Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 38
38 www.virk.is Þ JÓ N U S TA Vefjagigt og vinnufærni Í erlendum rannsóknum hefur komið fram að um 25-50% þeirra sem greinast með vefjagigt verða óvinnufærir (Henriksson, Liedberg og Gerdle, 2005). Tölur um algengi vefjagigtar sýna að vefjagigt er algengari meðal kvenna en karla og er hlutfallið allt að 6-9 konur á móti hverjum karli (Henriksson o.fl., 2005). Hér á landi eru 94% þeirra sem hafa fengið metna örorku vegna vefjagigtar konur (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson, Halldór Baldursson og Haraldur Jóhannsson, 2004). Vefjagigt er heilkenni sem telst til stoðkerfisraskana og eru einkennin af ýmsum toga eins og útbreiddum verkjum, stirðleika í vöðvum og þreytu (Helgi Birgisson o.fl., 1998). Ekki er ljóst hvað orsakar vefjagigt en erfðir eru taldar hafa áhrif (Buskila, 2007) sem og truflanir á boðefnum í miðtaugakerfi (Okifuji og Turk, 2002). Áhrif líkamlegs og andlegs álags er einnig talið hafa áhrif á þróun heilkennisins. Álag á vinnumarkaði hefur verið kannað og þá hafa komið fram tengsl milli álags í vinnu sem er tilkomið vegna einhæfni í líkamsbeitingu, ýmist með miklum setum, stöðum eða endurtekningum á sömu hreyfingu (Henriksson o.fl., 2005), lítils stuðning samstarfsmanna og neikvæðs starfsanda (Liedberg og Henriksson, 2002) sem og þess að hafa lítil áhrif á ákvarðanatökur eða vera útsettur fyrir áreitni í vinnu (Kivimaki o.fl., 2004). Aðferðir Á haustmánuðum árið 2007 og vor- mánuðum 2008 voru tekin viðtöl við alls 9 konur sem greinst hafa með vefjagigt og eru öryrkjar af þeim sökum. Við val á þátttakendum var haft til hliðsjónar að konurnar hefðu stundað vinnu áður en til örorkumats kom og að þær hefðu haft örorkumat í að minnsta kosti eitt ár. Bakgrunnur viðmælenda var breytilegur, þær voru frá fertugsaldri að sjötugsaldri, ýmist faglærðar eða ófaglærðar, giftar eða einhleypar, einstæðar mæður, með börn á framfæri eða uppkomin börn. Í viðtölunum var stuðst við lauslega mótaðan viðtalsramma sem var hafður til hliðsjónar. Öll viðtölin voru tekin upp. Sjö viðtöl voru skráð frá orði til orðs. Hlustað var á tvö síðustu viðtölin og það sem tengdist rannsókninni beint var skráð niður frá orði til orðs. Viðtölin voru greind hvert fyrir sig og síðan öll í einu. Borin voru kennsl á aðalflokka sem lýsa reynslu og upplifun viðmælanda af því hvað aftrar þeim frá vinnu og innihald þeirra skoðað með tilliti til merkingar og tengsla við aðra flokka. Niðurstöður Í viðtölunum lýstu konurnar því hvernig það var að greinast með vefjagigt, hvernig þeim reyndist að vinna eftir að þær veiktust, hvernig það var að hverfa af vinnumarkaði og fá metna örorku og hvað það var sem þær töldu að aftraði þeim að fara aftur á vinnumarkað. Aðdragandi örorkunnar Viðmælendur lýstu því hvernig þeim gekk að vinna þegar vefjagigtin var farin að segja verulega til sín. Þær tilgreindu ýmsa þætti sem olli þeim álagi í vinnunni og hafði áhrif á líðan þeirra. Þetta voru þættir eins og lítill stuðningur frá yfirmanni, tíðar fjarvistir annarra starfsmanna, erfið samskipti, lítið sjálfræði í vinnu, loftkuldi, mörg verkefni sem stangast á, erfið og illleysanleg verkefni miðað við hæfni til að sinna þeim. Einnig voru nefndir þættir eins og skortur á búnaði til að létta störf sem fela í sér líkamlegt álag eins og burð, langvarandi setur og stöður. Launakjör ollu einnig álagi, ef um lág kjör var að ræða skapaðist álag við það að auka tekjur með aukavinnu, vera í fleiri en einni vinnu, vinna í frítíma og sumarfríum eða vinna þar sem greitt er eftir afköstum. Þegar álag í vinnu fór að koma niður á heilsunni var algengt að konurnar reyndu að lækka starfshlutfall, fækka verkefnum eða breyta um verkefni innan vinnunnar. Það nægði ekki alltaf þar sem að þrátt fyrir lægra starfshlutfall var áfram úthlutað sömu verkefnum sem þær höfðu þá minni tíma til að leysa. Einnig kom fram í viðtölunum að vinnan var þeim hvatning til að ná og viðhalda heilsu þar sem þær vildu allt til þess gera að halda starfi sínu. Einnig voru ákveðnir þættir í vinnuskipulagi sem þær nefndu að væru jákvæðir og gerðu þeim kleift að halda áfram að vinna þrátt fyrir mikil veikindi eins og sveigjanleiki varðandi vinnutíma, styttri vinnutími, skilningur og stuðningur samstarfsmanna og yfirmanna. Að halda heilsu Hjá viðmælendum leið nokkur tími frá því að einkenni komu fram þar til þær leituðu til læknis sem greindi sjúkdóminn. Hjá flestum var þá þannig komið að heilsan var orðin það léleg að þær gátu ekki unnið með góðu móti. Í lengstu lög drógu þær að fara í veikindaleyfi en flestar fóru endurtekið í veikindaleyfi áður en til örorkumats kom. Fram kom í viðtölunum að um nokkurs konar hringrás var að ræða sem hófst á því að fara í veikindaleyfi þar sem þær nutu endurhæfingar af ýmsum toga, þær náðu sér vel á strik og hófu aftur störf. Að einhverjum tíma liðnum var heilsan aftur orðinn þannig að þær fóru í veikindaleyfi, og endurhæfingu allt þar til þær áttu ekki annan kost en að hverfa af vinnumarkaði. Í sumum tilfellum höfðu þær þá klárað allan veikindarétt sinn. Ein viðmælendanna segir svo frá: „ég náði mér upp svona sæmilega á sex vikum ég var búin að vinna í þrjár vikur og þá var ég hrunin aftur“. Önnur líkti einkennum vefjagigtarinnar við batterí sem hleður ekki, það tekur stuttan tíma að tæma af batteríinu en langan tíma að hlaða það aftur og það verður aldrei fullhlaðið. Viðmælendur höfðu allir sambærilega sögu að segja að þegar loks kom að því að þeir voru metnir til örorku voru þeir búnar að fullreyna að stunda vinnu þrátt fyrir heilsubrest. Hindranir á vinnumarkaði Konurnar höfðu almennt jákvætt viðhorf til vinnunnar og höfðu ánægju af starfi sínu. Þær orðuðu það sem svo að það væri líkaminn sem hefði gefið sig en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.