Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 19

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 19
19www.virk.is ÞJÓNUSTA að leggja alla þá vinnu sem þarf í að finna rétta úrræðið, svo fólk geti áfram verið virkt á vinnumarkaði. Þessi nálgun Starfsendurhæfingarsjóðs, að vinna með sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, er mjög góð. Margir höfðu áttað sig á þörfinni fyrir markvissa starfsendurhæfingu, en núna fyrst hefur fólk beinan aðgang að slíku úrræði. Við höfum ágætar fyrirmyndir að slíku starfi frá nágrannaþjóðum.“ Sprenging í aðsókn Soffía hóf störf með því að hringja í alla sem fengu sjúkradagpeninga, en nú hefur starfið spurst út og fólk leitar til hennar að fyrra bragði. „Eftir að markvisst kynningarstarf hófst haustið 2009 varð sprenging í aðsókn og við sjáum fram á að þurfa að ráða annan ráðgjafa til Eflingar. Og árangurinn er þegar farinn að koma í ljós. Sumir hafa náð að halda sér í vinnu, aðrir snúið aftur eftir veikindaleyfi, sem þeir héldu að tækist ekki. Fólk er afskaplega ánægt með að við skulum sinna þessu, veita fræðslu og hjálpa því að rata um kerfið, sem oft getur reynst flókið. Sá sem aldrei hefur veikst þekkir auðvitað ekki það kerfi sem hann verður að ganga inn í og veitir ekkert af aðstoðinni.“ Atvinnuástandið er því miður ekki með þeim hætti, að allir geti gengið að starfi vísu, þótt þeir nái fullri heilsu. „Það þýðir ekki að einblína á þann neikvæða þátt. Ég vil miklu fremur leita tækifæranna. Markmiðið er að efla og viðhalda starfsgetu einstaklinga, svo þeir séu tilbúnir á vinnumarkaðinn þegar færi gefst. Það markmið breytist aldrei. Við verðum að líta á stöðu hvers og eins og styðja við hann eftir mætti, sama hver staðan er á vinnumarkaði hverju sinni.“ Soffía Erla Einarsdóttir ráðgjafi hjá Eflingu og Hlíf / viðtal „Fólk á vissulega rétt á sjúkradagpeningum en það á líka þann sjálfsagða rétt að fá starfsendurhæfingu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.