Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Spjallsíðan Mumsnet er ein vinsælasta vef- síða Bretlands. Síðunni var ætlað að gera mæðrum kleift að skiptast á ráðum um barnauppeldi. Hún varð svo að vettvangi þar sem konur (fyrst og fremst) deila reynslu sinni og ráða ráðum sínum um hin ýmsu mál. Eitt af þúsundum nýlegra umræðuefna á síðunni var spjall um hvort eðlilegt væri að karlar sem skilgreina sig sem konur fengju aðgang að bún- ingsklefum kvenna. Auk þess gerði einn notandi síðunnar athugasemd við að leikskólabörn væru hvött til að efast um eigið kyn. Smjörlíkisklípan Það hefur þótt eftirsóknarvert að auglýsa á síðunni. Meðal helstu aug- lýsenda voru framleiðendur Flora smjörlíkis. Kona sem rekist hafði á spjallþráðinn um búningsklefana skrifaði eftirfarandi á twitter: „Mér þykir Flora gott en það er útilokað að ég kaupi það á meðan það vinnur með Mumsnet sem býður upp á vett- vang fyrir trans-fjandsamlegar færslur á vefsíðunni sinni.“ Innan við tveimur klukkustundum síðar var markaðsdeild smjörlíkis- framleiðandans búin að sjóða saman svo hljóð- andi tíst: „Við höfum rannsakað málið. Við stöndum alfarið með gildum okkar, meðal þeirra er að koma jafnt fram við alla, því höfum við ákveðið að vinna ekki lengur með Mums- net. #DiversityMat- ters.“ Viðbrögð notenda síðunnar voru þau að bindast samtökum um að hætta að kaupa Flora-smjörlíki. Fyrirtækið missti þannig þúsundir viðskiptavina til að halda í einn. Pólitísk fyrirtæki Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um þróun sem hefur vakið mikla athygli og umræðu austan hafs og vestan. Þ.e. tilhneiging stórfyrir- tækja til að elta ráðandi rétttrúnað. Oft birtist þetta í hefðbundnu dygða- monti þar sem fyrirtækin leitast við að skreyta sig með þeim málstað sem hæst ber hverju sinni. Stundum gengur það þó svo langt að stjórn- endur fyrirtækjanna taka að beita þeim í baráttu aktívista. Þótt mál- staðurinn sé oft góður eru aðferð- irnar það ekki alltaf (enda skipta þær ekki máli í heimi ímyndar- stjórnmálanna). Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur. Sumir benda á að stjórnendur stórfyrirtækja, auglýs- ingastofa o.fl. myndi samkvæmis- klúbb sem er ekki í tengslum við restina af samfélaginu. Aðrir telja þetta afleiðingu af auknum áhrifum fólks sem er nýkomið úr innræt- ingarumhverfinu sem tröllríður mörgum háskólum. Sumt markaðs- fólk telji ekki nógu merkilegt að selja bara vörur og vilji því vinna að öðr- um markmiðum í krafti stöðu sinnar. Afleiðingin er að minnsta kosti sú að meginmarkmið sumra fyrirtækja er ekki lengur að bjóða upp á sem besta vöru og þjónustu á sam- keppnishæfu verði heldur að fylgja og ýta undir ráðandi rétttrúnað hverju sinni. Stundum virðist þeim jafnvel vera sama um viðhorf hefð- bundinna viðskiptavina sinna. Mark- hópurinn er fyrst og fremst rétt- trúnaðarpostularnir sem lengst ganga í opinberri umræðu. Viðskiptavinirnir skammaðir Fyrir nokkru datt einhverjum markaðsmönnum í hug að besta leið- in til að auglýsa Gillette-rakvélar væri að leita í stikkorðabók rétttrún- aðarsafnaðarins og hverfa frá „karl- lægum“ auglýsingum. Um leið skyldi iðrast með því að birta auglýsingar til að vara við „eitraðri karl- mennsku“. Á skömmum tíma dró svo mjög úr sölunni að eigandi Gillette varð að færa niður verðmæti vörumerkisins um 8 milljarða dollara. Fyrirtækið bar því þó við að þetta 1.000 millj- arða króna tap væri líka afleiðing af því að skeggjuðum körlum hefði fjölgað. Sú tíska hlýtur að vera af- leiðing eitraðrar karlmennsku. Til Íslands Það var líklega bara tímaspursmál hvenær þessi þróun bærist til Ís- lands. Áform Íslandsbanka um að fjársvelta fjölmiðla sem ekki laga sig að kröfum bankastjórnenda hafa vakið athygli. Óljóst var hvort bankinn vildi áfram eiga viðskipti við vinnustaði þar sem karlar væru í miklum meiri- hluta, t.d. bifreiðaverkstæði. Það var sagt til skoðunar í rekstrardeild bankans. Nú virðist þó liggja fyrir að bankinn muni áfram vera viljugur til að taka við peningum frá karla- vinnustöðum. Hann vilji bara ekki borga slíkum vinnustöðum. Bankinn mun hafa ráðist í rann- sóknir á vinnuafli og dagskrá fjöl- miðla til að kanna hverjir séu þess verðugir að fá greitt fyrir auglýs- ingar. Þegar þetta vakti viðbrögð var bent á að óþarfi væri að taka þessu illa. Gefinn yrði frestur á meðan rannsókn færi fram og stjórnendum fyrirtækja gefið tækifæri til að verða við kröfum bankans. Þvingunaraðgerðirnar munu þó einungis ná til vinnustaða þar sem starfa of margir karlar. Ekki verður beitt refsingum ef hlutfallið er á hinn veginn. Georg og félagar En bankanum er umhugað um fleira en kynjahlutföll. Hann ætlast líka til þess að fyrirtæki fylgi stefnu bankans í umhverfismálum. Íslands- banki hefur áhyggjur af plastmeng- un í hafi og mun bregðast við m.a. með því að framleiða sparibauka úr pappa fremur en plasti. Ég vissi ekki af þeim vanda að fólk hendi spari- baukum í sjóinn. Hugsanlega eru mörgæsin Georg, Trölli, Sammi og aðrir sparibaukar á ferð um heims- höfin. Þó virðist líklegra að þetta sé tilraun til dygðamonts með því að tengja sig við eðlilegar áhyggjur af plastmengun í hafi. Íslenskur banki sem vill sýna sam- félagslega ábyrgð gerir það best með því að lækka vexti og gjöld kvenna og karla. Af nógu er að taka. Í verðskrá Íslandsbanka eru hundruð gjalda og gjaldflokka. Það ætti svo að vera almenn sam- félagsleg skylda að gæta jafnræðis gagnvart öllum einstaklingum en skilgreina þá ekki út frá kyni, aldri eða öðrum einkennum sem okkur er úthlutað. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson »Nú virðist þó liggja fyrir að bankinn muni áfram vera vilj- ugur til að taka við pen- ingum frá karlavinnu- stöðum. Hann vilji bara ekki borga slíkum vinnustöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Rétttrúnaðarrekstur Búvörusamningar eru önnur meginstoða íslensks landbúnaðar. Núgildandi samningar voru undirritaðir árið 2016 og eru þeir til endurskoðunar á þessu ári. Þeirri vinnu fylgir mikil ábyrgð fyrir alla hlutaðeig- andi enda miklir hags- munir í húfi fyrir bæði bændur og neytendur. Í gær var undirritað sam- komulag um endurskoðun samn- ings um starfsskilyrði naut- griparæktar, sem er einn hinna fjögurra búvörusamninga. Mark- mið þess er að stuðla að framþróun og nýsköpun í nautgriparækt. Leggja á áherslu á rannsóknir og menntun ásamt sjálfbærari og um- hverfisvænni framleiðslu. Það er sérstaklega ánægjulegt að bændur og stjórnvöld skuli sameinast um þessa framtíðarsýn en um leið sýna í verki aðgerðir í þessa veru. Þannig eru gerðar grundvall- arbreytingar á gildandi sam- komulagi. Í þessari grein vil ég fara yfir meginatriði þeirra breyt- inga, en þau eru einna helst af þrennum toga. Fallið frá afnámi kvótakerfis Fallið verður frá afnámi kvóta- kerfis í mjólkurframleiðslu sem stefnt var að með undirritun naut- gripasamningsins í febrúar 2016 og átti að taka gildi hinn 1. janúar 2021 og mun því greiðslumark gilda áfram út samningstímann. Greiðslumark heldur sér þar af leiðandi sem kvóti sem tryggir for- gang að innanlandsmarkaði og sem viðmiðun fyrir beingreiðslur. Við- skipti með greiðslumark verða leyfð að nýju frá og með árinu 2020 og munu þau byggjast á til- boðsmarkaði sem er sama mark- aðsfyrirkomulag og gilti á árunum 2011-2016. Vissar takmarkanir verða á viðskiptum með greiðslu- mark sem verða útfærðar nánar í reglugerð. Óumdeilt er að núgildandi fram- leiðslustýring hefur átt ríkan þátt í að stuðla að jafnri stöðu mjólkurfram- leiðenda um land allt og tilsvarandi byggða- festu. Jafnframt hefur þetta kerfi ýtt undir þá miklu hagræðingu sem orðið hefur í greininni á und- anförnum árum en sú þróun hefur orðið til hagsbóta fyrir bæði greinina og neyt- endur. Samantekið hefur þetta kerfi átt ríkan þátt í að nautgriparæktin er jafn sterk grein og hún er í dag. Eitt af því sem benda má á er að með þeirri hagræðingu hefur notk- un á olíu á hvern framleiddan lítra mjólkur dregist saman um 40%. Ég tel þessa breytingu því mikið heillaskref sem er til þess fallið að stuðla að frekari framþróun og aukinni verðmætasköpun í grein- inni. Íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð Í samkomulaginu er að finna þá metnaðarfullu stefnumörkun bænda og stjórnvalda að íslensk nautgriparækt verði að fullu kol- efnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040. Þetta verður gert m.a. með því að byggja upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, bættri fóðrun, meðhöndlun og nýtingu búfjár- áburðar, markvissri jarðrækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefnisjafna búskap. Slíkar áherslur falla vel að öðrum verk- efnum á sviði kolefnisbindingar svo sem skógrækt. Þá er að því stefnt að allar afurðir frá íslenskum naut- gripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040. Full samstaða er meðal stjórn- valda og bænda um þessa framtíðarsýn. En það er einnig samstaða um hvernig þessum markmiðum verður sem best náð; með því að auka enn frekar þekk- ingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bind- ingu kolefnis á því og draga úr los- un. Því þarf að auka rannsóknir, ráðgjöf og fræðslu fyrir bændur um þessi atriði. Jafnframt þarf að taka til skoðunar að innleiða fjár- hagslega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bindingu. Ég er afskaplega ánægður með þessa sterku og metnaðarfullu stefnumörkun sem bændur og stjórnvöld eru hér að sameinast um. Það er jafnframt ánægjulegt, og til marks um þá ríku áherslu sem lögð er á þessa stefnumörkun, að stjórnvöld og bændur eru sam- mála um að ráðstafa fjármagni af samning um starfsskilyrði naut- griparæktar til aðgerða til að ná þessum markmiðum. Verðlagsmál endurskoðuð Í samkomulaginu sameinast stjórnvöld og bændur um að skoða umfangsmiklar breytingar á verð- lagsmálum mjólkurafurða. Þannig má nefna að til að efla og tryggja forsendur til samkeppni við vinnslu mjólkurafurða verður gerð grein- ing á tækifærum til frekari að- skilnaðar milli söfnunar og sölu á hrámjólk frá vinnslu mjólkuraf- urða og öðrum rekstri. Þá verður fyrirkomulag verðlagningar mjólk- urvara á heildsölustigi tekið til endurskoðunar og sá möguleiki tekinn til skoðunar að hætta op- inberri verðlagningu mjólkuraf- urða. Samhliða ofangreindum breyt- ingum er stefnt að því að stýritæki við verðlagningu mjólkurafurða verði þróuð til meira frjálsræðis. Þannig verður umgjörð verðlags- nefndar búvöru tekin til endur- skoðunar með það að markmiði að taka upp nýtt fyrirkomulag í stað Verðlagsnefndar búvöru, án þess að slíkt raski forsendum búvöru- samnings, enda er núgildandi fyr- irkomulag að mörgu leyti tíma- skekkja. Þá eru forsendur þessa fyrirkomulags brostnar í ljósi þess að fulltrúar launþega hafa hafnað að tilnefna fulltrúa í nefndina und- anfarin ár vegna óánægju með þetta fyrirkomulag. Eftir undirritun samkomulags- ins mun verða skipaður starfs- hópur sem fær það hlutverk að út- færa þessi atriði nánar. Við þá vinnu er mikilvægt að hafa hags- muni neytenda að leiðarljósi. Því er hópnum í störfum sínum gert að hafa samráð við helstu aðila sem hagsmuna eiga að gæta. Áframhaldandi sókn Ég tel að með þessu sam- komulagi séu stjórnvöld og bænd- ur að búa svo um starfsskilyrði nautgriparæktar að greinin nýti þau mikilvægu sóknarfæri sem sannarlega blasa við. Að við stuðl- um að bættri samkeppnishæfni og aukinni verðmætasköpun en á sama tíma að sanngjörnu vöruverði fyrir neytendur. Ég er sannfærður um að þetta samkomulag er mik- ilvægt skref í þá veru. Eftir Kristján Þór Júlíusson » Í samkomulaginu er að finna þá metn- aðarfullu stefnumörkun bænda og stjórnvalda að íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnis- jöfnuð eigi síðar en árið 2040. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Grunnur að frekari sókn Morgunblaðið/Hari Samkomulag Starfsskilyrði nautgriparæktar verða endurskoðuð og markmiðið er að́ hún verði kolefnisjöfnuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.