Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 9
9www.virk.is STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR Samningar við stéttarfélög um allt land Fyrri hluta ársins 2009 var gengið frá samningum um starf/störf ráðgjafa við flest stéttarfélög eða samtök stéttarfélaga um allt land. Um er að ræða nokkuð ítarlega samninga þar sem ábyrgð og skyldur samningsaðila eru skilgreindar og kveðið er á um greiðslur og eðli þjónustunnar. Stéttarfélögin eða sjúkra- og styrktarsjóðir stéttarfélaganna bera ábyrgð á ráðningu ráðgjafa og taka að sér að veita þá þjónustu sem skilgreind er í samningnum. VIRK sér hins vegar um að móta vinnureglur og verkfæri ráðgjafanna og ráðgjafarnir þurfa að uppfylla kröfur VIRK hvað varðar þekkingu, hæfni og veitta þjónustu. VIRK ber ennfremur ábyrgð á fræðslu og símenntun ráðgjafanna. Allir samningar eru tímabundnir til að byrja með og er fyrsta tímabilið að hámarki eitt ár. Þá er gert ráð fyrir að samningarnir verði endurskoðaðir í ljósi reynslunnar og að nýr samningur verði ótímabundinn með gagnkvæmum uppsagnarfresti. Stærstu félögin, VR og Efling, hafa sína eigin ráðgjafa og það sama á við um heildarsamtök stéttarfélaga eins og BSRB, BHM og KÍ. Minni félög hafa sameinast um ráðgjafastöðurnar og á landsbyggðinni er yfirleitt einn ráðgjafi starfandi fyrir öll þau stéttarfélög sem eiga félagsmenn á svæðinu. Þannig geta allir launamenn sem búsettir eru á Suðurlandi leitað til ráðgjafans á Suðurlandi óháð því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra. Ráðgjafar heildarsamtakanna á höfuð- borgarsvæðinu, BSRB, BHM, KÍ og SSF eru síðan í góðu samstarfi við viðkomandi ráðgjafa á landsbyggðinni og vísa til þeirra einstaklingum sem búsettir eru þar. Í upphafi var miðað við að eitt stöðugildi ráðgjafa væri fyrir hverja tíu þúsund félagsmenn stéttarfélaga. Einnig hefur verið tekið mið af öðrum þáttum við mat á umfangi, svo sem fjölda félaga, mismunandi hópa félagsmanna og fjarlægðir á landsbyggðinni. Fljótlega eftir að ráðgjafarnir hófu störf kom í ljós að á sumum stöðum var umfangið meira en ráðgjafarnir gátu annað og þar hefur ráðgjöfum verið fjölgað. Eftir á að koma í ljós hvernig starfið þróast en líklegt er að bæta þurfi við ráðgjöfum sums staðar þegar byrjað verður að veita örorkulífeyrisþegum lífeyrissjóðanna þjónustu. Fjöldi ráðgjafa Nú eru starfandi 22 ráðgjafar hjá stéttarfélögum um allt land í 17,25 stöðugildum. Óhætt er að segja að stéttarfélög um allt land hafi lagt mikla vinnu og metnað í að vinna að uppbyggingu þjónustunnar og finna mjög hæfa ráðgjafa sem flestir hafa víðtæka þekkingu og reynslu til að takast á við þetta mikilvæga og flókna starf. Flestir ráðgjafanna tóku til starfa á haustmánuðum 2009 en örfáir hófu störf fyrr og tóku þátt í tilraunaverkefni á fyrri hluta árs 2009. Þá voru vinnuferlar og tæki í mótun og þróun. Í upphafi árs 2010 bættust síðan fleiri ráðgjafar í hópinn en þá var ráðgjöfum hjá VR, Eflingu, iðnaðarmannafélögum á höfuðborgarsvæðinu og hjá stéttar- félögum á Akureyri fjölgað. Myndir og nánari upplýsingar um ráðgjafana er að finna hér aftar í ritinu. Nánari upplýsingar um ráðgjafa og félög/samtök sem hafa gert samninga við VIRK eru á heimasíðu sjóðsins: www.virk.is Vinnuaðferðir ráðgjafa Ráðgjafar nota verkfæri í starfi sínu sem hafa verið þróuð hjá VIRK og að hluta í samstarfi við opinbera aðila í tengslum við þróun á nýju starfshæfnismati. Um er að ræða gátlista, samtalsramma og verkefnablöð sem hafa þann tilgang að greina stöðu einstaklings, finna styrkleika hans og lágmarka þá farartálma sem eru á vegi fullrar þátttöku á vinnumarkaði. Þessi verkfæri eru í stöðugri þróun hjá sérfræðingum VIRK með virkri þátttöku ráðgjafanna. Auk þessa eru til staðar ákveðnar vinnureglur miðað við fjölþættar aðstæður einstaklinga, skráningu gagna, kaup á þjónustu/úrræðum og margt fleira. Hver ráðgjafi hefur ákveðinn sérfræðing hjá VIRK sem tengilið og funda þeir reglulega um framgang mála. Við upphaf starfs fá ráðgjafar í hendur leiðbeiningar, handbækur og ýmis gögn auk þess sem þeir fá bæði fræðslu og handleiðslu við notkun vinnuferla og tækja. Ráðgjafarnir hafa þannig nokkuð skýran ramma sem þeim ber að fara eftir en innan hans hafa þeir einnig tiltekið svigrúm. Fræðsla og símenntun ráðgjafa Mikil áhersla er lögð á fræðslu og símenntun fyrir ráðgjafa á vegum VIRK. Auk reglulegrar handleiðslu frá sérfræðingum VIRK, koma allir ráðgjafar saman hjá VIRK einu sinni í mánuði og taka þátt í skipulagðri fræðslu. Að jafnaði tekur dagskrá hvers mánaðar einn dag en í upphafi fá ráðgjafar lengri þjálfun eða allt að viku námskeið. Á fræðsludögum er fjallað um hugmyndafræði, vinnuferla, ráðgjafahlutverkið, verkfæri, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, siðfræði og starfsaðferðir, auk þess sem fræðslan tengist áhersluþáttum og þróun í starfi ráðgjafanna á hverjum tíma. Dæmi um efni sem fjallað hefur verið um er; samvinna við atvinnulífið, samstarf við heilbrigðiskerfið, notkun aðkeyptra úrræða, skjalakerfi og vinnuferlar, áhugahvetjandi viðtöl, reynsla ein- staklings af langtíma veikindafjarvist, skráning upplýsinga, upplýsingaöryggi og fleira. Leiðbeinendur í fræðslunni hafa verið sérfræðingar VIRK, ráðgjafar sem hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði og utanaðkomandi sérfræðingar. Þá hefur einnig reynst mjög mikilvægt að gefa ráðgjöfum góðan tíma í umræður um starfið og tækifæri til tengslamyndunar sín á milli. Ráðgjöfum hefur einnig verið boðið í kynningarheimsóknir til hinna ýmsu aðila sem bjóða upp á fjölbreytt úrræði sem geta verið liður í þjónustu þeirra og ráðgjöf. Þar sem bakgrunnur og reynsla ráðgjafanna er ólík hefur þeim að auki verið gert mögulegt að sækja námskeið hjá endurmenntunardeildum háskólanna þegar þær bjóða námskeið sem nýtast í starfi ráðgjafanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.