Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 50
50 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Áhrifaþættir veikindafjarvista Veikindafjarvistir eiga rætur að rekja til heilsutengdra þátta, lýðfræðilegra þátta og hegðunar sem á sér rætur í menningu fyrirtækisins og því umhverfi sem einstaklingurinn býr við heima og í vinnunni. Að hve miklu marki ytra umhverfi, menning, vinnuferlar og stefna hefur áhrif á veikindafjarvistir er breytilegt eftir fyrirtækjum og starfsemi þeirra. Að vissu marki má hafa áhrif á þetta allt, en ef tekið er tillit til stefnu og vinnuferla þá eru það hegðunarþættirnir sem auðveldast er að hafa áhrif á. 8 Fjarvistir eru stundum meðhöndlaðar sem orsök, en í mögum tilfellum eru þær afleiðing af stjórnun og fyrirtækjamenningu sem einkennist af yfirvinnu, álagi, samskiptavandamálum, streitu og öðrum þáttum. Algengustu ástæður veikindafjarvista hjá starfsmönnum eru smitsjúkdómar, stoðkerfisvandamál, andlegir erfiðleikar og slys. Streita virðist vera vaxandi ástæða fjarvista frá vinnu. Tíðni fjarvista vegna streitu er talin vera á bilinu 10-80 % eftir löndum og þeim fagstéttum sem greina vandann. Þessi breidd endurspeglar væntanlega skort á samræmdri skilgreiningu á fyrirbærinu. Algengasta ástæða streitu, sem leiðir til veikindafjarvista og tengist vinnunni er vinnuálag, en í félagslegu umhverfi starfsmannsins eru það sambúðarvandamál sem tengjast maka eða öðum í fjölskyldunni.9 Töluverð umræða hefur á undanförnum árum verið um fjarvistir sem eiga sér stað þegar starfsmaður treystir sér ekki í vinnuna eða ákveður að gera eitthvað annað. Þessar fjarvistir eru líklegri til að tengjast umhverfisþáttum s.s. lítilli starfsánægju eða menningu fyrirtækisins, en heilsu einstaklingsins sem í hlut á. Samkvæmt upplýsingum frá CBI10, telja atvinnurekendur að um það bil 15% veikindatilkynninga séu ekki sannar og að sama skapi hefur Chartered Institute of Personnel and Development11 (CIPD) gert skýrslu þar sem fram kemur að um það bil þriðjungur atvinnurekenda telji að rúmlega 20% veikindafjarvista eigi ekki við rök að styðjast. Hér ber þó að hafa í huga að erfitt getur verið að greina orsakir og afleiðingar í málum sem þessum þar sem skipulagðar fjarvistir starfsmanna eiga oft rætur að rekja til þess að mönn- um líður ekki vel á vinnustaðnum eða eiga erfitt með að samræma kröfur vinnu og einkalífs. Slíkir árekstrar geta haft áhrif á heilsu og starfsmöguleika einstaklings og það þarf samvinnu margra aðila til að leysa úr slíkum málum. Hins vegar er ljóst að mörg fyrirtæki hafa tækifæri til að bæta aðstæður og mætingu starfsmanna sinna með skýrari stefnu og betri stuðningi við starfsmenn. Með fjarvistastefnu og skráningu fjarvista, ásamt almennri umræðu um fjarvistir og þekkingu starfsmanna á verkferlum fjarvistastjórnunar í viðkomandi fyrirtæki, aukast líkur á að hægt sé að draga úr tíðni og lengd fjarvista. Menning fyrirtækisins, stuðningur stjórnenda og skýrir verkferlar varðandi tilkynningar og endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, geta haft afgerandi áhrif á hversu auðvelt er að fara aftur í vinnu þrátt fyrir minniháttar heilsufarsleg óþægindi eða einkenni.12 Í þessari grein er menning fyrirtækis skilgreind sem viðhorf, hegðun, félagslegir þættir og ferli sem hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Kostnaður og tíðni veikindafjarvista Starfsmenn, sem aldrei snúa aftur til vinnu eftir veikindafjarvist, enda oft á að fara á örorkubætur. Þó að örorkubætur hafi ekki bein áhrif á afkomu fyrirtækja eins og veikindafjarvistir, hafa þær þó víðtæk efnahagsleg áhrif. Norðurlöndin búa öll við gríðarlega mikla tilfærslu fólks af vinnumarkaði vegna heilsutengdra greiðslna með um 10-15% fólks á vinnualdri utan vinnumarkaðar af heilsufarsástæðum13. Gjarnan er rætt um að til að hægt sé að stjórna fyrirbæri þurfi það að vera vel skilgreint svo að hægt sé að meta umfang þess og eðli. Heildarkostnaður atvinnulífsins á Íslandi vegna veikindafjarvista er ekki þekktur, enda er markviss skráning og greining fjarvista ásamt skipulegum aðgerðum víða skammt á veg kominn hérlendis. Ástandið sýnist ekki mikið betra víða annarsstaðar. Í könnun sem gerð var á vegum Liberty Mutual í Bandaríkjunum árið 2009 14 og náði til meira en 200 fyrirtækja, kom í ljós að um 75% þeirra skráðu ekki fjarvistir starfsmanna sinna skipulega. Staða mála hér á landi og annarsstaðar er þó breytileg eftir fyrirtækjum, allt frá því að vera í góðum farvegi til þess að vera nánast ekki sinnt. Mikilvægt er að í hverju fyrirtæki og stofnun sé einn aðili ábyrgur fyrir söfnun fjarvistaupplýsinga og greiningu þeirra. Að sama skapi væri æskilegt að atvinnulífið kæmi sér saman um skilgreiningar hugtaka innan fjarvistastjórnunar og einn aðili hér á landi væri ábyrgur fyrir söfnun upplýsinganna með heildaryfirsýn í huga. Í könnun frá 2007 sem byggir á fjarvistaskráningu 13.000 starfsmanna hérlendis kom í ljós að meðalfjöldi veikindadaga á starfsmann á ári var 8,8 dagar eða 3,9% vinnudaga 15. Án frekari upplýsingaöflunar er óvarlegt að ætla að þessar tölur endurspegli ástandið á íslenskum vinnumarkaði í heild. Í skýrslu Carol Black, Working for a Healthier Tomorrow 16 er talið að heildarkostnaður vegna veikindafarvista og heilsutengds atvinnuleysis í Bretlandi sé hærri en kostnaður við rekstur breska heilbrigðiskerfisins. Ef við yfirfærum þessar tölur yfir á íslenskt samfélag, þó með fyrirvörum, þar sem um er að ræða ólík samfélög að mörgu leyti, gæti sambærilegur kostnaður hér á landi hafa verið um 115 milljarðar árið 2008 17. Hver sem raunveruleg tala er, þá vitum við að stór hluti þessa kostnaðar er óumflýjanlegur, en hluta hans er hægt að hafa áhrif á með betri og markvissari fjarvistastjórnun, starfsendurhæfingu og áætlunum um endurkomu til vinnu. Auk ávinnings einstaklinga og fyrirtækja af markvissri fjarvistastjórnun er ávinn- ingur samfélagsins gríðarlegur. Bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.