Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. VERÐ FRÁ 249.900 KR. 10. - 17. JÚNÍ 2020 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS GARDAVATNIÐ FLUGMEÐ ICELANDAIR, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALINN VERÐ ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA SAMAN Í TVÍBÝLI ÍSLENSKFARARSTJÓRN Starfsmenn fengu „mjög loðin“ svör  Starfsmenn á Reykjalundi ræða ástandið þar innandyra  Vildi ekki vinna undir hrammi SÍBS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Deilur hafa staðið yfir innan Reykjalundar frá því í sumar. Frá ágústmánuði og þar til nú hef- ur helmingur lækna sagt upp störfum eða sex af tólf læknum. Tveir læknar til viðbótar hafa gefið yfirlýsingar opinberlega um að þeir muni bætast í þann hóp. Ýmsar útskýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna þessi staða er komin upp, meðal annars nýtt skipurit sem var innleitt, uppsagnir tveggja einstaklinga og ráðning tveggja nýrra starfsmanna Reykja- lundar. Í viðtali við tvo starfsmenn Reykjalundar, lækni og talmeinafræðing, í Morgunblaðinu og á Mbl.is í dag kemur fram að hröð atburðarás síðustu mánuði hafi komið flatt upp á starfsfólk. „Ég treysti mér ekki til þess að vinna með tveimur nýjum lykilstjórnendum og undir hrammi SÍBS. Það gengur ekki,“ segir Ingólfur Kristjánsson, endurhæfingarlæknir og fyrrver- andi yfirlæknir á gigtarsviði, sem sagði upp störfum í vikunni. Þórunn Halldórsdóttir, talmeinafræðingur á Reykjalundi, er sama sinnis um umrótið á vinnustaðnum síðustu mánuði. „Breytingar á Reykjalundi gerast hægt og hafa kannski stundum gerst of hægt en þetta er leifturhraði á breytingum þar sem stór staða er auglýst um mitt sumar þegar allir eru að fara í sumarfrí,“ segir hún um breytingar og nýtt skipurit Reykjalundar. Starfsmenn tóku meðal annars þátt í stefnumótunarvinnu að skipuritinu. Drög að skipuritinu voru kynnt stjórnendum og starfsfólki í júní, að sögn Þórunnar. Hún tók bæði þátt í þeirri vinnu og sat á kynningarfundi þar sem lagðar voru til breytingar. Meðal ann- ars var ný staða millistjórnanda kynnt, fram- kvæmdastjóri endurhæfingarsviðs. „Ýmsar spurningar vöknuðu um þessa stöðu, meðal annars hvort til sé starfslýsing á henni, hver sé ábyrgð þessa starfsmanns og mannaforráð o.s.frv. Þau svör sem við fengum við þeim spurningum voru ekki skýr og mjög loðin,“ seg- ir Þórunn. Hún taldi að þetta myndi skýrast og taka á sig betri mynd eftir frekari samræður við starfsfólk en sú varð ekki raunin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Starfsmenn Ingólfur Kristjánsson og Þórunn Halldórsdóttir hafa starfað á Reykjalundi. Lengri útgáfa af viðtalinu við Ingólf og Þórunni birtist á mbl.is í dag. mbl.is Tom Keatinge, yfirmaður fjárglæpa- mála hjá bresku þankaveitunni RUSI (Royal United Service Insti- tiute), segir í grein á vefsvæði veit- unnar að trúverðugleiki FATF-sam- starfshópsins fari minnkandi. Keatinge er einkar harðorður í garð FATF í grein sinni og furðar hann sig meðal annars á því að Ísland hafi verið sett á gráan lista. „Undir þrjá- tíu ára leiðsögn FATF í alþjóðlegri baráttu gegn fjárglæpum hefur náðst eftirtektarverður árangur í málaflokknum. Þrátt fyrir það fer trúverðugleiki FATF stöðugt minnkandi. Fram að þessari nýjustu úttekt, þar sem Íslandi var bætt á gráan lista, hefur 39 aðildarríkjum FATF – aðallega auðug ríki – mis- tekist að ávíta önnur aðildarríki, þrátt fyrir afdrifarík mistök nokk- urra ríkja,“ skrifar Keatinge. Eins og fram hefur komið var Ís- land sett á gráan lista FATF, alþjóð- legs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn inniheldur ríki sem þykja ekki hafa gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á fundi aðildarríkja FATF, sem fram fór í nýlega, mótmæltu íslensk stjórvöld tillögu um að setja Ísland á listann. Var það gert á þeim forsend- um að niðurstaðan endurspeglaði á engan hátt stöðu landsins í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skv. tilkynningu frá stjórnvöldum. Furðar sig á því að Ísland hafi verið sett á gráan lista  Keatinge segir trúverðugleika FATF hafa dvínað Morgunblaðið/Kristinn Peningar Tom Keatinge furðar sig á veru Íslands á gráum lista FATF. Íslandsmeistaramót street dansara hófst í gær með svokölluðu battli 10-15 ára ungmenna þar sem keppendur reyna að skyggja á andstæðing- inn með danshreyfingum. Hátíðin er tvískipt þar sem annars vegar er keppt í yngri hópi 10-15 ára, þar sem keppni fór fram í gær, og hins veg- ar í flokki 16 ára og eldri sem keppa á sunnudag. Áhugasamir geta farið í Iðnó á morgun til þess að sjá dansara leika listir sínar frá kl. 16-20. Reyna að skyggja á andstæðing með dansi Morgunblaðið/Eggert Íslandsmeistaramót street dansara fer fram um helgina Guðjón Skarp- héðinsson og Kristján Viðar Júlíusson, sem gert hafa kröfur á íslenska ríkið vegna áralangr- ar óréttmætrar frelsissviptingar, njóta gjafsóknar- réttar í málum sínum og verður þóknun lögmanna þeirra því ákvörðuð og greidd af ís- lenska ríkinu þegar lyktir fást í málin. Guðjón og Kristján Viðar voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og krefjast nú bóta. Að sögn Ragnars Aðalsteins- sonar og Arnars Þórs Stefánssonar sem reka málin er stundum hafður sá háttur á að lögmenn fái hlutfall af því sem skjólstæðingar þeirra fá í sinn hlut. Sú er ekki raunin í mál- um Guðjóns og Kristjáns Viðars. Guðjón og Kristján Viðar fá gjafsókn Ragnar Að- alsteinsson Tvö þeirra sem bjargað var úr brennandi íbúð í Mávahlíð í Hlíða- hverfinu í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags eru mjög alvarlega slösuð. Tveimur körlum og einni konu, öllum á þrítugsaldri, var bjargað úr brunanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá þessu í tilkynningu í gær. Fram kemur að talið sé að eldur- inn hafi kviknað í potti á eldavélar- hellu. Efnt var til bænastundar í Grindavíkurkirkju í gærkvöld en á vef Grindavíkurbæjar segir að Sól- rún Alda Waldorf berjist fyrir lífi sínu. Ásamt henni er karlmaður á þrítugsaldri alvarlega slasaður. Tvö alvarlega slösuð eftir eldsvoðann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.