Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 10
10 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R Þegar horft er til framtíðar hefur VIRK hug á að bjóða ráðgjöfum í starfsendur- hæfingu upp á fræðslu sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar og er í samræmi við viðurkennda staðla í starfsendurhæfingu. Þetta er hluti af gæðatryggingu í starfsemi sjóðsins. Undirbúningur að slíku er hafinn. Fyrirkomulag þjónustu Ráðgjafar hafa vinnustöðvar hjá stéttar- félögum eða sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga og einstaklingar sem koma í ráðgjöf geta pantað þar tíma. Forsenda þjónustunnar er að til staðar sé heilsubrestur sem hefur áhrif á starfsgetu viðkomandi einstaklings. Allir á vinnumarkaði eiga rétt á þjónustu hjá ráðgjöfum séu þessar forsendur til staðar og það sama gildir um þá sem eru á dagpeningum hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða eru í atvinnuleit og fá bætur frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þegar gengið hefur verið frá aðild lífeyrissjóðanna að VIRK munu allir þeir sem rétt eiga á örorkulífeyri frá lífeyrissjóðunum eiga rétt á aðstoð. Ráðgjafar veita þjónustu á sviði starfsendurhæfingar þar sem markmiðið er fyrst og fremst að aðstoða viðkomandi einstakling við að fara aftur í vinnu. Þjónustan er fjölbreytt og miðar að því að hvetja einstaklinginn til að nýta styrkleika sína og um leið að fækka þeim hindrunum sem koma í veg fyrir að hann geti verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði. Hlutverk ráðgjafa er að halda utan um mál hvers einstaklings og hjálpa viðkomandi til að finna vænlegar leiðir. Ráðgjafinn er hins vegar ekki meðferðaraðili og ef ljóst er að einstaklingur þarf aðstoð sérfræðings á ákveðnu sviði þá er hann kallaður til. Ef einstaklingur þarf heilbrigðisþjónustu þá er honum vísað á hið opinbera heilbrigðis- kerfi – oftast til síns heimilislæknis. Ráðgjafar stéttarfélaganna veita ekki heilbrigðisþjónustu og VIRK fjármagnar ekki þjónustu sem er veitt og kostuð af hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Hins vegar er lögð mikil áhersla á gott samstarf við bæði heilbrigðis- og menntakerfið og sérstök áhersla er lögð á að byggja upp gott samstarf við heilsugæslustöðvar og heimilislækna um allt land. Mjög gott samstarf hefur ennfremur verið milli sérfræðinga VIRK og ráðgjafa og sérfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins meðal annars vegna þróunar á matstækjum og utanumhalds starfs- endurhæfingaráætlana. Helstu þjónustuþættir Mikilvægasti þjónustuþátturinn hjá VIRK er þjónusta ráðgjafanna. Þeir halda utan um mál einstaklingsins og leggja sig fram um að auka virkni hans og getu í samstarfi við fjölmarga aðra aðila. Ráðgjafar gera virkniáætlun með einstaklingnum og eiga við hann samtöl sem hafa þann tilgang að hvetja hann til aukinnar þátttöku. Mörgum nægir aðstoð ráðgjafans og nokkur viðtöl við hann duga til aukinnar virkni eða endurkomu til vinnu. Aðrir þurfa á meiri aðstoð að halda og þá eru kallaðir til sérfræðingar eða keypt nauðsynleg þjónusta eftir þörfum og aðstæðum hvers og eins. Dæmi um slíka þjónustu eru: T• ímar hjá sálfræðingi. F• jármálanámskeið. N• ámskeið eða önnur aðstoð til sjálfsstyrkingar. L• íkamsrækt með stuðningi sérfræðinga. Þ• átttaka í greiðslu kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar sem hefur það að markmiði að auka vinnugetu viðkomandi. N• æringarráðgjöf og ráðgjöf til heilsueflingar. Þ• jónusta iðjuþjálfa og félagsráð- gjafa til að leysa úr sértækum vandamálum einstaklinga. N• ámskeið eða styttra nám til að auka möguleika á vinnumarkaði (sérstaklega fyrir þá sem ekki geta snúið aftur í sitt fyrra starf). Þ• jónusta starfsendurhæfingar- stöðva sem bjóða sérstakar starfsendurhæfingaráætlanir sem byggja á aukinni menntun með stuðningi. Þ• jónusta sérhæfðs matsteymis til að meta vinnugetu og möguleika viðkomandi einstaklings. Á árinu 2010 verður lögð meiri áhersla á kaup á úrræðum sem hafa beina tengingu við vinnumarkaðinn og er ætlað að aðstoða einstaklinga við að halda starfi sínu eða komast aftur í starf við hæfi. Fjöldi einstaklinga sem hafa fengið þjónustu Eins og áður hefur komið fram hófu flestir ráðgjafar störf á haustmánuðum 2009 og í byrjun árs 2010 bættust fleiri í hópinn. Ráðgjafarnir hafa síðan þurft að setja sig inn í starfið og kynna þjónustu sína bæði innan þeirra félaga sem þeir starfa hjá og eins á vinnustöðum félagsmanna. Starfsemin er því rétt að taka sín fyrstu skref og aðsókn að þjónustu ráðgjafa eykst með hverri viku. Í lok mars 2010 höfðu 770 einstaklingar komið í viðtal til ráðgjafa. Af þeim eru nú um 472 í reglulegum viðtölum eða annarri þjónustu á vegum VIRK og töluverður hópur til viðbótar er í eftirfylgd og stuðningi þó ekki sé um regluleg viðtöl að ræða. Af þeim 770 sem hafa leitað til ráðgjafa eru um 56% konur og 44% karlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.