Morgunblaðið - 26.10.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Það er mikið fagnaðarefni að sjónum sénú beint að Arnfríði með endurútgáfuá ljóðabókinni hennar, því þessigleymda kona hefur mikla sérstöðu.
Hún er eina íslenska kvenkyns ljóðskáldið sem
við getum skilgreint sem atómskáld, hún til-
heyrir þeim hópi skálda sem hún var þó ekki
tengd við á sínum tíma. Eysteinn Þorvaldsson
skrifaði bók um atómskáldin en þar minnist
hann ekki einu orði á Arnfríði. Samt skilgreinir
hann í bókinni hvað skáld þurfi að uppfylla til að
teljast til þessa hóps og Arnfríður tikkar í öll
þau box. Hún var augljóslega þögguð vegna
kyns síns,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir bók-
menntafræðingur, sem skrifar formála í endur-
útgefinni ljóðabók Arnfríðar Jónsdóttur, Þrösk-
uldur hússins er þjöl, sem kom fyrst út 1958.
„Arnfríður kom fram um miðja tuttugustu
öld sem skáldkona og gaf aðeins út þessa einu
ljóðabók, en hún hafði áður birt ljóð í tímaritum.
Hannes Sigfússon skáld sagði að nýtt efnilegt
ljóðskáld hefði þar kveðið sér hljóðs, en hún var
í raun fullmótað skáld í þessari ljóðabók. Ég hef
fundið sex ritdóma sem birtust um ljóðabókina
hennar, fimm karlskáld skrifa og ein kona,
skáldkonan Drífa Viðar, og það er greinilegt að
dómur hennar er langskilningsríkastur og fag-
legastur,“ segir Soffía Auður og bætir við að
ljóðlínan: „Ég er kona sem þú þekkir ekki“
komi fyrir í einu ljóði Arnfríðar, og segi það
mikið um stöðu hennar.
Ekki hægt að vera verkakona og skáld
Staða kvenna á þessum tíma hamlaði einn-
ig því að Arnfríður sinnti skáldskapnum, því
hún var láglaunakona.
„Þegar Arnfríður var spurð að því á efri ár-
um hvort hún teldi að sér hefði reynst auðveld-
ara að helga sig skáldskapnum ef hún hefði ver-
ið karl, svaraði hún: „Tvímælalaust.
Launamunur kynjanna var náttúrulega eins
óhagstæður og hann gat verið.“ Arnfríður var
mjög pólitísk alla tíð og henni sveið misréttið í
samfélaginu, ekki aðeins gagnvart konum held-
ur verkalýðnum. Hún var ekkert að skafa utan
af hlutunum og var þekkt fyrir að segja um-
búðalaust frá ömurleika braggalífsins. Mjög
margt hamlar henni í því að sinna skáld-
skapnum, en Arnfríður var alin upp hjá ein-
stæðri móður, sem var heilsulaus. Þær voru fá-
tækar og Arnfríður var ein um að hugsa um
móður sína. Arnfríður stundaði verkamanna-
vinnu, fiskvinnslu og verksmiðjustörf og hún
vann líka sem klósettvörður á Núllinu. Síðustu
árin vann hún í afgreiðslu í Sundlaug Vestur-
bæjar. Þetta eru ekki hálaunastörf og hún segir
það beint út að hún hafi ekki bæði getað verið
verkakona og skáld. Hún var líka tæp til heilsu
því hún veiktist af berklum sem barn og ung-
lingur og lá á berklahæli í langan tíma. Þar hélt
hún dagbók sem er skrifuð af miklum þroska
miðað við að hún var þá aðeins 14 ára.“
Soffía Auður segist ekki vera ein um það að
finnast hún vera að lesa um Arnfríði þegar hún
les bók Auðar Övu, Ungfrú Ísland.
„Aðalpersóna þeirrar bókar er erkitýpa af
skáldkonu sem þarf að berjast við að koma sér á
framfæri á þeim tíma þegar lítil eftirspurn var
eftir skáldskap kvenna, en því meiri eftir líkama
þeirra. Sögupersónu Auðar Övu, hæfileikaríkri
skáldkonu, er margboðið að taka þátt í fegurð-
arsamkeppni,“ segir Soffía Auður og minnir á
að aðeins ein og ein skáldkona hafi verið sýnileg
í íslensku samfélagi á þessum tíma, allt fram á
síðari hluta tuttugustu aldar.
„Skáldkonurnar Arnfríður og Ásta Sigurð-
ardóttir eru ekki þær fyrirmyndir sem konur
sem hugðust leggja fyrir sig skáldskap gátu litið
til. Konur höfðu tæplega áhuga á að feta í þeirra
spor; önnur hætti að skrifa eftir eina bók og hin
dó kornung úr alkóhólisma og þunglyndi,“ segir
Soffía Auður og bætir við að þær Ásta og Arn-
fríður hafi verið nánar vinkonur. „Hún klökknar
þegar hún á gamals aldri talar um grimm örlög
Ástu vinkonu sinnar og segist sakna hennar
sárt.“
Sagt var að Guðrún væri karlmaður
Konur og staða þeirra innan bókmennt-
anna hafa lengi verið hugleiknar Soffíu Auði, en
hún gaf út í tilefni af sextugsafmæli sínu í haust
greinasafn á bók, Maddama, kerling, fröken,
frú, sem geymir 31 grein eftir hana frá 31 ári.
Þar er þemað konur í íslenskum nútímabók-
menntum.
„Þetta nær yfir tímabilið allt frá Sölku
Völku til Elísabetar Jökulsdóttur. Maður fær
ansi góðan þverskurð af því að rýna í kvenlýs-
ingar ólíkra bóka, skáldsagna og ljóða höfunda
af báðum kynjum. Þarna eru kvenlýsingar á
ungum stúlkum, gömlum konum og öllum aldri
þar á milli. Þetta er þversnið sögu íslenskra
kvenna á tuttugustu öld sem framkallast í gegn-
um þær bækur sem ég skoða,“ segir Soffía Auð-
ur, sem verður með fyrirlestur í Bessastaða-
kirkju í dag þar sem hún ætlar að fjalla um sex
dætur Sveinbjarnar Egilssonar skálds.
„Ég hef verið að rannsaka sögu dætra hans
í nokkur ár og markmiðið er að skrifa bók um
þær. Þetta eru konur sem enginn vissi neitt um,
en allir þekkja Sveinbjörn og Benedikt Gröndal
son hans. Enginn hefur heyrt um dæturnar.
Áhugi minn á þessum systrum vaknaði þegar
ég rakst á undarlega frásögn af einni þeirra,
Guðrúnu, sem fjallaði um að hún hefði í raun og
veru verið karlmaður, að kyn hennar hefði verið
rangt skilgreint. Ég varð mjög áhugasöm og fór
að grafast fyrir um Guðrúnu og fann ýmislegt
slúður sem studdi við það að hún hefði mögu-
lega verið intersex, eða með ódæmigerð kyn-
einkenni. Í framhaldi af þessu fór ég að rekast á
ýmislegt sem tengdist systrum hennar, en auð-
veldast er að finna heimildir um Þuríði systur
hennar, af því hún var gift Eiríki Kúld sem var
prestur og alþingismaður. Þuríður er meðal
annars fræg fyrir að hafa komið Matthíasi Joch-
umssyni til náms. Saga Þuríðar er örlagaþrung-
in; hún eignaðist 10 börn og missti þau öll á
barnsaldri, nema tvö, dóttur og son. Dóttirin sú
dó af barnsförum rúmlega tvítug og allt var því
gert fyrir soninn eina sem eftir lifði og var hann
kostaður til náms í Kaupmannahöfn. Hann sól-
undaði fjölskylduarfinum, lauk ekki námi, varð
alkóhólisma að bráð og dó sem útigangsmaður í
Reykjavík. Þetta eru stórar og miklar sögur í
þessum systrahópi.“
Ég er kona sem þú þekkir ekki
Þær eru margar konurnar sem liggja í þögninni. Soffía Auður Birgisdóttir hefur verið ötul við að draga þær fram í dagsljósið.
Skáldkonan Arnfríðar Jónatansdóttir er ein þeirra, alþýðukona sem vegna kyns síns var ekki talin með atómskáldunum sem hún
þó réttilega tilheyrir. Soffía Auður hefur líka verið að grafast fyrir um dætur Sveinbjarnar Egilssonar sem eiga sér merkilega sögu.
Morgunblaðið/Eggert
Atómskáld Arnfríður Jónatansdóttir.
Fræðslu- og tónlistardagskráin „Komdu
með kalda fingur þína“ verður í Bessastaða-
kirkju í dag laugardag kl. 14-15. Þar mun
Soffía Auður flytja erindið: Af Sveinbjarnar-
dætrum - saga systra, sem varpar ljósi á
ýmsa mikilvæga þætti í sögu og lífi íslenskra
kvenna á 19. öld. Forseti Íslands ávarpar sam-
komuna, stúlkur í Álftanesskóla syngja lög
við texta Sveinbjarnar Egilssonar og Guðrún
Birgisdóttir leikur einleik á flautu. Kaffiveit-
ingar í Bjarnastaðaskóla að lokinni dagskrá.
Soffía Auður Hún ætlar
að fjallla um systurnar
Guðrúnu og Þuríði í dag í
Bessastaðakirkju.
Brokkkórinn er hópur fólks alls staðar af höfuðborg-
arsvæðinu sem hefur áhuga á hestamennsku og útivist
og hefur að auki gaman af söng. Stjórnandi Brokkkórs-
ins er Magnús Kjartansson og í kvöld býður þessi gleði-
hópur á októberfest í Samskipahöllinni á svæði hesta-
mannafélagsins Spretts í Kópavogi.
Húsið verður opnað kl. 19.30, það kostar 2.500 kr.
inn og drykkur er innifalinn. Brokkórinn stígur á svið
um kl. 20.30 og syngur nokkur lög og í kjölfarið kl. 21
stýrir Magnús fjöldasöng í ríflega klukkustund af sinni
allkunnu snilld og þar syngja allir saman lög og texta
sem flestir kunna. Þegar gestir hafa sungið nægju sína
og vætt kverkarnar á barnum eftir sönginn mun Krist-
ján Berg, gjarnan þekktur sem Fiskikóngurinn, þeyta
skífum og er þar ekki talað um diskótek heldur fisk-
ótek.
Fólk er hvatt til að koma í viðeigandi búningum, kon-
ur í „dirndl“, karlar í „lederhosen“ en vert er að taka
fram að það er engin skylda að koma í búningi, einvörð-
ungu er skylda að skemmta sér vel og það er auðleyst
skylda á Októberfest Brokkkórsins, þar sem söngur og
gleði verða við völd. Að sjálfsögðu verður opinn bar
með gylltum veigum eins og vera ber á slíkum viðburði.
Að auki verður hægt að gæða sér á pylsum og „pretzel“
– allt í takt við þetta stórskemmtilega þema. Allir eru
velkomnir og Brokkkórsmeðlimir hlakka til að skemmta
sér og gestum sínum.
Októberfest Brokkkórsins verður í kvöld
Fiskótek og Maggi Kjartans stýrir fjöldasöng
AFP
Októberfest Slíkar samkomur geta ekki klikkað.