöf. Fagaðili biður ávallt um leyfi áður en hann ráðleggur eða veitir upplýsingar, eða spyr um þekkingu viðkomandi á efninu þannig er stuðlað að samvinnu og samtalið verður hnitmiðaðra. Hægt er að skipta Áhugahvetjandi samtali í tvo hluta þó þeir geti skarast. Í fyrri hluta þess er unnið með tvíbendni til að einstaklingur nái áttum og innri áhugahvöt til breytinga er dregin fram og efld. Seinni hlutinn miðar að því að styrkja skuldbindingu við breytingu og þróa framkvæmdaráætlun í samvinnu við einstaklinginn (Miller og Rollnick 2002). Áhugahvetjandi samtal í starfsendurhæfingu Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun Áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf í starfsendurhæfingu en niðurstöður þeirra lofa góðu (Larson og félagar 2007,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.