Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Ólga innan lögreglunnar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á síðustu árum hafa ítrekað komið upp deilumál hjá lögreglunni, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Þessar deilur komu enn á ný upp á yfirborðið í kjölfar viðtals Morgun- blaðsins við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra í september. Haraldur taldi tíma til kominn að stokka upp lögregluembættin. Það fæli í sér allt of mikla yfirbyggingu að hafa níu lögregluembætti á land- inu. Með sameiningu embætta mætti hagræða og efla löggæslu. Eftir viðtalið lýstu átta af níu lög- reglustjórum yfir vantrausti á hendur Haraldi. Morgunblaðið leit- aði til sex þeirra fyrir helgi en tveir til viðbótar svöruðu ekki skila- boðum. Enginn þessara sex lög- reglustjóra vildi ræða yfirlýsinguna eða hvernig hún var tilkomin. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði við Kast- ljós í síðustu viku að hún bæri traust til Haraldar. Hins vegar væri unnið að skipulagsbreytingum sem gætu falið í sér sameiningu embætta. Borið hefði á ósætti innan lögreglu. Alls störfuðu 664 lögreglumenn hjá 11 embættum 1. febrúar sl., að héraðssaksóknara og ríkislög- reglustjóra meðtöldum. Þegar svo margir eru í starfsliði kann ágrein- ingur að verða um stefnu og áherslur, ekki síst þegar breytingar standa fyrir dyrum sem geta haft mikil áhrif á starfsferil. Mörg erfið mál komið upp Mest hefur borið á ágreiningi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en þar hafa mörg erfið mál komið upp eftir að Sigríður Björk Guðjóns- dóttir varð lögreglustjóri í júlí 2014. Varða sum þeirra stjórnarhætti hennar, sem hafa verið umdeildir. Þá hefur ríkið fengið á sig dóma vegna mála sem tengjast lögregl- unni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá innanríkisráðherra, skipaði Sigríði Björk lögreglustjóra, en Stefán Ei- ríksson hafði þá látið af störfum og hafið störf hjá Reykjavíkurborg. Skipunin var umdeild innan lögregl- unnar, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri haft væntingar um starfið. Hann flutti sig síðar um set til ríkis- saksóknara. Jafnframt voru hinum aðstoðarlögreglustjóranum, Herði Jóhannessyni, falin ný verkefni. Athygli vakti að Sigríður Björk var skipuð án auglýsingar. Sigríður Björk fyrsta konan Við það tilefni sendi dómsmála- ráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Sigríður Björk væri fyrsta konan í embætti lög- reglustjórans á höfuðborgar- svæðinu. Þá kom fram að ráðherra hefði í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti lögreglustjóra í nýjum um- dæmum. Samkvæmt nýjum lögum yrði lögregluumdæmum fækkað úr 15 í níu um áramótin 2014/15. Sex lögreglustjóranna voru valdir eftir umsögn valnefndar og svo Sigríður Björk af ráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem tók við embætti Hönnu Birnu eftir að hún steig til hliðar, skipaði tvo lögreglu- stjóra að auki, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum, eftir yfirferð val- nefndar. Hanna Birna lét af embætti í kjöl- far svonefnds lekamáls, en sam- skipti hennar við Stefán Eiríksson, sem var þá lögreglustjóri, meðan rannsókn stóð yfir vöktu athygli. Snerist málið um leka á gögnum um hælisleitanda sem vísa átti úr landi. Aðstoðarmaður Hönnu Birnu fékk síðar dóm vegna málsins. Fram kom í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar að hún ræddi tvisvar við hann í síma morguninn sem Fréttablaðið sló frétt, sem unnin var upp úr gögn- unum, upp á forsíðu. Fram kom í viðtali RÚV við Sigríði Björk að hún hefði áður hringt í aðstoðarmanninn úr síma á heimilinu. Ekki meðal gagna í máli Persónuvernd gerði athugasemd- ir við að Lögreglan á Suðurnesjum, sem Sigríður Björk stýrði, skyldi hafa sent innanríkisráðuneytinu gögn um umræddan hælisleitanda. Nánar tiltekið taldi Persónuvernd að skýrsludrög, sem Lögreglan á Suðurnesjum miðlaði til innanríkis- ráðuneytisins, hefðu ekki verið með- al gagna í máli sem var til meðferðar varðandi hælisleitandann. Miðlunin hefði ekki verið skráð í málaskrá. Þá hefði öflun ráðuneytisins á þessum drögum heldur ekki verið skráð. Hvort tveggja taldi Persónuvernd hafa farið í bága við lög. Þegar sú niðurstaða lá fyrir sendi Sigríður Björk frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að lögregluembættið hefði tal- ið sér heimilt að senda gögnin. Síðar kom fram í greinargerð Hönnu Birnu til umboðsmanns Alþingis í janúar 2015, eftir afsögn hennar, að samskipti hennar sem ráðherra við lögregluna hafi verið mistök. Sam- skiptin hefðu verið ósamrýmanleg stöðu hennar sem yfirstjórnanda lögreglumála. Þær Sigríður Björk höfðu þekkst lengi. Ólöf heitin Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, kvaðst þá bera traust til Sigríðar Bjarkar. Breytingar á skipulagi Haustið 2015 sagði Morgunblaðið frá því að umfangsmiklar skipulags- breytingar stæðu fyrir dyrum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Höfðu sumar breytinganna eftirmál sem jafnvel rötuðu inn í dómsali. Sigríður Björk sagði við Frétta- blaðið í ágúst 2015 að markmiðið væri m.a. að stytta boðleiðir. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur yfirlögfræðingur hjá embættinu, stýrði átaksverkefnum sem lutu að kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, mansali og hatursglæpum. Áttu þessir málaflokkar eftir að setja mikinn svip á lögregluna og voru lögreglukonur í forsvari. Vinnusálfræðingur í málið Síðla árs 2015 skilaði vinnusál- fræðingur skýrslu eftir viðtöl við fjölda lögreglumanna. Hvatti hann til úrbóta hjá lögreglunni. Af því til- efni fór Sigríður Björk yfir málið í samtali við Morgunblaðið: „Eftir að ráðuneytið vakti máls á kvörtun- unum hef ég einungis fengið vitn- eskju um þennan samskiptavanda í fjölmiðlum og í gegnum skýrslu sál- fræðings,“ sagði Sigríður Björk. Samkvæmt heimildum blaðsins lauk rannsókn á einu málinu með þeirri niðurstöðu sérfræðings að Sigríður Björk hefði ekki komið vel fram við lögreglumanninn. Í ársbyrjun 2016 færði Sigríður Björk samstarfsmann sinn Aldísi Hilmarsdóttur til í starfi. Átti það eftir að draga dilk á eftir sér. Í ársbyrjun 2016 var staða lög- reglufulltrúa hatursglæpa stofnuð hjá lögreglunni og Eyrún Eyþórs- dóttir ráðin í starfið. Hún starfaði hjá miðlægri rannsóknardeild og tók að sér hatursglæpi. Þeir komust í umræðuna og hafa verið kveðnir upp dómar vegna slíkra brota. Hins vegar hefur sýknudómur í máli gegn Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu mögulega vakið mesta athygli. Sam- tökin 78 kærðu hann til lögreglu í apríl 2015 en hún felldi málið niður. Boðaföll og breytingar  Ýmis erfið mál hafa komið upp í tíð Sigríðar Bjarkar sem lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu  Hún hefur breytt skipulagi og lagt áherslu á málaflokka sem margir töldu hafa verið vanrækta Morgunblaðið/Eggert Lögreglustjóri Sigríður Björk Guðjóns- dóttir tók við embætti sumarið 2014. Hún hefur tekist á við mörg erfið mál. kulturmennkulturmennKringlan KLÆDDUÞIG UPP Í HLÝJA VETRARÚLPU FRÁ PARAJUMPERS Í FROSTINU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.