Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 17

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 17
17www.virk.is ÞJÓNUSTA Þunglyndi og erfið fjárhagsstaða Margrét segir að eftir langvarandi veikindi hafi fólk stundum misst sjálfstraust, það glími jafnvel við þunglyndi og fjárhagsstaðan sé oft slæm. „Til mín hafa leitað einstaklingar, sem sáu ekkert nema svartnætti framundan. Við unnum saman að svokallaðri virkniáætlun, en í henni fólst m.a. að viðkomandi fór á fjármálanámskeið, stundaði líkamsrækt og fékk stuðning sálfræðings. Þetta var töluvert átak, en þessir einstaklingar eru núna margir komnir á ágætt ról.“ Hún nefnir dæmi af skjólstæðingi sínum. „Eftir veikindi sneri sú kona aftur í 100% starf, en það reyndist henni um megn. Við fórum yfir réttindi hennar og þegar hún áttaði sig á að hún gæti verið í 50- 60% starfi og veikindaleyfi á móti, þá lét hún til leiðast að draga úr vinnu. Þar með er hún áfram virk á vinnumarkaði, á meðan hún er að jafna sig til fulls.“ Þegar fólk missir starf sitt, eða getur ekki sinnt því vegna heilsubrests, þá er hætta á að því fallist hendur, hafi ekkert sérstakt fyrir stafni og sjái ekki tilgang í að hafa líf sitt nokkurn veginn í föstum skorðum. „Sumir þurfa að setja sér stundaskrá. Þar setjum við t.d. inn námskeið, tíma í líkamsrækt og heimsóknir til sálfræðings. Svo þarf að virkja gömul sambönd og hitta vini og gamla samstarfsmenn til að spjalla af og til.“ Sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn Starf ráðgjafanna miðast fyrst og fremst við að gera fólki kleift að vera virkt á vinnumarkaði. „Sumir myndu líklega falla úr af vinnumarkaði, ef þeir fengju ekki aðstoð við að finna út hvað hentar og hvernig aðstoð þeir eiga rétt á. Sjálf þekkti ég ágætlega til ýmissa úrræða þegar ég hóf störf sem ráðgjafi, af því að ég hafði lengi starfað að endurhæfingu sem sjúkraþjálfari. Stundum er nauðsyn að kalla til sérfræðinga, svo sem sál- fræðing, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa, og eiga samskipti við líkamsræktarstöðvar, Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóði, svo eitthvað sé nefnt. Þetta getur reynst einstaklingum mikill frumskógur og erfitt að finna bestu leiðina.“ Margrét hittir félagsráðgjafa Starfsendur- hæfingarsjóðs vikulega, til skrafs og ráðagerða, og hittir aðra ráðgjafa stéttarfélaga einnig reglulega. „Ég fer yfir þau verkefni sem ég er að vinna að og hvers eðlis mál eru. Þar sem Starfsendurhæfingarsjóður er svo nýr hef ég oft þurft að taka við málum án fordæma og þá fer ég yfir möguleg úrræði með fulltrúum Starfsendurhæfingarsjóðs og læt svo vita hvernig þau reynast. Því fer fjarri að vandi fólks sé ávallt hinn sami, svo við þurfum oft að sérsníða lausnir. Áður fyrr voru því miður allmörg dæmi um að fólk festist í ákveðnu ferli, Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá BHM, KÍ og SSF / viðtal það var til dæmis bara í sjúkraþjálfun um langt skeið, en fékk enga aðra aðstoð og náði ekki að vinna sig út úr vandanum. Kosturinn við Starfsendurhæfingarsjóð er að þar er fjöldi úrræða samhæfður og léttir það mjög á sjúkrasjóðum einstakra félaga.“ Stuttar boðleiðir Hún segir það mikinn kost hvað allar boðleiðir séu stuttar. „Ég næ oftast sambandi við einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki með stuttum fyrirvara. Hitt er svo annað mál, að bæði Tryggingastofnun og lífeyrissjóðirnir taka sér margar vikur í að fjalla um umsóknir um endurhæfingar- og örorkulífeyri og sá tími getur reynt á. Sú staða getur komið upp að fólk sé tekjulaust um tíma, af því að það lendir á milli kerfa á þessum biðtíma.“ Konur eru í miklum meirihluta þeirra, sem leitað hafa til Margrétar ráðgjafa. „Innan BHM eru stórar kvennastéttir og hið sama gildir um Kennarasambandið og almenna bankastarfsmenn. Hins vegar er vitað mál að konur þiggja frekar aðstoð en karlar. Þeir bíta á jaxlinn, stundum þar til í óefni er komið. Vonandi munu þeir í auknum mæli nýta þennan rétt sinn, rétt eins og konurnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.