Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 5
5www.virk.is STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR verkaskipting milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur þróast hér á landi síðast liðin sextíu ár og skilað mikilvægum árangri. Það hefur verið sameiginlegt mat, bæði aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, að þetta hafi tryggt að íslenski vinnumarkaðurinn hefur bæði reynst sveigjanlegri en flestra annarra ríkja Evrópu, en á sama tíma best til þess fallinn að verja réttindi launafólks gegn alls kyns undirboðum. Snemmbært inngrip í starfsendurhæfingu er sú leið sem mælt er eindregið með og lögð áhersla á um allan hinn vestræna heim. Ef við getum veitt starfsmönnum aðstoð strax, og helst áður en þeir missa vinnusamband sitt vegna veikinda og slysa, þá er það mun árangursríkara og hagkvæmara heldur en að koma seinna að málum þegar vandamálin hafa náð að hlaðast upp og erfiðara og dýrara er að finna lausnir við hæfi. Það má líka benda á það að þegar einstaklingar lenda í erfiðleikum og missa starfsgetu sína þá er vinnusambandið oft það mikilvægasta sem menn hafa og því ákaflega mikilvægt að allir aðilar fái aðstoð við að varðveita það. Snemmbært inngrip í starfsendurhæf- ingu er hins vegar ekki mögulegt hér á landi nema í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins þar sem langstærstur hluti allra bótagreiðslna vegna veikinda og slysa er greiddur af atvinnurekendum í formi veikindalauna, úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga og lífeyrissjóðum. Hið opinbera kemur ekki að málum með bótagreiðslur fyrr en viðkomandi einstaklingur sækir um endurhæfingar- eða örorkulífeyri en þá hefur hann oft verið frá vinnumarkaði í allt að tvö ár. Þessu er öfugt farið á hinum Norðurlöndunum þar sem hið opinbera kemur að greiðslu dagpeninga í veikindum eftir nokkra daga eða vikur. Að sama skapi hafa stjórn og fram- kvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs lagt mikla áherslu á gott samstarf við stjórnvöld og þær opinberu stofnanir sem að þessu máli koma, svo sem Vinnu- málastofnun, Tryggingastofnun ríkisins og Vinnueftirlit ríkisins, meðal annars um mótun verklagsreglna um starfshæfnis- og vinnugetumat. Farsæl niðurstaða slíks samstarfs er forsenda þess að hér takist að mynda eitt öflugt og samhæft kerfi starfsendurhæfingar þar sem allir landsmenn eiga skilgreindan rétt. Strax á þessu fyrsta starfsári Starfs- endurhæfingarsjóðs hefur komið í ljós mikilvægi þessa starfs. Við sjáum strax fjölmörg dæmi um góðan árangur þar sem einstaklingar hafa, með aðstoð ráðgjafa og sérfræðinga, aukið vinnugetu sína umtalsvert og náð að verða þátttakendur aftur á vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson formaður stjórnar Starfsendurhæfingarsjóðs eftir að hafa glímt lengi við heilsufarsleg vandamál og erfiðar aðstæður. Við sjáum einnig dæmi þess að aðstoð ráðgjafa hafi komið í veg fyrir að einstaklingar missi vinnusamband sitt vegna heilsubrests og að þeir hafi farið mun fyrr í vinnu aftur en ella hefði orðið vegna þess að viðeigandi ráðgjöf og stuðningur stóð þeim til boða. Starfsendurhæfingarsjóður er að taka sín fyrstu skref og starf hans á eftir að eflast og þróast á næstu árum. Starfsemin er mikilvæg – ekki síst á tímum erfiðleika og kreppu þegar öllu máli skiptir að standa vörð um velferð og getu sérhvers einstaklings og ekki síst þeirra sem ekki hafa fulla starfsgetu. Af þessu leiðir að það er mikilvægt að þeir aðilar sem að sjóðnum standa og gerðu upphaflega um hann þríhliða samning veiti honum það brautargengi og þann tíma sem þarf til að byggja upp starfsemina og ná þeim árangri sem að var stefnt. Engin launung er á því að nokkur togstreita var milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um efndir þeirra fyrirheita sem voru gefin í stöðugleikasáttmálanum sumarið 2009, þar sem kveðið var á um lögfestingu á greiðsluskyldu atvinnurekenda og lífeyrissjóða og hlutdeild sjóðsins í tryggingagjaldsstofni af hálfu ríkisins frá og með 1. júlí 2013. Treysta verður því að við þau fyrirheit verði staðið og lagafrumvörp þar að lútandi verði stað- fest á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.