Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 13

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 13
13www.virk.is STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR Útgáfa bæklinga Eftirfarandi bæklingar hafa verið gefnir út hjá VIRK: K• ynningarbæklingurinn „Verum virk“. Þetta er almennur kynningarbæklingur um starfsemi VIRK sem dreift hefur verið um allt land. Bæklingurinn er líka til á ensku og heitir „Stay Active“. F• ræðsluritið „Vinnum saman“. Um er að ræða upplýsingar um árangursríka endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys, sem gagnast bæði stjórnendum og starfsmönnum í atvinnulífinu. F• ræðsluritið „Úr veikindum í vinnu“. Þetta er bæklingur sem ráðgjafar afhenda einstaklingum sem koma til þeirra í þjónustu. Í honum eru góð ráð er varða endurkomu til vinnu og tengsl við vinnustað í veikindum. Heimasíða Heimasíðan (www.virk.is) er í stöðugri þróun. Þar er að finna fjölbreyttan fróðleik um starfsemi VIRK og um starfsendurhæfingarúrræði hér á landi. Á síðunni er einnig að finna ýmsar fræðigreinar og tengla í áhugaverðar síður. Notkun heimasíðunnar eykst stöðugt, fjöldi innlita á hverjum degi er um 120-150 að meðaltali, fjöldi innlita í hverjum mánuði er um 3000 og fjöldi gesta í hverjum mánuði er um 1200. Samningar um úrræði og þjónustu Hjá VIRK hafa verið mótuð stöðluð samningsdrög sem notuð eru í sam- ningagerð við úrræðaaðila um allt land. Þessi samningsdrög innihalda meðal annars ákvæði um innihald, umfang og framkvæmd þjónustu, kröfur til þjónustusala, upplýsingagjöf og eftirlit, skýrslur, eftirlit og árangur, samstarf auk almennra samningaákvæða svo sem um markmið og tilgang, gildissvið, ábyrgð og tryggingar, þagnarskyldu og trúnað og gildistíma og uppsögn. Mótaður hefur verið rammasamningur við sálfræðinga þar sem skilgreindar eru kröfur til þeirra auk þess sem þjónusturamminn er skilgreindur. Hins vegar var ákveðið að miða ekki við fast verð í þessum samningi heldur þarf sérhver sálfræðingur að bjóða fram þjónustu sína gegn ákveðnu verði. Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK taka síðan ákvörðun um af hverjum þjónusta er keypt á grundvelli samningsins og þá er bæði tekið mið af verði og árangri viðkomandi. Á þriðja tug sálfræðinga hafa skráð sig á þennan samning og sífellt bætast fleiri við. Auk þessa hafa verið undirritaðir form- legir samningar við ýmsa aðila um kaup á heilsu- og líkamsræktarþjónustu, kaup á námskeiðum og þjónustu á sviði fjármálaráðgjafar. Fleiri samningar eru í vinnslu. Þjónusta og úrræði hafa einnig verið keypt án þess að fyrir liggi formlegir samningar en hér er yfirleitt um að ræða lítið umfang og þjónustu sem keypt er samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá. Samstarf við atvinnulífið Stjórn VIRK hefur samþykkt ákveðna framtíðarsýn og stefnu vegna starfs- endurhæfingar á vinnustöðum. Helstu þættir hennar eru eftirfarandi: A• ð vinnustaðir á Íslandi leggi áherslur á forvarnir, fjarvistastjórnun og viðbrögð við skammtíma- og langtíma fjarvistum vegna veikinda og slysa, í starfsmannastefnu sinni. A• ð stefna, athafnir og viðhorf á vinnustöðum stuðli að eflingu starfsendurhæfingar og aukinni virkni einstaklinga með skerta starfsgetu. A• ð viðhorf á vinnustöðum séu þannig að gert sé ráð fyrir að allir eigi hlutverk í atvinnulífinu þrátt fyrir skerta starfsgetu af ólíkum ástæðum. Starfsmenn VIRK og ráðgjafar um allt land hafa átt gott samstarf við vinnustaði – bæði með fræðslu fyrir starfsmenn og stjórnendur og vegna einstakra mála þar sem unnið er að því að bæta starfsgetu starfsmanna. Fundur fulltrúa VIRK með fulltrúum stéttarfélaga á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.