Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 1

Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 6. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  252. tölublað  107. árgangur  KONUR SEM EIGA SÉR MERKA SÖGU ROCKY MISSIR TRÚNA Á LÝÐRÆÐIÐ LEIKSÝNING Í TJARNARBÍÓI 52SOFFÍA AUÐUR 12 Fimmtán ára gamalli stúlku, sem greind er með einhverfu og hefur glímt við mikið þunglyndi, er nú kennt heima hjá sér í eina klukku- stund og tuttugu mínútur á dag eftir að reynt hafði verið að kenna henni í gluggalausri kompu í skólanum fyrr í haust. Stúlkan, sem verið hefur góður námsmaður, að sögn móður hennar, á mjög erfitt uppdráttar fé- lagslega og hefur færst milli skóla af þeim sökum. Hún er nú í Varmár- skóla í Mosfellsbæ. Að sögn móðurinnar lofaði skólinn að stúlkan fengi að vera út af fyrir sig. Þegar á reyndi var henni kennt einni í hálftíma á dag í gluggalausri kompu og sá tími lengdur upp í eina klukkustund og tuttugu mínútur en ekki þrjár klukkustundir eins og um hafði verið rætt. Eftir að stúlkunni sárnaði framkoma eins kennarans hætti hún að vilja mæta í skólann og var þá gripið til þess ráðs að kenna henni heima en aðeins ensku og ís- lensku, enga stærðfræði. Móðirin telur litlar líkur á því að dóttir henn- ar nái 10. bekkjar prófum með þessu áframhaldi og gagnrýnir skólastjór- ann í samtali við Sunnudagsblaðið. Kennt í gluggalausri kompu  Móðir ósátt við aðbúnað einhverfrar dóttur sinnar í skóla Thinkstock Einangrun Myndin tengist ekki téðu máli með beinum hætti. Í dag er fyrsti vetrardagur og heitir dagar síðasta sumars minningin ein. Landinn er þó alvanur vetr- arhörkum líkum þeim sem loks hafa látið á sér kræla undanfarna daga. Skipverjar á seglskútunni Opal létu í það minnsta hryssingslegan dag ekki á sig fá í gær og sigldu ótrauðir á haf út. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrsti dagur vetrar er í dag  Hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson til- heyra hópi fárra í heiminum sem klárað hafa sex stærstu maraþon í heimi. Eru þau meðlimir í Abbott World Marathon Majors-maraþon- klúbbnum sem í eru rúmlega þrjá- tíu Íslendinga og eru þau þar elst. Þau eru nýkomin heim frá Chicago þar sem þau hlupu maraþon, en Guðmundur átti það hlaup eftir til að komast inn í klúbbinn. Hjónin, sem eru á sjötugsaldri, byrjuðu að hlaupa um fertugt og eru hvergi nærri hætt. „Maraþon- hlaupið er verkefni sem maður fer í og undirbýr sig fyrir í um þrjá mán- uði. Svo er hlaupið endapunkturinn og þá tekur maður hvíld í smá- stund,“ segir Lilja en rætt er við hjónin í Sunnudagsmogganum. Elst íslenskra hjóna í maraþonklúbbi Hlaupahjón Lilja og Guðmundur stunda hlaup af miklu kappi.  Fyrstu níu mánuði ársins fækkaði beiðnum til lögreglunnar um leit að týndum börnum um liðlega fjórð- ung, úr 226 í 163. Enn meiri fækkun hefur orðið það sem af er þessum mánuði því barnaverndaryfirvöld hafa óskað eftir níu leitum í stað 23 á sama tíma í fyrra. Guðmundur Fylkisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, hefur ekki beinar skýringar á þessari fækkun. Bendir hann þó á að á síðustu átján mán- uðum hafi nokkur börn sem oft hafi þurft að leita að á hverju ári dottið út af leitarbeiðnum vegna þess að þau hafi náð átján ára aldri og kom- ist þar með í fullorðinna manna tölu og þau börn sem bæst hafi við séu ekki jafn erfið. »6 Leitarbeiðnum fækkar um fjórðung  Hluthafar sútunarverksmiðjunnar Atl- antic Leather á Sauðárkróki og Lands- bankinn eru líklega stærstu kröfuhafar í þrotabú fyrirtækisins. Samkvæmt upplýs- ingum sem skiptastjórinn fékk eru skuldir á bilinu 120 til 140 milljónir. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta sl. miðvikudag, eftir langvarandi rekstrarerfiðleika. Öllu starfsfólki, 14 talsins, hefur verið sagt upp störfum. »4 Starfsfólki Atlantic Leather sagt upp Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir starfsandann hjá lögregl- unni aldrei hafa verið betri. „Það er hins vegar gríðar- leg óánægja með laun og það er mjög mikið álag. Þannig að við erum núna að gera Gallup-könnun til að mæla álagið,“ segir Sig- ríður Björk um stöðuna. Á síðustu árum hafa reglulega komið upp deilur innan lögregl- unnar á Íslandi. Mörg málanna hafa komið upp á embættistíma Sigríðar Bjarkar hjá lög- reglunni á höfuðborgar- svæðinu. Deilur hafa risið og hópur lögreglumanna kvartað undan stjórnar- háttum hennar. Með nýjar áherslur Á embættistíma Sigríðar Bjarkar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi lögreglu. Þær hafa meðal annars birst í auk- inni áherslu á kynferðisbrot og hatursglæpi. »16-18 Álag og of lág laun  Lögreglumenn ósáttir við launin Sigríður Björk Guðjónsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Læknaráð Reykjalundar fundaði með Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni daginn áður en hann tók til starfa sem framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Fundurinn var hreinskiptinn að sögn Ingólfs Kristjáns- sonar, fyrrverandi yfirlæknis á gigtarsviði Reykjalundar, og fór ráðið þess á leit við Ólaf Þór að hann tæki ekki við starfinu. „Við báðum hann um að taka ekki við þess- ari stöðu, daginn áður en hann átti að taka við. Hann hefði hvorki það traust né þá fag- legu yfirsýn sem þarf til að leiða þverfag- lega endurhæfingarstofnun á umrótstím- um,“ segir Ingólfur. Sem kunnugt er hafa deilur staðið yfir innan Reykjalundar frá því í sumar. Sex af tólf læknum hafa sagt upp störfum á síð- ustu vikum og tveir til viðbótar hafa lýst því yfir að þeir muni einnig segja upp störfum. Ingólfur starfaði sem endurhæfingar- læknir á Reykjalundi í 15 ár og hefur verið með annan fótinn á stofnuninni síðustu 35 ár. Hann sagði upp störfum í vikunni. „Ég treysti mér ekki til þess að vinna með tveimur nýjum lykilstjórnendum og undir hrammi SÍBS. Það gengur ekki,“ segir Ing- ólfur, spurður um uppsögn sína. Hann og Þórunn Halldórsdóttir, talmeinafræðingur á Reykjalundi, ræða málefni stofnunarinn- ar í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu og á Mbl.is í dag. Báðu Ólaf Þór að hafna starfinu  Starfsmenn ræða ástandið á Reykjalundi MFengu „mjög loðin“ svör við … »2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.