Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 39

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 39
39www.virk.is ÞJÓNUSTA ekki hugurinn. Allir viðmælendur höfðu hugleitt að fara aftur á vinnumarkað. Að eldri þátttakendum undanskildum stefna konurnar á að komast til starfa aftur en þá í hlutastarf, tímabundna vinnu eða verkefni sem þær gætu tekið að sér. Þær óttast þó að verða ekki taldar fullgildar á vinnumarkaði þar sem þær treysta sér ekki í fullt starf. Aðspurðar telja þær að helsta hindrun þeirra sé heilsan og þá einkum þreyta og verkir sem eru einkenni vefjagigtarinnar. Þær telja að áður en þær komast á vinnumarkað verði þær að ná mun betri heilsu. Sumar telja einnig að þær þurfi að mennta sig eða þjálfa til nýrra starfa þar sem þær sjá ekki fram á að fara í sambærileg störf og þær voru í áður. Það sem þær telja að þurfi að koma til á vinnumarkaði er einhver sveigjanleiki sem til dæmis gæfi þeim val um hvenær dagsins þær ynnu og að geta haft það breytilegt frá degi til dags. Einnig ef þær gætu unnið í skorpum og þannig unnið meira þá daga sem þær eru góðar til heilsunnar en minna þá daga sem þær eru verri. Annar kostur sem er nefndur er ef vinnustaðir gætu haft bakhjarl sem myndi styðja atvinnurekandann fjárhagslega ef sjúkdómurinn versnar og til langra fjarvista frá vinnu kemur, þannig væru meiri líkur á að fá störf við hæfi. Ein hafði reynslu af því að ráða sig í starf en þurfa svo að vera frá vegna veikinda. Það olli áhyggjum bæði hjá henni og atvinnurekendunum sem voru með eigið fyrirtæki og sáu fram á kostnað vegna veikindanna. Í þriðja lagi nefna þær að í reglum um almannatryggingar þyrfti að vera sveigjanleiki til að afla sér tekna upp að því marki að raunverulegur ágóði væri af því að fara á vinnumarkað en ekki tekjutap eins og það getur verið þegar frítekjumark er mjög lágt. Lokaorð Í þessari rannsókn kemur fram að vinnan er mikilvæg einstaklingum sem greinast með langvinnan sjúkdóm eins og vefjagigt. Viðmælendur í þessari rannsókn höfðu allir haft ánægju af starfi sínu og kappkostuðu að ná betri heilsu til að komast hjá því að þurfa að hverfa af vinnumarkaði. Þegar þær áttu ekki annan kost, er það sýn þeirra að um tímabundið ástand sé að ræða og stefnan er tekin á að ná heilsu svo þær geti hafið störf að nýju. Viðmælendur þessarar rannsóknar nefna heilsuleysið sem helstu hindrunina í því að fara aftur á vinnumarkaði og þá einkum þreytu og verki sem stafa af vefjagigtinni. Því hefur einnig verið lýst af öðrum rannsakendum sem helstu ástæðu þess að konur með vefjagigt eru utan vinnumarkaðar (Henriksson o.fl., 2005; Liedberg og Henriksson, 2002). Það má segja að viðmælendur hafi haft þó nokkra reynslu af að halda starfi þrátt fyrir heilsuleysi en þegar upp var staðið voru hindranirnar þeim ofviða. Það er athyglisvert að í lýsingum þeirra kemur fram að endurhæfing hjálpaði þeim talsvert til að ná betri heilsu en áhrifin dvínuðu þegar þær hófu aftur störf, enda gekk illa að aðlaga vinnu að starfsgetu með því til dæmis að lækka starfshlutfall eða fækka verkefnum. Þannig má spyrja að því hvort vinnumarkaðurinn sé til- búinn að taka við einstaklingum sem á einhvern hátt standa höllum fæti? Fyrir þá einstaklinga á örorkuskrá sem geta hugsanlega unnið, þurfa reglur almannatryggingakerfisins að styðja við það. Hér á landi hefur tíðkast að einstaklingar eru metnir með hærra eða lægra stig örorku. Þeir sem metnir eru með lægra stig örorku þiggja örorkustyrk sem er það lágur að framfærsla þarf að koma annars staðar frá, en þeir sem eru með hærra stig örorku fá bætur sem ætlaðar eru til framfærslu, en þær skerðast ef einstaklingur hefur tekjur annars staðar frá. Allir viðmælendur voru metnar með hærra stig örorku. Viðmælendur telja að almannatryggingakerfið sé óhliðhollt þeim sem vilja reyna sig á vinnumarkaði þar sem það getur orðið til þess að lífeyrir skerðist umfram þær tekjur sem á móti koma. Þess ber þó að geta að rannsóknin var framkvæmd áður en breytingar voru gerðar á almannatryggingum 1. júlí árið 2008 og frítekjumark var hækkað úr tæpum 30.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði. Samkvæmt þessari rannsókn mun það hafa verið jákvæð breyting sem er líkleg til að skapa meira svigrúm til að prófa sig áfram á vinnumarkaði. Einnig kom fram hjá sumum viðmælendum að þær geti hugsað sér að endurmennta sig eða þjálfa til nýrra starfa þar sem þær sjá sér ekki fært að hverfa til samskonar starfa og þær höfðu áður en til örorkumats kom. Rannsóknir hafa sýnt að störf sem fela í sér langvarandi stöður eða setur eða miklar endurtekningar hæfa illa einstaklingum með vefjagigt (Liedberg og Henriksson, 2002). Þessi rannsókn sýnir að þær hindranir sem viðmælendur nefna fyrir því að komast aftur á vinnumarkað eftir örorkumat má að hluta til rekja til heilsu en einnig til aðstæðna á vinnumarkaði. Rannsóknin gefur einnig vísbendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.