Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
26. október 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.4 125.0 124.7
Sterlingspund 160.32 161.1 160.71
Kanadadalur 95.04 95.6 95.32
Dönsk króna 18.512 18.62 18.566
Norsk króna 13.631 13.711 13.671
Sænsk króna 12.912 12.988 12.95
Svissn. franki 125.53 126.23 125.88
Japanskt jen 1.1444 1.151 1.1477
SDR 171.17 172.19 171.68
Evra 138.31 139.09 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.3874
Hrávöruverð
Gull 1488.85 ($/únsa)
Ál 1711.5 ($/tonn) LME
Hráolía 60.99 ($/fatið) Brent
● Í sameiginlegri
ályktun frá Félagi
atvinnurekenda,
Húseigendafélag-
inu og Lands-
sambandi eldri
borgara, sem
fjallað er um nánar
á síðunni, er
megnri óánægju
lýst yfir vegna yfir-
vofandi og þegar
orðnum álögum á fasteignir í formi fast-
eignaskatts, fasteignagjalda og annarra
gjalda sem lögð eru á fasteignaeig-
endur á grundvelli fasteignamats.
„Stjórnvöld þurfa að grípa til tafarlausra
aðgerða til að stemma stigu við sjálf-
virkum hækkunum á slíkum gjöldum og
leita annarra, sanngjarnari og hóflegri
leiða og aðferða en fasteignamats til
grundvallar skattheimtu og álagningar
gjalda. Slíkar álögur á fasteignaeig-
endur hafa farið sífellt og mikið hækk-
andi undanfarin ár og verulegar hækk-
anir eru í pípunum og fyrirsjáanlegar á
ári komandi. Staðreyndir og tölur tala
sínu máli og staðfesta það óyggjandi,“
segir m.a í yfirlýsingunni. Segir þar
einnig að hömlulitlar hækkanir á álög-
um rýri hag eigenda og að útreikningur
fasteignamats sé ógegnsær og illskilj-
anlegur skattgreiðendum.
Megn óánægja með
álögur á fasteignir
Ályktun Fasteigna-
gjöld talin of há.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Á fundi Félags atvinnurekenda,
Húsaleigufélagsins og Landssam-
bands eldri borgara undir yfir-
skriftinni: Eru fasteignir féþúfa?
hélt Magnús Árni Skúlason, hag-
fræðingur hjá Reykjavík Econo-
mics, áhugavert erindi þar sem
hann fjallaði um fasteignagjöld á at-
vinnuhúsnæði sem eru nú um
stundir, sér í lagi í Reykjavík, í
hæstu hæðum, og raunar hærri en
þau voru rétt fyrir efnahagshrunið
árið 2008 miðað við hvern fermetra.
„Fasteignaskattar á atvinnuhús-
næði eru í mörgum sveitarfélögum í
hámarki. Og í sumum tilfellum eru
þeir orðnir hærri á hvern fermetra
heldur en á bóluárinu 2008,“ segir
Magnús Árni í samtali við Morg-
unblaðið. Samkvæmt lögum þá er
sveitarstjórnum heimilt að hækka
fasteignagjöld um allt að 25%. Fast-
eignaskattar á atvinnuhúsnæði
nema því í mörgum tilfellum 1,65%,
m.a. í Reykjavík, Árborg og
Reykjanesbæ.
Hafa hækkað um 61% frá
árinu 2015 í Reykjavík
Sé horft á fasteignaskatta sveit-
arfélaga á hvern fermetra atvinnu-
húsnæðis sést að verðið nemur
3.079 kr. í Reykjavíkurborg en nam
2.875 kr. árið 2008. Ásamt Mos-
fellsbæ og Garðabæ innheimtir
Reykjavík því hærri skatta nú en
árið 2008 á þann mælikvarða. Sem
dæmi þá nema fasteignaskattar í
Kópavogi á hvern fermetra 2.488
kr. miðað við 3.203 kr. árið 2008.
53% af verslunar- og skrifstofuhús-
næði á landinu er staðsett í Reykja-
vík. Þar hafa fasteignaskattar
hækkað um 61% frá árinu 2015, frá
8,6 milljörðum króna í 13,9 millj-
arða árið 2019. Í samanburði við ná-
grannalöndin nema fasteignaskatt-
ar 2% af landsframleiðslu hér á
landi miðað við 1,8% í Danmörku og
1% í Svíþjóð, en þar hefur fast-
eignaverð einnig hækkað mikið á
undanförnum árum.
Frystur skattstofn
á Norðurlöndum
„Mjög víða á Norðurlöndum er
stofn til fasteignagjalda frystur eða
hluti hans reiknaður til fasteigna-
gjalda. Þar er horft til raunhæfrar
skattlagningar í stað þess að velta
henni alveg á leigusalann sem endar
mögulega á því að tapa á eigninni,“
segir Magnús Árni. Að hans mati
eiga fasteignagjöld ávallt að haldast
í hendur við afrakstur eigna.
Þarf að aðlaga óðeðlilegum
breytingum á fasteignamarkaði
„Fasteignaskattur eru auðvitað
nauðsynlegur skattstofn en það er
brýnt að endurskoða hann á hverj-
um tíma og aðlaga hann bæði óeðli-
lega miklum hækkunum á fast-
eignamarkaði og hvaða tekjur
eignirnar bera. Fasteignamat Þjóð-
skrár er tekjumat á atvinnuhúsnæði
og það hefur hækkað mjög mikið
með nýrri aðferðafræði. En það
þyrfti að gaumgæfa betur. Hærra
fasteignamat ætti að endurspegla
hærri tekjur hjá viðkomandi fast-
eign en oftar en ekki getur það rýrt
tekjurnar af eigninni. Sérstaklega
ef leiga lækkar. Á meðan mestu erf-
iðleikarnir ganga í gegn í atvinnulíf-
inu nú um stundir ætti að taka tillit
til þess og lækka skatta á atvinnulíf.
Líka vegna þess að laun hafa hækk-
að mikið og þar með eru útsvars-
greiðslur sveitarfélaga hlutfallslega
hærri miðað við fasteignaskatta,“
segir Magnús Árni.
Fasteignaskattar á atvinnu-
húsnæði í hæstu hæðum
Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði 2008-2019
Kr./fermetra á föstu verðlagi 2019
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2008 2011 2015 2019
Akureyri Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjanesbær Reykjavík
3.079
1.500
1.630
2.488
2.009
2.430
1.618
1.458
2.227
2.364
3.203
1.316
2.875
1.275
Heimild: Reykjavík Economics
Fasteignaskattar eru hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar
Rúm vika er nú liðin frá því að
stefnumótaappið The One var sett í
loftið á Danmerkurmarkaði og vakti
það strax mikla athygli. Að sögn
Davíðs Arnar Símonarsonar, annars
hugmyndasmiða forritsins, hafa við-
tökurnar verið góðar en með hjálp
gervigreindar parar The One saman
tvo notendur í senn og leyfir þeim að
ræða saman áður en þeir gefa hvor
öðrum rautt eða grænt ljós. Gangi sú
pörun ekki eftir tengjast notendur
saman við annan einstakling daginn
eftir.
„Það hefur gengið vonum framar.
Yfir þúsund manns skráðu sig fyrstu
dagana og notkunin er mikil. Við höf-
um fengið fullt af viðbrögðum frá
dönskum notendum sem segja að
þetta sé heilbrigðari leið til þess að
kynnast einhverjum en að dæma fólk
alltaf eftir útliti,“ segir Davíð. Nú
þegar er notkunin orðin meiri í Dan-
mörku en á Íslandi, en forritið var
sett í loftið hér á landi í lok júní síð-
astliðins. Davíð fór raunar í viðtal
hjá bæði ríkisútvarpi Danmerkur,
DR, og Ekstra Bladet. „Báðir þessir
fréttamiðlar fjölluðu um appið út frá
þeim vinkli að það eru konur sem
ákveða svolítið ennþá hvaða karl-
menn fá að nota appið. Eftir hvert
spjall er konan spurð hvort maður-
inn hafi verið almennilegur eða ekki.
Ef hann var það ekki dettur hann út
úr kerfinu. Þetta fannst þeim hjá DR
og Ekstra Bladet fréttnæmt. Þetta
virðist einnig höfða til kvenfólks því
við fengum fleiri kvenkyns notendur
en karlkyns,“ segir Davíð Örn.
Ást The One er sagt vera heilbrigð
leið til þess að finna lífsförunaut.
The One vekur at-
hygli í Danmörku
Yfir þúsund
manns skráðu sig á
nokkrum dögum