Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 26

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 26
26 www.virk.is Þ JÓ N U S TA í sérhæft mat á grundvelli niðurstöðu grunnmatsins í samráði við sérfræðing hjá VIRK. Upplýsingarnar úr grunnmatinu eru aðgengilegar sérfræðingum sérhæfða matsins. Það eru vissir þættir í grunnmati sem benda á þörf fyrir sérhæft mat. Má þar nefna rauð flögg í skimunarlistum, virkniáætlun sem gengur ekki sem skildi, tími í grunnmati er orðinn lengri en 6 mánuðir og/eða ráðgjafi þarf frekari stuðning við áframhaldandi ráðgjöf. Þættir í sérhæfðu mati Í sérhæfðu mati er stuðst við sér- þekkingu þeirra sérfræðinga sem koma að málum. Það skýrsluform sem Starfsendurhæfingarsjóður leggur til grundvallar felur meðal annars í sér að farið sé í gegn um þrjátíu þætti sem taka mið af ICF kerfinu. Af þessum þrjátíu þáttum koma tíu þættir úr grunnmatinu. Tuttugu þættir koma úr kjarnasafni sem hefur verið þróað af EUMASS, samtökum tryggingayfirlækna í Evrópu. Þessir tuttugu þættir eru settir fram með það sjónarmið að þá ætti alltaf að hafa í huga þegar kemur að ákvörðun um starfshæfni. Með því að vinna markvisst í endurhæfingunni með þessa mikilvægu þætti náum við að hafa áhrif á þá áður en ákvörðun um starfshæfni er tekin. Endurhæfingaráætlun Eins og vikið var að hér að framan er sérhæfða matið unnið í samhengi við mögulega starfsendurhæfingu. Þannig er starfsendurhæfingaráætlun unnin á grundvelli sérhæfða matsins. Lögð er fram tillaga af hálfu þeirra sem matið vinna um hvers konar starfsendurhæfingarúrræði einstaklingurinn þurfi helst á að halda, í hve langan tíma og hvenær endurmat skuli fara fram ef þörf þykir. Áætlunin er svo unnin nánar í samvinnu einstaklings og ráðgjafa og þess er sinna mun starfsendurhæfingunni. Endurmat Endurmat er unnið af sömu aðilum og þeim sem unnu sérhæfða matið, á sama hátt og á þeim tíma er tilgreint var í niðurstöðu sérhæfða matsins. Í sumum tilvikum fer ekki fram endurmat í kjölfar sérhæfða matsins, þ.e. ef ljóst þykir að einstaklingur muni ekki geta tekið virkan þátt í starfsendurhæfingu. Niðurstaða endurmats getur gefið til kynna að starfsendurhæfing þurfi lengir tíma, þ.e. að ekki hafi mesta mögulega árangri enn verið náð eða að um lokapunkt í starfshæfnismatsferlinu sé að ræða þar sem ljóst er að hámarksstarfshæfni hafi verið náð, – alla vega að svo stöddu. Næstu skref Fyrsta árinu í starfsemi sjóðsins hefur verið varið í að byggja upp innviðina, móta hugmyndafræði, stefnu, vinnuaðferðir og vinnuferla. Áframhaldandi þróun á þeim vinnuaðferðum sem hér hefur verið lýst er hinsvegar afar mikilvæg og þá í samvinnu við marga ólíka sérfræðinga á þessu sviði, bæði innanlands og utan. Mörg þróunarverkefni eru í gangi. Rýnihópur um verkfæri í grunnmati Þegar um 400 manns höfðu farið í grunnmat hjá ráðgjöfum í starfs- endurhæfingu var ákveðið að fara af stað með rýnihóp í þeim tilgangi að betrumbæta verkfærin sem lögð eru til grundvallar í grunnmati. Það þótti mikilvægt að fá á sama tíma sjónarmið sem flestra inn í þessa vinnu og var því leitað eftir samstarfi við utanaðkomandi aðila. Í hópnum áttu annars vegar sæti fimm ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem starfa hjá stéttarfélögum í samvinnu við VIRK og hafa víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði. Þessir ráðgjafar eru: Margrét Gunnarsdóttir BS í • sjúkraþjálfun, MS í viðtalsmeðferð. Karen Björnsdóttir B.Ed kennari, • MA í náms- og starfsráðgjöf. Soffía Erla Einarsdóttir BA í sálfræði, • MA í mannauðsstjórnun. Kristín Waage BA í félagsfræði, • diploma í mannauðsstjórnun. Sigrún Sigurðardóttir BA í uppeldis- • og menntunarfræði,kennslufræði og námsráðgjöf. Hins vegar var um að ræða samstarf við aðra utanaðkomandi aðila í þeim tilgangi að fá fram sem flest sjónarmið á vinnu- ferlana sem Starfsendurhæfingarsjóður starfar eftir. Þær stofnanir sem komu að rýninni voru Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun. Einnig sátu í hópnum forstöðumaður Örva og formaður Hlut- verks – samtaka um vinnu og verkþjálfun. Þessir einstaklingar eru: S• vala Björgvinsdóttir, félagsráðgjafi hjá TR. Auðbjörg Ingvarsdóttir félagsráðgjafi • hjá TR. Kristján Valdimarsson, • forstöðumaður Örva starfsþjálfunar og formaður Hlutverks – samtaka um vinnu- og verkþjálfun. Þórdís Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá • Vinnumálastofnun. Guðlaug H. Pétursdóttir, ráðgjafi hjá • Vinnumálastofnun. Farið var skipulega yfir öll verkfærin sem eru notuð í grunnmati og var niðurstaðan sú að ákveðnar breytingar voru gerðar. Breytingarnar hafa það að markmiði að einfalda framkvæmd matsins og eru mjög til bóta. Næstu skref í áframhaldandi þróun grunnmatsins eru að skipa hóp sem fer nánar í skilgreiningar á hugtökum. Auk þess er þessum hópi ætlað það hlutverk að fjalla nánar um stöðlun matsins. Alþjóðlegt samstarf um þróun á starfshæfnismati Kjarnasafn EUMASS Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt Heilsubrestur á einu sviði þarf ekki að þýða að ein- staklingur sé óvinnufær, styrkleiki á öðru sviði getur vegið upp á móti heilsubresti og leitt í ljós að einstaklingur er vinnufær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.