Morgunblaðið - 26.10.2019, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
✝ Karl Aspelundfæddist 18. októ-
ber 1930 á Ísafirði.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Vest-
fjarða á Ísafirði 15.
október 2019. For-
eldar hans voru Har-
ald Aspelund, f. í
Noregi 1898, d. 1979,
og Arnþrúður Helga
Magnúsdóttir Aspe-
lund, f. á Ísafirði
1906, d. 2000. Systkini Karls eru:
1) Magnús Aspelund, f. 1931, d.
14. september 2015. 2) Helga
Aspelund, f. 1942.
Árið 1957 voru Karl og Agnes
Kristín, f. 1937 í Reykjavík, gefin
saman í Neskirkju. Foreldrar
hennar voru Hallvarður Einar
Árnason, f. 23.12. 1895, d. 20.1.
og var virkur þátttakandi í íþrótt-
um. Hann byrjaði nám í bifvéla-
virkjun en söðlaði um og hóf nám
við íþróttaskólann á Laugarvatni
og útskrifaðist þaðan sem íþrótta-
kennari árið 1951. Karl starfaði
sem íþróttakennari við Barna- og
gagnfræðaskólann á Ísafirði og
einnig við Menntaskólann fyrst
eftir stofnun hans. Allan sinn
starfaldur starfaði Karl sem
íþróttakennari. Með kennslu-
störfum lagði hann einnig stund á
nám í ljósmyndun sem hann vann
við um tíma. Í hlutastörfum starf-
aði Karl sem bílstjóri, við bifreiða-
skoðun og um tíma átti hann og
rak minkabú. Karl og Agnes
bjuggu fyrstu árin í Aðalstræti 22
á Ísafirði en byggðu síðar hús við
Sætún 9 á Ísafirði árið 1970 þar
sem þau bjuggu alla tíð og börn
þeirra uxu þar úr grasi.
Karl verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 26. október
2019, klukkan 14.
1969, og Guðrún
Kristjánsdóttir, f.
19.12. 1903, d. 7.3.
1986. Börn Karls og
Agnesar Kristínar
eru: a) Harald, f.
1957, hann á fjögur
börn og fimm
barnabörn. b) Hall-
varður Einar Aspe-
lund, f. 1958, kvænt-
ur Eyleifu Björgu
Hauksdóttur, þau
eiga tvö börn og tvö barnabörn. c)
Guðrún Aspelund, f. 1961, gift
Einar Val Kristjánssyni, þau eiga
fjögur börn og fimm barnabörn.
d) Arnþrúður Helga Aspelund, f.
1962, hún á eitt barn.
Karl ólst upp á Ísafirði, kynntist
ýmsum störfum til sjávar og sveita
á unglings- og námsárum sínum
Hann Karl mágur minn bónaði
bílana sína áður en hann kvaddi
þessa jarðvist, bílar voru hans
áhugamál enda var hann bifreiða-
eftirlitsmaður ásamt Harald föð-
ur sínum í tugi ára. Kalli tók mig
með í margar ferðir þegar hann
fór að sinna bifreiðaeftirlitinu,
bæði keyrandi á bíl og með Djúp-
bátnum, hann fræddi mig um
sögu, mannlíf og náttúru Vest-
fjarða, hann var jú kennari hann
Kalli „íþróttakennari“.
Kalli hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og tók-
umst við oft á um skoðanir okkar
en hvorugt gaf eftir. Kalli reynd-
ist mér „krakkanum“ mjög vel
þegar ég var hjá þeim Agnesi
systur minni í fjóra mánuði 1958,
Agnes gekk þá með Hallvarð en
Harald var ársgamall. Þau Agnes
voru höfðingjar heim að sækja, ég
kom vestur við ýmis tækifæri, til
dæmis við fermingar krakkanna.
Ferming Haralds er minnis-
stæðust því húsið var ekki fullbú-
ið þá. Ragna systir og Kalli voru
að fúga skorsteininn, ég var í eld-
húsinu að baka, mamma að hekla
hlífar á armana á sófasettinu og
Agnes verkstjóri yfir okkur, þá
kom drengur úr næsta húsi og
varð alveg ringlaður því honum
fannst við systur vera sama kon-
an og alls staðar.
Síðastliðið sumar heimsótti ég
ásamt Hönnu og Nonna þau Kalla
og Agnesi og rifjuðum við upp lið-
inn tíma. Kalli hafði áhuga á fólk-
inu sínu og spurði mikið um mitt
„sitt“ fólk, hvernig barnabörnin
mín hefðu það og þá sérstaklega
Gauti og Atli synir Hönnu og
Nonna en þeir kölluðu Kalla alltaf
„Kalla afa“ þegar þeir voru yngri
enda reglulegir gestir hjá þeim
hjónum. Þarna áttum við yndis-
lega stund saman sitjandi í sólinni
úti á svölum og horfðum inn poll-
inn. Svona vil ég muna þig.
Kalli minn, ég vil þakka þér
alla samfylgdina, hún var nú ekki
leiðinleg.
Árný Þ. Hallvarðsdóttir.
Það standa fimm falleg hús við
Sætún á Ísafirði sem öll eru
byggð snemma á sjöunda ára-
tugnum. Hús Kalla og Agnesar
Aspelund er númer níu og stend-
ur innst í götunni. Það er líka fal-
legasta húsið og garðurinn þeirra,
sem teygir sig í sveig inn fyrir
botnlangann, með þeim falleg-
ustu.
Þegar þessi módernísku hús
með hreinum formum og flötu
þaki voru byggð tók öll fjölskyld-
an þátt í framkvæmdinni, börnin,
afinn og amman, bæði hjónin og
svo vinirnir á steypudögum. Kalli
pældi mikið í hvernig best væri að
þessari stórframkvæmd staðið og
stóð meðal annars og sprautaði
vatni á nýja steypuna til þess að
hægja á þornuninni, enda eru
veggirnir hans ennþá sléttir og
sprungulausir eftir öll þessi ár.
Kalli var mikill pælari og sér-
vitringur að auki, en það er vest-
firskur eiginleiki sem reynist hafa
fleiri kosti en galla. Hann velti
hlutunum fyrir sér á alla kanta,
fyrir honum voru öll málefni og öll
verkefni tilefni til endurskoðunar.
Þau Agnes voru glæsilegt par,
Kalli alltaf svo fínn í tauinu og vel
greiddur og hún fallega klædd í
sérhönnuðum og sérsaumuðum
fötum, en Agnes er hönnuður og
saumakona með fágaðan smekk
og vandvirk í öllu sem hún tekur
sér fyrir hendur. Garðurinn
þeirra er ekki bara útpældur
(Kalli) heldur útfærður og hann-
aður af mikilli smekkvísi (Agnes).
Þar hafa þau ræktað grænmeti
í mörg ár og um tíma spígsporuðu
marglit dverghænsni um garðinn.
Hænunum fylgdi tilraunastarf-
semi sem fólst í því að Kalli tók
alltaf minnstu eggin til að unga
þeim út og fá þannig með tíman-
um minni og minni hænur. Han-
inn kom reglulega yfir í garðinn
til okkar og galaði þar. Við því
amaðist enginn enda fylgdi þess-
um dýrum mikil litagleði og líf.
Við viljum þakka þessum ná-
grönnum okkar öll yndislegu árin
í Sætúninu.
Nú eru börnin í götunni að
sjálfsögðu öll flutt að heiman
(nema þau sem hafa tekið við húsi
foreldra sinna) en við húsið núm-
er 9 má oft sjá mergð bíla og reið-
hjóla. Þangað sækja barnabörnin
og börnin og maður sér fyrir sér
fjörugar samræður og miklar
pælingar, enda hafa börnin fjögur
erft marga af eiginleikum for-
eldra sinna.
Heimilisfólkið í Sætúni 9 hefur
gert sitt í gegnum tíðina til að
stuðla að skapandi og gagnrýnni
hugsun, fögru mannlífi og góðu
samfélagi. Það er gott að eiga ná-
granna eins og þau.
Við systkinin ásamt móður
okkar Jónínu Einarsdóttur kveðj-
um Kalla með söknuði og sendum
Agnesi og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Jón Ottó, Elísabet,
Margrét og fjölskyldur.
Karl Aspelund
26. október, afmæl-
isdagurinn þinn, elsku
mamma, sá fyrsti eftir
að þú kvaddir okkur
fyrir réttum tveimur mánuðum.
Mig langaði svo að skrifa til þín
kveðju en þú kvaddir okkur svo
snögglega að ekki vannst tími til.
Tómleikinn og söknuðurinn er mik-
ill en eftir sitja minningar og þakk-
læti fyrir yndislega og örláta móð-
ur.
Við systkinin elskum söguna af
fyrstu kynnum foreldra okkar.
Mamma var að vinna í sjoppu, nán-
ar tiltekið gömlu Skeifunni, og
pabbi vann þar við smíðar ásamt
fleiri ungum mönnum. Þetta var
árið 1958 og þau 17 ára gömul.
Mamma var nýbyrjuð að vinna
þarna og strákarnir vildu stríða
henni aðeins. Í þá daga var til gos-
drykkur sem hét kist. Pabbi kemur
inn og vinirnir flissandi á eftir hon-
um og segir: „Hafið þér kist, frök-
en?“ Hún snýr upp á sig og svarar:
„Það kemur þér ekkert við!“. „Ég
var nú bara að spyrja hvort þú
hefðir til sölu gosdrykkinn kist.“
Eftir þetta voru örlög þeirra sam-
tvinnuð og samrýndari og ást-
fangnari hjón var erfitt að finna.
Mamma var óvenjuskipulögð og
framtakssöm kona. Sýndi þetta
skipulag sig best þegar þeim byrj-
uðu að fæðast börn. Fyrst kom
stúlka 1960, svo drengur 1962, þá
önnur stúlka 1964 og að lokum
drengur 1966. Þessum barneignum
var lokið þegar hjónin voru á 24.
aldursári enda fullkomin fjölskylda
og engin ástæða til að bæta við.
Börnin voru vel öguð og ávallt óað-
finnanlega til fara, í heimasaumuðu
af móður sinni sem sat gjarnan við
sauma eftir að aðrir voru lagstir til
hvílu. Biðu þá til dæmis nýsaum-
aðir 17. júní kjólar stúlknanna um
morguninn og stuttbuxur og skyrt-
ur á drengina. Þau voru svo greidd
og strokin og svo vel öktuð að
minnti einna helst á Von Trapp-
börnin úr Sound of Music.
Barnabörnin þín kunnu svo
sannarlega að meta það að eiga
svona hressa og skemmtilega
ömmu sem grínaðist óspart í þeim.
Greta María
Sigurðardóttir
✝ Greta MaríaSigurðardóttir
fæddist 26. október
1941. Hún lést 17.
ágúst 2019.
Útför Gretu Mar-
íu fór fram 23. ágúst
2019.
Bræður mínir
kunnu ekki alltaf
eins vel að meta
húmorinn þinn en
þú notaðir hann oft
til að veita þeim
ráðningu. Eitt sinn
læddir þú nýveidd-
um rauðmaga ofan í
baðið hjá Sigga sem
hafði dvalið þar
fram úr hófi lengi.
Það sem þú hlóst
þegar hann gusaðist með látum
upp úr baðinu og hljóp nakinn fram
í stofu. Ásgeir fékk einnig að kenna
á stríðninni þegar þú tókst ráðin í
þínar hendur og kveiktir í allt of
súrum og slitnum Adidas-skóm
hans niðri á stétt. Þú gast svo ekki
stillt þig um að kalla í hann út að
glugga til að sjá skóna standa í ljós-
um logum. Það var mikið hlegið
þegar hann hljóp bölvandi út með
slökkvitækið í höndunum.
Þú varst elskuð af vinnufélögum
þínum, Oddfellowsystrum og vin-
konum þar sem þú varst oftast
fremst í flokki við að skipuleggja
skemmtanir og mannamót. Þú
varst góðhjörtuð, fordómalaus, ein-
stakur fagurkeri, með eindæmum
smekkleg og útsjónarsöm kona og
ber heimili ykkar pabba vott um
það.
Hluti af þér mun alltaf fylgja
mér og ég sé þér bregða fyrir með
bros á vör og blik í auga á hverjum
degi. Aþena mín, Haukur og Atlas
Þór sakna yndislegrar ömmu og
langömmu.
Elsku hjartans fallega og
skemmtilega mamma mín, takk
fyrir allt það góða sem þú gafst
mér og mínum.
Þín
Sif.
Elsku tengdamamma hefði orð-
ið 78 ára í dag, 26. október, en í dag
kveðjum við hana í hinsta sinn.
Afmælisveisla hjá þér er ekki í
boði þetta árið fyrir okkur sem
syrgjum þig, en vonandi heldur þú
þitt afmælisboð á himnum og
mamma mín er kannski bara í boð-
inu hjá þér, úr því þið ákváðuð að
kveðja okkur með aðeins níu vikna
millibili í sumar.
Í maí 2016 var þér óvænt boðið
upp í „dans“ af óvelkomnum aðila.
Þér með þinni elju, þrautseigju og
dugnaði tókst að „dansa“ hann út
af gólfinu á einu ári. Svo hélstu
bara áfram að dansa og dilla þér
með okkur hinum. En síðla sumars
réðist þessi óvelkomni aðili aftur
inn í líf okkar og hreinlega hrifsaði
þig út af dansgólfinu á örskömmum
tíma. Við náðum varla áttum – og
þú bara allt í einu farin frá okkur.
Þín er svo sárt saknað. Þú varst
svo allt umlykjandi, væntumþykja,
snyrtimennska og gjafmildi ein-
kenndi þig. Sífellt með útbreiddan
faðminn að passa upp á þitt fólk.
Gefa öllum gjafir og allir skyldu fá
jafnt, alltaf passað upp á það. Börn-
in þín, tengdabörn og barnabörn
voru í fyrsta sæti hjá þér og elsku
tengdapabba. Þú varst svo dugleg
að hafa samband við okkur öll,
sama hvar í heiminum við vorum
stödd. Svo voruð þið hjónin alltaf
mætt á allar skólaskemmtanir,
leik- og danssýningar hjá barna-
börnunum. Það var dásamlegt að
hvað þið gáfuð ykkur alltaf tíma í
að sinna barnabörnunum. Nú pöss-
um við tengdapabba og gefum hon-
um með gleði, af tíma okkar.
Í febrúar sl. fylgdir þú mér
fyrstu skrefin inn í Oddfellowregl-
una. Mikið er ég glöð að þú fylgdir
mér þessi fyrstu skref. Ég tek þau
næstu án þín en lofa að standa mig
vel og vera þér til sóma. Hringur-
inn þinn er minn núna og minnir
mig á þig á hverjum degi.
Þið tengdapabbi voruð gift í tæp
60 ár og saman í yfir 60 ár. Eign-
uðust fjögur börn á rúmum fimm
árum og þú tæplega 25 ára þegar
yngsta barnið fæddist. Geri aðrir
betur. Börnin vel upp alin, snyrti-
leg og fín. Ekki voru auraráðin
mikil en þú og saumavél gerðuð
kraftaverk. Þú varst mjög góður
kokkur og sama hvort það var
hversdagsmatur eða veislumatur,
þetta smakkaðist alltaf betur hjá
þér.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Elsku tengdamamma, takk fyrir
allt sl. 30 ár.
Sigríður.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ELÍS PÉTUR SIGURÐSSON,
Elli P.,
lést miðvikudaginn 16. október á
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Útför fer fram frá Glerárkirkju, Akureyri, föstudaginn
8. nóvember klukkan 13.30.
Fjóla Ákadóttir
Sigurður Elísson Jóhanna Guðnadóttir
Áslaug Elísdóttir Björn Hermannsson
Erla Vala Elísdóttir
Stefanía Fjóla Elísdóttir Alejandro Guilllen Mellado
Ragna Valdís Elísdóttir Herbert Harðarson
Elís Pétur Elísson Helga Rakel Arnardóttir
Bryndís Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG ELÍASDÓTTIR,
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, fimmtudaginn
17. október. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 13.
Jóhann Pétursson
Elías Ásgeir Jóhannsson Margrét Hrönn Emilsdóttir
Pétur Jóhannsson Sólveig Einarsdóttir
Margrét Sigrún Jóhannsd. Werner Kalatschan
Kristín Jóhannsdóttir
Jón Þorsteins Jóhannsson
Jóhann Ingi Jóhannsson Mariana Tamayo
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
SIGRÍÐUR ÞORLEIF ÞÓRÐARDÓTTIR,
Staðarhrauni 23, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 19. október.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 30. október
klukkan 14.
Ingibjörg Marín Björgvinsd. Jón Fanndal Bjarnþórsson
Björgvin Björgvinsson
Hanna Margrét, Sigríður Emma, Elísabet Inga,
Kristjana Marín, Sylvía Björg, Svala María
og systur hinnar látnu
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
VALBORG ODDSDÓTTIR,
Birkihlíð 38, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
8. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að hennar ósk.
Emil Örn Evertsson Þórhildur Knútsdóttir
Kári Emilsson
Sindri Emilsson
Ásta Sóley Emilsdóttir
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁSTA SVANDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Bædý,
Úthlíð í Skaftártungu,
lést sunnudaginn 20. október.
Útför hennar fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu
laugardaginn 2. nóvember klukkan 14.
Valur Oddsteinsson
Herdís Erna Gústafsdóttir Haukur Sigurjónsson
Trausti Fannar Valsson Guðrún Inga Sívertsen
Elín Heiða Valsdóttir Guðmundur Ingi Arnarsson
Oddný Steina Valsdóttir Ágúst Jensson
Sigurður Árni Valsson Stefanía Hjaltested
og barnabörn
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir