Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 23
23www.virk.is ÞJÓNUSTA Starfshæfnismatið skiptist í þrjá þætti: G• runnmat Sérhæft mat (endurhæfingarmat)• Endurmat• Í Grunnmati ber að leggja áherslu á hvatningu og virkjun sem miðar að því að gera einstakling eins virkan í sínu umhverfi eins og hugsast getur. Í Grunnmati skiptir huglægt mat einstaklings á færni sinni miklu máli sem og trú hans á eigin getu því þessi atriði gefa til kynna hvað viðkomandi mun treysta sér til að takast á við í framtíðinni. Sérhæft mat á sér stað þegar sérfræð- ingar eru kallaðir til til að meta nánar stöðu einstaklings og greina þörf hans á frekari endurhæfingu. Hér er notast við þekkingu ólíkra sérfræðinga við mat á stöðu einstaklings sem og viðurkennd matstæki. Niðurstaða sérhæfðs mats er tillaga að endurhæfingaráætlun og úrræðum í samræmi við það. Endurmat á sér stað að lokinni starfsendurhæfingu. Meginreglur í starfshæfnis- mati: L1. ýsa þarf aðstæðum einstaklings út frá líkamlegri færni, andlegri færni og félagslegum aðstæðum. Greina þarf alla möguleika til 2. þróunar – t.d. út frá áhugamálum eða hæfni sem ekki hefur verið nýtt en er til staðar. Skoða þarf sérstaklega tengslin á milli færni og hindrana – eru þar möguleikar til þróunar? Lýsa þarf og greina þá möguleika 3. sem eru til staðar á vinnumarkaði fyrir viðkomandi einstakling. Greina þarf á milli lýsingar og 4. mats. Fyrst á sér stað lýsing þar sem upplýsingum er safnað á skipulagðan hátt. Síðan er lagt mat á stöðuna út frá formlegri lýsingu. Einstaklingurinn þarf að taka þátt á 5. virkan og skipulagðan hátt. Líta þarf á heildarmyndina þegar 6. aðstæður einstaklinga eru skoðaðar. Fylgja þarf málum eftir á 7. skipulagðan hátt. Veita þarf stöðugan stuðning.8. Grunnmat Grunnmat á sér stað þegar einstaklingur getur ekki lengur sinnt sínu starfi sökum skertrar starfshæfni sem rekja má til heilsubrests. Einstaklingur sem kemur til skráningar hjá Starfsendurhæfingarsjóði og uppfyllir þá skilgreiningu sem sett er hér fram fer í grunnmat hjá ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Grunnmat er lykilþáttur starfshæfnis- mats. Með því að vinna Grunnmat er dregin fram heildræn mynd af stöðu einstaklingsins þar sem lögð er áhersla á hvatningu og virkjun sem miðar að því að gera einstaklinginn eins virkan í sínu umhverfi og hugsast getur. Með því að koma snemma að málum er tryggt að brugðist sé við þörfum einstaklingsins strax á fyrstu stigum og gerð virkniáætlun í takt við þarfir hvers og eins. Unnið er markvisst með þá þætti sem bætt geta starfshæfni einstaklingsins og þar með möguleika hans á að komast aftur til vinnu. Þannig er brugðist við með snemm- tækri íhlutun og með því er hugsanlega komið í veg fyrir að einstaklingurinn þurfi sérhæfðari þjónustu og/eða hverfi af vinnumarkaði. Aðferðin byggir á ferli þar sem ráðgjafi, í samstarfi við einstaklinginn, dregur fram og skýrir hvaða færni viðkomandi hefur sem nýtist á vinnumarkaði. Þessi greining er forsenda þess að hægt sé að meta að hvað miklu leiti einstaklingurinn hefur möguleika á að taka virkan þátt á vinnumarkaði – eða hvort hægt sé að hefja ferli til að bæta og þróa færni einstaklingsins með það að markmiði að hann geti að hluta eða öllu leyti séð fyrir sér með vinnu. Um leið og Grunnmat er unnið skapast vettvangur fyrir ráðgjafa að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og hvetja hann til virkrar þátttöku í mats- og starfsendurhæfingarferlinu. Rödd einstaklingsins fær að hljóma, viðkomandi er hvattur til að taka ábyrgð á lífi sínu og aðstæðum. Ráðgjafinn stýrir upplýsingaöflunarferl- inu/samtalinu. Hann beinir ætíð sjónum að hæfileikum einstaklingsins sem og færni í stað þess að nema staðar við það sem á skortir. Hann hjálpar viðkomandi um leið að sjá sjálfan sig og stöðu sína með sömu augum. Einnig er reynt að hvetja fólk og kveikja þar með löngun þess til að vinna í sínum málum og auka möguleika á að aðstoð skili árangri. Samhengi milli vilja og getu einstaklinga og aðstoðar í kerfinu má annars lýsa með eftirfarandi mynd: Þessi aðferðarfræði byggir á ferli þar sem ráðgjafi, í samstarfi við einstaklinginn, dregur fram og skýrir hvaða styrkleika viðkomandi hefur sem nýtast á vinnumarkaði. Þessi skýring er forsenda þess að hægt sé að meta hvort einstaklingurinn hafi möguleika á að taka þátt á vinnumarkaði eða hvort mögulegt sé að hefja feril til að bæta og þróa færni einstaklingsins með það að markmiði að hann geti að hluta eða öllu leyti séð fyrir sér með vinnu. Þá gefst tækifæri fyrir ráðgjafa og einstakling að mynda tengsl og byggja upp traust til framtíðar en samband þeirra er ein forsenda þess að starfsendurhæfing beri árangur. Á þessu fyrsta stigi starfshæfnismatsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.