Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
VERÐ FRÁ 249.900 KR.
10. - 17. JÚNÍ 2020
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
GARDAVATNIÐ
FLUGMEÐ ICELANDAIR, INNRITAÐUR FARANGUR
OG HANDFARANGUR INNIFALINN
VERÐ ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA SAMAN Í TVÍBÝLI
ÍSLENSKFARARSTJÓRN
Starfsmenn fengu „mjög loðin“ svör
Starfsmenn á Reykjalundi ræða ástandið þar innandyra Vildi ekki vinna undir hrammi SÍBS
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Deilur hafa staðið yfir innan Reykjalundar frá
því í sumar. Frá ágústmánuði og þar til nú hef-
ur helmingur lækna sagt upp störfum eða sex
af tólf læknum. Tveir læknar til viðbótar hafa
gefið yfirlýsingar opinberlega um að þeir muni
bætast í þann hóp. Ýmsar útskýringar hafa
verið gefnar á því hvers vegna þessi staða er
komin upp, meðal annars nýtt skipurit sem var
innleitt, uppsagnir tveggja einstaklinga og
ráðning tveggja nýrra starfsmanna Reykja-
lundar.
Í viðtali við tvo starfsmenn Reykjalundar,
lækni og talmeinafræðing, í Morgunblaðinu og
á Mbl.is í dag kemur fram að hröð atburðarás
síðustu mánuði hafi komið flatt upp á starfsfólk.
„Ég treysti mér ekki til þess að vinna með
tveimur nýjum lykilstjórnendum og undir
hrammi SÍBS. Það gengur ekki,“ segir Ingólfur
Kristjánsson, endurhæfingarlæknir og fyrrver-
andi yfirlæknir á gigtarsviði, sem sagði upp
störfum í vikunni.
Þórunn Halldórsdóttir, talmeinafræðingur á
Reykjalundi, er sama sinnis um umrótið á
vinnustaðnum síðustu mánuði. „Breytingar á
Reykjalundi gerast hægt og hafa kannski
stundum gerst of hægt en þetta er leifturhraði á
breytingum þar sem stór staða er auglýst um
mitt sumar þegar allir eru að fara í sumarfrí,“
segir hún um breytingar og nýtt skipurit
Reykjalundar. Starfsmenn tóku meðal annars
þátt í stefnumótunarvinnu að skipuritinu. Drög
að skipuritinu voru kynnt stjórnendum og
starfsfólki í júní, að sögn Þórunnar. Hún tók
bæði þátt í þeirri vinnu og sat á kynningarfundi
þar sem lagðar voru til breytingar. Meðal ann-
ars var ný staða millistjórnanda kynnt, fram-
kvæmdastjóri endurhæfingarsviðs. „Ýmsar
spurningar vöknuðu um þessa stöðu, meðal
annars hvort til sé starfslýsing á henni, hver sé
ábyrgð þessa starfsmanns og mannaforráð
o.s.frv. Þau svör sem við fengum við þeim
spurningum voru ekki skýr og mjög loðin,“ seg-
ir Þórunn. Hún taldi að þetta myndi skýrast og
taka á sig betri mynd eftir frekari samræður við
starfsfólk en sú varð ekki raunin.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Starfsmenn Ingólfur Kristjánsson og Þórunn
Halldórsdóttir hafa starfað á Reykjalundi.
Lengri útgáfa af viðtalinu við Ingólf og
Þórunni birtist á mbl.is í dag.
mbl.is
Tom Keatinge, yfirmaður fjárglæpa-
mála hjá bresku þankaveitunni
RUSI (Royal United Service Insti-
tiute), segir í grein á vefsvæði veit-
unnar að trúverðugleiki FATF-sam-
starfshópsins fari minnkandi.
Keatinge er einkar harðorður í garð
FATF í grein sinni og furðar hann
sig meðal annars á því að Ísland hafi
verið sett á gráan lista. „Undir þrjá-
tíu ára leiðsögn FATF í alþjóðlegri
baráttu gegn fjárglæpum hefur
náðst eftirtektarverður árangur í
málaflokknum. Þrátt fyrir það fer
trúverðugleiki FATF stöðugt
minnkandi. Fram að þessari nýjustu
úttekt, þar sem Íslandi var bætt á
gráan lista, hefur 39 aðildarríkjum
FATF – aðallega auðug ríki – mis-
tekist að ávíta önnur aðildarríki,
þrátt fyrir afdrifarík mistök nokk-
urra ríkja,“ skrifar Keatinge.
Eins og fram hefur komið var Ís-
land sett á gráan lista FATF, alþjóð-
legs starfshóps um aðgerðir gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka. Grái listinn inniheldur
ríki sem þykja ekki hafa gripið til
fullnægjandi aðgerða gegn peninga-
þvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Á fundi aðildarríkja FATF, sem
fram fór í nýlega, mótmæltu íslensk
stjórvöld tillögu um að setja Ísland á
listann. Var það gert á þeim forsend-
um að niðurstaðan endurspeglaði á
engan hátt stöðu landsins í vörnum
gegn peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka skv. tilkynningu frá
stjórnvöldum.
Furðar sig á því að Ísland
hafi verið sett á gráan lista
Keatinge segir trúverðugleika FATF hafa dvínað
Morgunblaðið/Kristinn
Peningar Tom Keatinge furðar sig
á veru Íslands á gráum lista FATF.
Íslandsmeistaramót street dansara hófst í gær
með svokölluðu battli 10-15 ára ungmenna þar
sem keppendur reyna að skyggja á andstæðing-
inn með danshreyfingum. Hátíðin er tvískipt þar
sem annars vegar er keppt í yngri hópi 10-15
ára, þar sem keppni fór fram í gær, og hins veg-
ar í flokki 16 ára og eldri sem keppa á sunnudag.
Áhugasamir geta farið í Iðnó á morgun til þess
að sjá dansara leika listir sínar frá kl. 16-20.
Reyna að skyggja á andstæðing með dansi
Morgunblaðið/Eggert
Íslandsmeistaramót street dansara fer fram um helgina
Guðjón Skarp-
héðinsson og
Kristján Viðar
Júlíusson, sem
gert hafa kröfur
á íslenska ríkið
vegna áralangr-
ar óréttmætrar
frelsissviptingar,
njóta gjafsóknar-
réttar í málum
sínum og verður þóknun lögmanna
þeirra því ákvörðuð og greidd af ís-
lenska ríkinu þegar lyktir fást í
málin. Guðjón og Kristján Viðar
voru sýknaðir í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu og krefjast nú
bóta. Að sögn Ragnars Aðalsteins-
sonar og Arnars Þórs Stefánssonar
sem reka málin er stundum hafður
sá háttur á að lögmenn fái hlutfall
af því sem skjólstæðingar þeirra fá
í sinn hlut. Sú er ekki raunin í mál-
um Guðjóns og Kristjáns Viðars.
Guðjón og Kristján
Viðar fá gjafsókn
Ragnar Að-
alsteinsson
Tvö þeirra sem bjargað var úr
brennandi íbúð í Mávahlíð í Hlíða-
hverfinu í Reykjavík aðfaranótt
miðvikudags eru mjög alvarlega
slösuð. Tveimur körlum og einni
konu, öllum á þrítugsaldri, var
bjargað úr brunanum. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu greindi frá
þessu í tilkynningu í gær.
Fram kemur að talið sé að eldur-
inn hafi kviknað í potti á eldavélar-
hellu. Efnt var til bænastundar í
Grindavíkurkirkju í gærkvöld en á
vef Grindavíkurbæjar segir að Sól-
rún Alda Waldorf berjist fyrir lífi
sínu. Ásamt henni er karlmaður á
þrítugsaldri alvarlega slasaður.
Tvö alvarlega slösuð
eftir eldsvoðann