Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
ULTRA
KATTASANDUR
– fyrir dýrin þín
■■■ Sporast lítið
■■■ Lyktarlaus
■■■ Frábær lyktareyðing
■■■ Náttúrulegt hráefni
■■■ 99.9% rykfrír
■■■ Klumpast vel
50 ára Ólafur er Reyk-
víkingur og býr í
Vesturbænum. Hann er
doktor í sagnfræði frá
Háskóla Íslands og er
dósent í þjóðfræði við
HÍ.
Maki: Stella Blöndal, f.
1964, dósent í náms- og starfsráðgjöf við
HÍ.
Börn: Kolbeinn Rastrick, f. 1999, og
Marteinn Rastrick, f. 2003.
Foreldrar: Steve Rastrick, f. 1941, kerfis-
fræðingur, og Sigríður Ólafsdóttir, f.
1943, fv. bankastarfsmaður. Þau eru
búsett í Melbourne í Ástralíu.
Ólafur
Rastrick
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það tekur á taugarnar þegar þeir
sem manni eru kærir sýna þrjósku og af-
neita staðreyndum. Slakaðu á, það skipt-
ir ekki máli þótt hlutirnir séu ekki ná-
kvæmlega eins og þú hafðir hugsað þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert full/ur af krafti og vilt gera
allt í einu. Þú guggnar á því að segja upp
í vinnunni, en er það svo slæmt?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Glíman við hið óþekkta ber allt-
af árangur ef menn gefast ekki upp of
snemma. Ekki draga aðra á asnaeyr-
unum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ágætt að setja traust sitt
á aðra, en umfram allt átt þú að treysta
á sjálfa/n þig. Einlægni er svarið og fleyt-
ir þér langt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú mátt í engu slaka á viljirðu gott
gengi áfram. Allt sem gerist í dag virðist
undirbúningur fyrir komandi ár.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eitthvað í fari félaga þíns vekur
hjá þér ugg enda á ýmislegt eftir að
koma upp á yfirborðið. Reyndu að fara
ekki fram úr sjálfum/sjálfri þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki láta hugfallast þó að þú mætir
hindrunum í vinnunni. Leggðu þig fram
um að ná sáttum sem eru þér nauðsyn-
legar upp á framtíðina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nálgastu vandamál frá öllum
hliðum. Stundum leggur þú meira á þig
til að hlutirnir gangi upp en ásættanlegt
er.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert heltekin/n löngun til
að leita á nýjar slóðir. Undirbúðu ferðalag
sem veitir ykkur hjónum báðum ánægju.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er hinn fullkomni dagur
ef þú ákveður að líta hann þeim augum
frá upphafi. Eitthvað tekur stakkaskiptum
í þínum höndum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú verður hugsanlega valin/n
til að gegna tilteknu hlutverki í dag.
Njóttu þess að þurfa ekki að finna upp
hjólið aftur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur áhyggjur af gagnrýni
yfirmanns þíns. Hugleiddu að ganga í fé-
lagasamtök eða sinna hjálparstarfi.
Gættu þess þó að staðna ekki.
Áhugamál Margrétar eru tónlist,
ljósmyndun, hestamennska, garð-
yrkja og blómarækt og fjölskyldan að
sjálfsögðu. „Ég er í kór sem heitir
Reykjavík og nágrenni. Hún var
sæmd gullmerki Landssamtakanna
Þroskahjálpar og hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu 2008.
M
argrét Eybjörg Mar-
geirsdóttir er fædd
27. október 1929 á
Ögmundarstöðum í
Skagafirði og ólst
þar upp. Hún gekk í Barnaskóla
Staðahrepps og Gagnfræðaskólann á
Akureyri. Hún tók embættispróf í fé-
lagsráðgjöf frá Den Sociale Hojskole
í Kaupmannahöfn.
Margrét var félagsráðgjafi í geð-
verndardeild barna í Reykjavík 1961-
1967, sjálfstætt starfandi félags-
ráðgjafi 1969-1972, ráðgjafi fyrir
Styrktarfélag vangefinna 1973-1978,
ráðgjafi hjá Félagi einstæðra for-
eldra 1969-1972, stundakennari við
HÍ, námsflokka Reykjavíkur, Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands og fleiri
skóla frá 1977. Margrét var deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu 1980-
1999.
Margrét hefur ritað þrjár bækur
og þýtt eina. Þær eru Fötlun og sam-
félag, Suður-Afríka: Land mikilla ör-
laga, Foreldrar og þroskaheft börn
og Margrét þýddi bókina Þroska-
hömlun barna. Hún hefur skrifað
fjölda greina í ýmis blöð og tímarit.
Margrét var stofnandi og fyrsti
formaður Stéttarfélags íslenskra fé-
lagsráðgjafa 1964-1965, sat í stjórn-
arnefnd Ríkisspítalanna 1972-1978,
Æskulýðsráði Reykjavíkur 1972-1976
og var formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar 1977-1979. Hún sinnti
nefndarstörfum á vegum félagsmála-
ráðuneytisins og sat í heilbrigðis og
félagsmálanefnd Norðurlandaráðs.
Margrét var formaður stjórnar
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík-
isins, var fyrsti formaður stjórnar
Hringsjár náms- og starfsendurhæf-
ingar 1987-1999 og formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík 2004-2008.
Margrét hefur því starfað fyrir hina
ýmsu hópa í gegnum tíðina.
„Ég vona að maður hafi gert eitt-
hvert gagn. Ég beitti mér mjög mikið
fyrir því að koma Hringsjá á lagg-
irnar og þessi skóli starfar enn með
glæsibrag og þegar ég var formaður
Félags eldri borgara fluttum við í
Stangarhylinn þar sem félagið er
núna.“
Margrét er heiðursfélagi í Stéttar-
félagi íslenskra félagsráðgjafa og
heiðursfélagi í Félagi eldri borgara í
Senjóríturnar og var áður í Pólýfón-
kórnum. Ég hef haldið ljósmyndasýn-
ingu og svo eru allir Skagfirðingar í
hestamennsku, ég vandist því sem
barn. Ég fór nokkur ár í hestaferðir.“
Margrét stundar enn garðrækt á
Dragavegi þar sem þau hjónin búa.
„Ég er nú hrædd um það. Við erum
hinum megin við Laugarásinn og það
er mjög mikið skjól hjá okkur.“
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Sigur-
jón Björnsson, f. 25.11. 1926, prófess-
or emeritus í sálfræði við Háskóla Ís-
lands. Foreldrar hans voru hjónin
Halldóra Friðbjörnsdóttir, f. 1885, d.
1966, húsmóðir á Sauðárkróki, og
Björn Björnsson, f. 1856, d. 1953,
járnsmiður.
Börn Margrétar og Sigurjóns eru
1) Helga Sigurjónsdóttir, f. 1954,
tölvunarfræðingur, maki: Ingi-
mundur Pálsson; 2) Hávar Sigur-
jónsson, f. 1958, leikskáld og leið-
sögumaður, maki: Hlín Sveinbjörns-
dóttir; 3) Björn Sigurjónsson, f.
1966, lektor við háskóla á Jótlandi,
Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi – 90 ára
Morgunblaðið/RAX
Formaðurinn Margrét, formaður Félags eldri borgara, ásamt Stefaníu Björnsdóttur framkvæmdastjóra og
stjórnarmeðlimunum Önnu Þrúði Þorkelsdóttur, Ásgeiri Guðmundssyni og Helga Seljan árið 2006.
„Vona að ég hafi gert eitthvert gagn“
Hjónin Margrét Margeirsdóttir og Sigurjón Björnsson.
40 ára Guðrún Ósk er
Sandgerðingur og er
hárgreiðslumeistari
og er með kennslu-
réttindi iðnmeistara.
Hún er smíðakennari í
Sandgerðisskóla.
Maki: Björn Ingvar
Björnsson, f. 1978, vinnur hjá Bruna-
vörnum Suðurnesja.
Börn: Ársæll Kristinn, f. 1999, María Rós,
f. 2002, og Ólavía Lind, f. 2009.
Foreldrar: Ársæll Ármannsson, f. 1955,
vélsmiður, og Kristrún Níelsdóttir, f.
1956, vinnur í landamæravörslu á Kefla-
víkurflugvelli. Þau eru búsett í Sandgerði.
Guðrún Ósk
Ársælsdóttir
Til hamingju með daginn
Selfoss Aron Hinrik Jónsson fæddist
11. febrúar 2019 kl. 20.51. Hann vó
4.106 g og var 51 cm langur. Foreldrar
hans eru Andrea Ýr Guðmundsdóttir
og Jón Freyr Bjarnason.
Nýr borgari