Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 19

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 19
19www.virk.is ÞJÓNUSTA að leggja alla þá vinnu sem þarf í að finna rétta úrræðið, svo fólk geti áfram verið virkt á vinnumarkaði. Þessi nálgun Starfsendurhæfingarsjóðs, að vinna með sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, er mjög góð. Margir höfðu áttað sig á þörfinni fyrir markvissa starfsendurhæfingu, en núna fyrst hefur fólk beinan aðgang að slíku úrræði. Við höfum ágætar fyrirmyndir að slíku starfi frá nágrannaþjóðum.“ Sprenging í aðsókn Soffía hóf störf með því að hringja í alla sem fengu sjúkradagpeninga, en nú hefur starfið spurst út og fólk leitar til hennar að fyrra bragði. „Eftir að markvisst kynningarstarf hófst haustið 2009 varð sprenging í aðsókn og við sjáum fram á að þurfa að ráða annan ráðgjafa til Eflingar. Og árangurinn er þegar farinn að koma í ljós. Sumir hafa náð að halda sér í vinnu, aðrir snúið aftur eftir veikindaleyfi, sem þeir héldu að tækist ekki. Fólk er afskaplega ánægt með að við skulum sinna þessu, veita fræðslu og hjálpa því að rata um kerfið, sem oft getur reynst flókið. Sá sem aldrei hefur veikst þekkir auðvitað ekki það kerfi sem hann verður að ganga inn í og veitir ekkert af aðstoðinni.“ Atvinnuástandið er því miður ekki með þeim hætti, að allir geti gengið að starfi vísu, þótt þeir nái fullri heilsu. „Það þýðir ekki að einblína á þann neikvæða þátt. Ég vil miklu fremur leita tækifæranna. Markmiðið er að efla og viðhalda starfsgetu einstaklinga, svo þeir séu tilbúnir á vinnumarkaðinn þegar færi gefst. Það markmið breytist aldrei. Við verðum að líta á stöðu hvers og eins og styðja við hann eftir mætti, sama hver staðan er á vinnumarkaði hverju sinni.“ Soffía Erla Einarsdóttir ráðgjafi hjá Eflingu og Hlíf / viðtal „Fólk á vissulega rétt á sjúkradagpeningum en það á líka þann sjálfsagða rétt að fá starfsendurhæfingu.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.