Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 37

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 37
37www.virk.is ÞJÓNUSTA Vefjagigt Getur starfsendurhæfing gagnast konum með vefjagigt? Ásta Snorradóttir fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu Inngangur Vinnan skipar stóran sess í lífi fullorðinna einstaklinga. Fyrir utan að skapa einstaklingum lífsviðurværi er vinnan oft uppspretta félagslegra samskipta, auk þess sem vinnan er mikilvæg í mótun sjálfsmyndar og þess að hafa stöðu í þjóðfélaginu (Nordenmark, 2002). Það að hverfa af vinnumarkaði vegna langvinnra veikinda getur því reynst fólki þungbært. Á undanförnum árum hefur einstaklingum á örorkuskrá fjölgað en flestir sem metnir eru til örorku koma af vinnumarkaði. Íslenskar konur hafa verið fjölmennari en íslenskir karlar í hópi öryrkja um langt skeið og árið 2005 voru þær 60% allra öryrkja. Athuganir hafa sýnt að einkum fjölgar í hópi kvenna með örorkumat vegna stoðkerfisraskana og af einstökum sjúkdómum þar vekur athygli hversu mikið hefur fjölgað í hópi kvenna með vefjagigt sem helstu ástæðu örorku (Ásta Snorradóttir, 2008). Þessi grein byggir á rannsókn sem unnin var hér á landi í því skyni að varpa ljósi á samband vinnuumhverfis og óvinnufærni meðal kvenna sem metnar hafa verið til örorku vegna vefjagigtar. Í rannsókninni var leitað svara við því hvaða þættir aftra konum með vefjagigt að fara aftur á vinnumarkað eftir að hafa verið metnar með hærra stig örorku. Veikindafjarvistir frá vinnu eru oft undanfari örorkumats. Margir þættir hafa áhrif á það hvort starfsmaður fer í veikindafrí og hversu lengi fjarvistirnar vara. Heilsa fólks hefur augljóslega áhrif en rannsóknir sýna að fleiri þættir spila inn í eins og réttindi fólks til veikindafjarvista, félagsleg staða sem og viðhorf og gildi samfélagsins. Eins getur vinnan sjálf haft áhrif, til að mynda vinnuaðstæður, eðli starfsins og starfsandinn (Vingård o.fl., 2005). Niðurstöður benda til að fjöldi veikindadaga, fjöldi veikindahrina og lengd veikindafjarvista geti spáð fyrir um hverjir eru líklegir til að fá metna örorku síðar meir (Gjesdal og Bratberg, 2002; Kivimäki o.fl., 2004; Lund o.fl., 2008). Þannig hafa rannsóknir sýnt að líkur á að einstaklingur fái metna örorku stigmagnast eftir lengd veikindafjarvista allt frá einni viku og nær hámarki við 6 eða 9 mánuði (Lund, Kivimäki, Labriola, Villadsen og Christensen, 2008; Gjesdal og Bratberg, 2002). Einnig hafa komið fram vísbendingar um að endurteknar veikindafjarvistir auki líkur á síðari örorku (Kivimäki o.fl., 2004). Almennt má segja að þeir sem búa við verri félagslega stöðu eru líklegri til að vera metnir til örorku en þeir sem búa við betri félagslega stöðu. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir á ójöfnuði í heilsufari sem sýna að þeir sem standa verr félagslega og fjárhagslega, hafa styttri skólagöngu að baki og sinna verkamannastörfum búa frekar við verra heilsufar en aðrir (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, 2005). Rannsóknir á hvaða þættir vinnuum- hverfis hafa áhrif á örorku eru fáar, en þar hafa komið fram vísbendingar í þá veru að erfiðisvinna, langur vinnutími, vinna sem einkennist af endurtekningum og þar sem lág laun eru í boði tengist auknum líkum á örorku. Niðurstöðurnar eru hins vegar ekki óyggjandi þar sem ekki er með fullri vissu hægt að útiloka að tengslin komi fram vegna þess að fólk af lægri þjóðfélagsstigum sinnir frekar vinnu sem einkennist af þessum þáttum (Allebeck og Mastekaasa, 2004). Á hinn bóginn má benda á að rannsóknir sýna að ólík störf hafa í för með sér mismunandi áhættuþætti fyrir líðan og heilsu fólks (Bildt, 2001; Karlqvist, 2001). Þar má nefna að álag í starfi getur haft áhrif á líkamlega og andlega líðan. Vinnumarkaðurinn er kynjabundinn og því er ekki ólíklegt að kynin verði fyrir mismunandi áreiti og álagi í starfi sem getur að vissu marki skýrt hvers vegna konur hverfa frekar af vinnumarkaði en karlar og fá metna örorku. Rannsóknir gefa til kynna að konur greina oftar frá einkennum frá hreyfi- og stoð- kerfi en karlar. Störf kvenna einkennast fremur en störf karla af endurteknum hreyfingum, langvarandi setum eða að standa í sömu líkamsstellingu auk þess sem sálfélagslegir þættir hafa áhrif á einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi, einkum ef kröfur eru miklar (Karlqvist, 2001). Hefðbundin kvennastörf fela mörg hver í sér lítið sjálfræði sem gerir konur útsettari fyrir streitu í starfi en karla (Rafnsdóttir og Sigurvinsdóttir, 2007; Levi, 2000). Eins eru störf misjafnlega metin að verðleikum í samfélaginu og mörg kvennastörf hafa ekki háa félagslega stöðu, þannig að vera má að konur séu útsettari fyrir streitu af þeim sökum (Bildt, 2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.