Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 37
ólík væru, að varla er hægt að tala um annað án þess að það eigi líka við um hitt. Benni var einstaklega hlýr og næmur maður. Ákafur að skynja, skoða, ferðast og fræðast og umræðuefnin því óþrjótandi. Við Edda kynntumst sem börn og bundumst vinaböndum. Korn- ung kynntum við maka okkar og vinátta tókst með öllum fjórum. Svo góð að við Þórhildur settum upp hringana við eldhúsborðið í litlu kjallaraíbúðinni þeirra. Áður höfðum við Benni unnið saman eitt sumar vestur í Bolungarvík. Þar var unnið myrkranna á milli en samt gafst tími til að gleðjast og gamna sér. Það er sagt að maður þurfi ekki stöðugt að hitta vini sína. Í okkar Benna tilfelli var það rétt. Þá sjaldan við sáumst var sem þráð- urinn væri tekinn upp frá í gær. Þetta sterka trausta band trosn- aði ekki í áranna rás. Reyndar urðu vinafundir tíðari nú seinni árin, auk þess sem við hittum þau oft á mannamótum, í leikhúsi og á tónleikum. Þau létu fátt fram hjá sér fara á í menningarsviðinu, ut- an lands sem innan. Dvöldu oft langdvölum erlendis til að njóta þess besta sem völ var á. Þau komu m.a. til Hannover á frum- sýningu sonar okkar, Þorleifs Arnar, á Die Eddu og voru meira að segja búin að lesa handritið til að geta betur fylgst með og notið! Við munum sakna vinar og vinafunda en munum vonandi eiga margar góðar samveru- stundir með Eddu og þar verður Benna minnst með söknuði, en með tímanum aðeins með gleði og þakklæti. Væri ég skáld hefði ég ort saknaðarljóð um látinn vin, en fæ mér til hjálpar orð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar: Mér var gefið sumar. Sól er í æðum mínum, sól og dögg. Ég var fögnuður trés, en fékk svo að kynnast kaldri haustnótt. Næðingurinn losaði mig af greininni. Og regnið gróf mig í gljúpan svörð. Ég hverf í moldina. Í hjarta mínu er himinn og jörð. Við Þórhildur biðjum allar góð- ar vættir að styrkja Eddu og dæt- urnar, Helgu og Sigríði, í söknuði þeirra og sorg. Arnar Jónsson. Sæmdarheitið „drengur góð- ur“ átti svo sannarlega við um Benedikt E. Guðbjartsson, vin okkar Benna. Við kynntumst sem ungir menn þegar við unnum saman í áratug í Landsbanka Íslands. Þar skilaði Benni góðu verki bæði fyr- ir Landsbankann og starfsmenn banka og sparisjóða. Hugmynda- auðgi hans, þekking og brennandi áhugi nýttust vel við úrlausn lög- fræðilegra viðfangsefna sem og í félagsstarfi. Hann var gefandi og skemmtilegur félagi og vinur. Á þeim árum sem eftir fylgdu var alltaf gaman að hitta Benna en tækifærum til samveru fjölgaði þegar við báðir vorum komnir á efri ár. Þá nutum við þess að hitt- ast vikulega í heilsuræktinni með AGGF-félögum okkar. Benni var jafn kvikur í hreyfingum sem huga. Hann lyfti geði guma með glaðværð sinni. Ljúft er að minnast langra og stuttra ferða sem við hjónin fór- um saman í. Við áttum líka góðar stundir þegar við hittumst fyrir vestan þar sem Benni og Edda voru með aðsetur í Stykkishólmi og við Rannveig vorum nágrann- ar þeirra í Helgafellssveit. Þeir sem kynntust Benna kom- ust fljótt að raun um mannkosti hans. Hann var traustur og heið- arlegur maður sem gerði sitt til að bæta samfélagið. Benni lét í sér heyra með skýrum rökum ef hon- um fannst gengið á svig við sann- leikann og skynsemina. Mikill söknuður fylgir því að þurfa að sjá á eftir góðum vini. Við Rannveig vottum Eddu, fjölskyldunni og öllum aðstand- endum innilegustu samúð. Tryggvi Pálsson. Eftir að ánægjulegri ferð okk- ar Ganglera til Provence í Frakk- landi lauk þ. 29. sept. kvöddum við þau Benedikt vin okkar og Eddu konu hans, en þau framlengdu Frakklandsveruna og dvöldu eftir það nokkra daga í París. En skjótt skipast veður í lofti. 12. okt. var Benni allur og var það okkur öll- um mikil harmafregn. Í rúm 30 ár höfum við tilheyrt hópi sem kallar sig „Ganglera“. Í byrjun hittumst við og gengum saman, á laugadagsmorgnum, um Reykjanes og nágrenni. En fyrir 30 árum var blásið til fyrstu ferð- arinnar utan þéttbýlis. Sú ferð var nokkuð söguleg. Keyrt var til Ísa- fjarðar, þaðan siglt til Hornvíkur og hrepptum við hið versta sjó- veður. Aðbúnaður okkar var fremur frumstæður á þeirra tíma mælikvarða. En þetta var upphaf- ið að ferðum okkar Ganglera um Ísland. Á hverju sumri höfum við farið víða um óbyggðir Íslands, gengið á fjöll og vaðið kaldar jök- ulár. Síðan hafa bæst við nokkrar utanlandsferðir. Það var gengið á Mallorca, Spáni og í Ungverja- landi og nú síðast voru farnar tvær skoðunarferðir til Frakk- lands. Í ferðum okkar hafa smátt og smátt skapast fastmótaðar venjur. Í lok hverrar ferðar er út- nefnd ný nefnd sem tekur ákvörð- un um hvert farið verður næsta sumar. Matseld skiptist síðan á alla félagana og að kvöldi hvers göngudags er sest að ríkulegum kvöldverði, matbúnum af ferða- félögunum. Það má segja að þau Benni og Edda hafi verið frum- kvöðlarnir að þessum ferðum. Þau hóuðu saman gönguglöðum hópi vina, sem hefur að mestu leyti haldið hópinn síðan. Það er margs að minnast úr ferðum okk- ar. Eftirminnilegar eru ferðirnar á Hornstrandir, Ísafjarðardjúp og til Vestmannaeyja undir far- arstjórn þeirra Eddu og Benna. Ekki gleymist þegar við sigldum frá Reykjarfirði í Furufjörð. Bát- ur var að fara þangað með rekavið og Benni sá til þess að við fengum að fljóta með. Þar hafði hann ver- ið í sveit ungur drengur og naut þess að koma aftur á fornar slóðir. Bærinn var þá uppistandandi og við komumst þangað inn og hann sagði okkur deili á herbergjaskip- an. Hann lýsti vel fyrir okkur landslagi og staðháttum, þó að landið væri orðið breytt, allt í hvönn og þúfum. Í Vestmannaeyjum dvöldum við í nokkra daga, á heimaslóðum Eddu. Áður en lagt var upp í þá ferð, sem stóð í nokkra daga, héldu margir að einn dagur nægði þar til skoðunarferða en það var öðru nær. Hver dagur var þaul- skipulagður og við sáum ótrúlega margt. Benni var hvers manns hug- ljúfi, brosmildur, ávallt léttur í lund og sannkallaður gleðigjafi í hópnum og það var ekki leiðinlegt að vera nálægt honum þegar hann hóf sig til flugs í frásögnum. Eitt og annað gat stundum farið úr- skeiðis í ferðunum, þá reyndist Benni oft ráðagóður og sá fljótt hvernig bregðast átti við. Gang- lerarnir eiga bók með sönglögum. Þar var uppáhaldslagið hans „Svantes lykkelige dag“ og alltaf þegar það var sungið var hann forsöngvari. Við eigum þeim Benna og Eddu mikið að þakka. Þau hafa verið máttarstólpar okk- ar Ganglera. Við kveðjum vin okkar með söknuði. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Eddu og fjölskyldunnar. F.h. ferðahóps Ganglera, Sveinbjörn Sigurðsson, Véný Lúðvíksdóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elsku móðir mín og amma, HALLDÓRA GÍSLADÓTTIR frá Hofstöðum í Garðabæ, lést sunnudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn 29. október klukkan 13. Aðalheiður Kristjánsdóttir og dætur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓHANN ÁSGEIRSSON Miðvangi 31, Hafnarfirði, lést 19. október á Sólvangi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 28. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Anna Guðbjörg Erlendsdóttir Anna Karen Kristjánsdóttir Björn Arnar Kristína V. Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR GUÐVINSDÓTTUR Njarðarvöllum 6, Njarðvík. Hjartans þakkir til allra sem sýndu henni umhyggju og ástúð uns yfir lauk. Sérstakar þakkir til Kvenfélagsins Gefnar fyrir ómetanlegt framlag. Kærleikskveðja, f.h. aðstandenda, Þóra Harðardóttir Gígja Harðardóttir Halla Huld Harðardóttir Hugrún Dögg Harðardóttir Jörundur Guðni Harðarson Anna Heiða Harðardóttir Föðurbróðir okkar, TRYGGVI GUNNARSSON, öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést 17. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. október klukkan 13.30. Gunnar M. Guðmundsson Erna H. Gunnarsdóttir Þóra K. Guðmundsdóttir Magnús H. Sævarsson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS PÉTURS SIGURBJÖRNSSONAR, Hrísey. Sigurður Jóhannsson Kirsten Ruhl Steinunn Jóhannsdóttir Barði Sæmundsson Sólveig Jóhannsdóttir Sæmundur Guðmundsson Lovísa Jóhannsdóttir Guðlaugur Georgsson Jóhann Pétur Jóhannsson Margrét Sigmundsdóttir Þröstur Jóhannsson Kristín Björk Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SONJU BACKMAN, Fjölnisvegi 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heru, krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum og líknardeildarinnar í Kópavogi. Birgir Ísleifur Gunnarsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÚSANNA MARTA VILHJÁLMSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Bæjarási Hveragerði 15. október. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 30. október klukkan 13. Gunnar N. Einarsson Guðrún Helgadóttir Grétar Einarsson Óskar Á. Ástþórsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓNSSON, Brákarhlíð, Borgarnesi, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 24. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. María Eyvör Halldórsdóttir Ásta Óla Halldórsdóttir Marteinn Kristjánsson Þóra Ágústa Harðardóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES ARNAR GUÐMUNDSSON, Efri-Sandvík, Grímsey, lést á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, 21. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. nóvember klukkan 13.30. Hallgerður Gunnarsdóttir Guðmundur Hannesson Marta Pálsdóttir Gunnar Hannesson Ragna Gunnarsdóttir Linda Hannesdóttir Gísli Ingólfsson Kristín Hannesdóttir Sigurður Hannesson Guðbjörg Henningsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON ÁRNASON hæstaréttarlögmaður, lést á heimili sínu Heiðarási 26, í faðmi fjölskyldu, fimmtudaginn 24. október. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bertha Stefanía Sigtryggsdóttir Helena Hákonardóttir Sveinbjörn Sigurðsson Harri Hákonarson Lísa Birgisdóttir Tryggvi Hákonarson Sólveig Árnadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.